Frostavetur eða ísöld? Þitt er valið!

Með því að fella nýja IceSave frumvarpið væru menn "að kalla yfir sig algeran frostavetur" sagði Jóhanna Sigurðardóttir í þinginu á fimmtudaginn.

Með því að samþykkja frumvarpið væru menn að kalla yfir sig ísöld. Jóhanna nefndi það ekki. IceSave verður IceAge.

FrostmælirSamningarnir frá 5. júní hafa að geyma ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga, byggðar á umdeildri túlkun á lögum sem voru gölluð. Þar er gengið eins langt og frekjan leyfir, út yfir sanngirnis- og velsæmismörk.

Verði þeim hafnað getur það sem kemur í staðinn aldrei orðið verra. Kannski einn frostavetur, en það er þess virði til að afstýra ísöld.

Ný lög ESB um innstæðutryggingar taka af allan vafa um að gömlu lögin voru gölluð. Bretar heimta ríkisábyrgð til að "tryggja eftirá" og ESB tekur undir til að velta skaðanum af eigin handvömm yfir á íslenska þjóð.

Samfylkingin lítur á uppgjöf sem besta kost í málinu. Hún er aðgöngumiði inn í Evrópuríkið. Mesta hættan sem nú steðjar að Íslendingum er að gæluverkefni nokkurra krata skerði lífskjör komandi kynslóða.

Hvort má bjóða þér, hugsanlegan frostavetur eða ávísun á ísöld? 

Ertu ekki örugglega búin(n) að kvitta?

 


mbl.is Tíu þúsund skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband