11.10.2011 | 21:20
Blindur ber haltan
Eftir enn einn neyðarfundinn þar sem ákveðið var að fresta því að halda annan neyðarfund um að taka ákvörðun síðar, er allt í steik í Evrulandi. Þetta er orðið bæði sorglegt og hættulegt.
Presseurope birti þessa mynd þar sem blindur Sarkozy ber halta Merkel á bakinu.
Eftir að slóvakíska þingið sagði NEI í dag við björgunarpakkanum" er ástandið orðið mjög alvarlegt. Slóvakía, fátækasta ríki innan ESB, átti að leggja talsverða fjárhæð í sjóðinn; peninga sem Slóvakar eiga ekki til.
Radicova forsætisráðherra lagði ríkisstjórnina undir og nú er hún í raun fallin. Síðasta hálmstráið er að henni takist að vinna hugmyndinni aukið fylgi á næstu dögum og láta kjósa um pakkann" aftur. Þegar lítil ríki í ESB segja nei eru þau alltaf látinn kjósa aftur.
Þangað til sitja þau hnípin, milli vonar og ótta. Merkel segir ekkert, Sarkozy sér ekkert og Barroso heyrir ekkert og veit ekkert heldur.
![]() |
Slóvakar fella björgunarsjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2011 | 00:00
Barnaleikföng og bjánarnir í Brussel
Reglurnar eru hver annarri vitlausari: Hámark skal sett á hávaða af barnahringlum, börnum yngri en 8 ára er bannað að blása í blöðrur og ekki má selja partýflautur þeim sem eru yngri en 14 ára.
Þá er leikfangavaralitur bannaður og ekki má nota segulstál í leikföng. Þar með hverfa litlir leikfangakranar og gamall fiskaleikur úr búðarhillunum. Svo geta leikfangabangsar orðið óhreinir og hættulegir og við því þarf að bregðast. Er þá ekki allt upp talið, en vatnsbyssur eru ekki bannaðar. Ekki ennþá.
Öryggisfulltrúi, sem hefur eftirlit með framleiðslu leikfanga, segir að þetta muni auka enn á pappírsfjallið sem framleiðendur glíma við. Kostnaður við prófanir og vottun eykst, sem leiðir til verðhækkana.
Bjánarnir í Brussel
Peter Oborne fékk skammir fyrir að kalla embættismann the idiot in Brussels" í beinni á BBC. Sá var talsmaður kommissars Rehn og talaði eins og vélmenni. Núna, hins vegar, þykir blaðmönnum sjálfsagt að tala um the idiots in Brussels" þegar þeir skrifa fréttir af afrekum möppudýranna.
Lesendur eru sammála. Einn segir þetta sömu möppudýr og fyrirskipuðu að setja skuli aðvörunina Gæti innihaldið hnetur" á hnetupakka. Annar spyr hvort ekki verði skylda að stappa allan mat fyrir börn yngri en 8 ára í öryggisskyni.
Ekki kenna ESB um, segir einn lesandinn. Þetta er ekki þeim að kenna heldur stjórnmálamönnunum okkar, sem hafa ekki burði eða kjark til að koma okkur út úr Evrópusambandinu
Mæli með grein á Mail og kommentum lesenda. Líka er fjallað um afrek möppudýranna á Express, Telegraph og fleiri miðlum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)