ESB: "The gutless nanny-state"

Þetta er of fyndið til að vera satt.

Evrópusambandið hefur gefið út reglur sem banna hættuleg barnaföt. Það er nauðsynlegt að setja reglur sem tryggja öryggi barna, t.d. um bílstóla og um smáhluti í leikföngum fyrir yngstu börnin. En öllu má nú ofgera.

Algengustu vöruflokkarnir þar sem finna má "hættulegar vörur", að mati kommissars neytendamála ESB, eru leikföng, raftæki, ökutæki og fatnaður. Til að bregðast við hættunni eru settar reglur um föt fyrir yngri en 7 ára. Þær gilda líka um lengd á reimum í fatnaði barna allt að 14 ára aldri.

Anorak

Þó hægt sé að hafa gaman af svona vitleysu er tilefni bloggfærslunnar það sem Declan Ganley skrifar um lögin á heimasíðu sinni. Ganley, og flokkur hans Libertas, er fylgjandi Evrópusambandinu þó hann berjist hart gegn spillingu innan þess og fyrir auknu lýðræði. Hann telur þessa lagasetningu sorglega einkennandi fyrir yfirvaldið í Brussel.

It's hard to know what to say. This is the front line of the battle against the bureaucrats, where common sense has no place, and risk is no longer seen as character developing, but something to be avoided at all costs.

Let's hope that the Libertas ideologi of promotion of small businesses and risk taking, to rebuild the damaged economies of Europe, will directly challenge the gutless nanny-state being built in Brussels.

Það er til hópur fólks sem vill gera Ísland að hluta af The gutless nanny-state! Og viðræður halda áfram.


mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMMÁLA - til hvers?

Þar höfum við það. Stjórnmálafræðingur segir að ríkisstjórnin þurfi ekki að vera sammála, Alþingi þarf ekki að vera sammála og þjóðin þarf ekki að vera sammála.

"Þetta er algjörlega borðleggjandi" segir stjórnmálafræðingurinn, ESB gerir engar kröfur um einhug um aðildarumsókn.

Sammála, til hvers?

Ef Samfylkingin vill getur hún sótt um ríkisborgararétt fyrir 320 þúsund Íslendinga í Evrópuríkinu, án þess að spyrja þá. Hún þarf ekki lýðræðislegt umboð frá þjóðinni, bara túlka kosningaúrslit sér í hag og láta vaða. Það er algjörlega borðleggjandi, segir stjórnmálafræðingurinn.

Einu "skýru skilaboðin" frá þjóðinni sem ég get lesið úr úrslitum kosninga eru að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að fara í ríkisstjórn. Mér er fyrirmunað að sjá skilaboð, hvað þá kröfu, um að ný ríkisstjórn leggi inn umsókn um aðild Íslands að ESB gegn vilja rúmlega helmings þjóðarinnar.

Hvað segir annars orðabókin um orðið "lýðræði"?

 

Áttu 18 sekúndur aflögu?
Þá mæli ég því að smella hér og lesa fáein erindi eftir skáldið Gunnar Dal.

 


mbl.is Þarf ekki einhug um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband