Er ESB spillingarbæli?

Hve margir lesa frétt með fyrirsögninni Afsögn í Króatíu? Ekki margir. Fyrirsögnin er látlaus en innihaldið er grafalvarlegt.

Ivo Sanader forsætisráðherra sagði af sér. Ástæðan: Seinkun á aðild Króatíu að Evrópusambandinu. Í svari/skýringu ráðherrans segir:

ég játa að ég tók ekki boðum um störf innan Evrópusambandsins

Ef valdamiklum ráðamanni er boðinn vænn bitlingur fyrir að "liðka fyrir" framgangi mála, hvað kallast það? Mútur?

Mútugreiðslur


Síðan kemur athugasemd Sanaders:

Evrópusambandið og verkefnið um evrópskan samruna eiga ekki möguleika ef mútur eru viðurkennd aðferðafræði innan Evrópusambandsins 

Takið eftir: ef mútur eru viðurkennd aðferðafræði innan Evrópusambandsins

Forsætisráðherra Króatíu leit þetta svo alvarlegum augum að hann sagði af sér. Þetta hlýtur að teljast alvöru frétt á Íslandi, nú þegar svo mikið er rætt um að gera landið að hluta af Evrópuríkinu.

Takið líka eftir: verkefnið um evrópskan samruna

Hér eru notuð réttu orðin. Í Lissabon samningnum er lagt fyrir auknum pólitískum samruna þar sem yfirþjóðlegt stjórnvald er eflt. Það er fámennum aðildarríkjum ekki í hag.

Ef heimildir Morgunblaðsins eru réttar hefði afsögn Sanaders átt að kalla á miklu meiri athygli en eina litla "felufrétt" undir fyrirsögninni Afsögn í Króatíu. Ég neita að trúa að Mbl "feli" viljandi fréttir sem eru óþægilega fyrir málstað þeirra sem vilja byggja velferðarbrú til Brussel.

Ivo Sanader var boðinn bitlingur. Við skulum vona að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið brusselskt tilboð.

 

 


mbl.is Afsögn í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband