Já, en hvað verður um FLOKKINN?

Lýðræði eða flokksræði? Það sem er hvað forvitnilegast við viðtengda frétt kemur fram í lok hennar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður spurði Styrmi út í hættuna á því að til verði annar hægriflokkur í íslenskum stjórnmálum! Ja hérna.

Það er ekki nóg að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, segi „fólkið fyrst og flokkurinn svo" ef það er bara í orði. Pólitík á þessu ári verður að snúast um „fólkið fyrst".

Bankakerfið hrundi og efnahagslífið er í sárum. Það sem öllu skiptir er að tryggja fólki áframhaldandi atvinnu og að það missi ekki eigur sínar. Það á vera efst á lista allra stjórnmálamanna, hvort sem þeir standa til vinstri eða hægri.

Menn verða að hafa kjark til að láta prinsippmálin ráða. Ekki eltast við tískuna til að ná í nokkur atkvæði, hvort sem það er Evróputíska eða eitthvað annað. Sá sem fylgir sannfæringu sinni verður með hreina samvisku eftir kosningar. Ef það þýðir að flokkur klofni verður bara að hafa það.

Kosningarnar eiga ekki að snúast um það að halda Sjálfstæðisflokknum saman eða tryggja fylgi Samfylkingarinnar eða að Vinstri grænir geti grætt á óróanum eða endurreisn Framsóknar. Þær eiga að snúast um fólk. Um Íslendinga.

Svona upphrópun; hvað verður um flokkinn?, er tímaskekkja í kreppunni og vísbending um að hjá sumum er flokksræðið sterkara lýðræðinu. Ennþá.

 


mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Landsbankinn þá sekur?

Það var beiting laga um varnir gegn hryðjuverkum, sem menn hrópuðu sig hása yfir. En samt á ekki að reyna að fá þeim hnekkt. Þetta hljómar eins og Landsbankinn hafi vondan málstað að verja, sé jafnvel sekur! Hvað skýrir þetta?

Kaupþing getur líklega ekki annað en höfðað mál vegna greiðslustöðvunar og er sjálfsagt að ríkið styðji það. En hvers vegna fer Landsbankinn bara hálfa leið? Skilanefnd bankans verður að útskýra það fyrir almenningi.


Og forsætisráðherra þarf líka að skýra hvers vegna íslensk stjórnvöld fara ekki í mál við þau bresku. Er einhver þvingun í gangi? Úr því að búið er að vinna "gríðarlegt starf" vegna málsins hljóta skýringarnar að liggja fyrir.


mbl.is Ríkið styður málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfur sannleikurinn, eða hvað?

Ég fagna því að Mbl. fari af stað með fræðandi skrif um Evrópusambandið, ekki síst samanburð við EES. Ekki er vanþörf á. Það verður þó ekki hjá því komist að setja ákveðnar spurningar við þann samanburð sem settur er fram í viðtengdri frétt.

Ræður ESB sköttum?
Svarið sem Mbl birtir byggist á óbreyttum reglum. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Írlandi voru skattmálin einmitt talin ein af þremur meginástæðum fyrir því að Lissabon samningurinn var felldur.

Sú viðbót sem sett er aftan við 113. grein "and to avoid disortion of competition", óttuðust Írar að gæfi ESB heimild til inngrips. Í skrifum á Írlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní 2007 mátti m.a. finna þetta:

Art. 113 in the Lisbon Treaty is the legal base when the EU shall harmonise the rates for indirect taxes. For direct taxes they may use Art. 115 or the flexibility clause in Art. 352. There is no clear definition on indirect taxes. Corporate tax was normally seen as a direct tax. But the Commission has planned to harmonise the tax base for corporate taxes on the basis of exactly Art. 113.

Írar töldu að ESB gæti breytt hinni lágu 12,5% skattlagningu á fyrirtæki. "The Lisbon Treaty directly invites the Court to outlaw the low Irish tax rate 12,5." Ef þeir töldu ástæðu til að fella Lissabon samninginn, m.a. á þessum forsendum, getur Mbl. þá fullyrt að ESB muni ekki ráða sköttum í framtíðinni?

VSK að hluta á borði ESB
Í skrifum um þennan lið kemur fram að innan ESB verði virðisaukaskattur að vera á bilinu 15% til 25% og að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann muni hækka hér.

En hvað með 7% skattinn íslenska? Lægra þrepið hér á landi var lækkað í 7% 1. mars 2007. Þó Evrópusambandið veiti ákveðnar undanþágur varðandi matvæli þá er 7% skatturinn íslenski ekki einskorðaður við "matarskattinn". Undanþágur frá lægri mörkum, sem hægt er að finna í reglum ESB ná alls ekki yfir þá liði sem í dag falla undir lægra þrepið á Íslandi. Hvernig getur Mbl. þá haldið því fram að virðisaukaskattur myndi ekki hækka á Íslandi?

Ef Mbl. ætlar að vera með fræðandi umfjöllun um EES og Evrópusambandið þarf að taka tillit til þeirra breytinga sem leiða af Lissabon samningnum. Það er sá raunveruleiki sem Ísland myndi búa við þar sem ný ríki verða ekki tekin inn í sambandið fyrr en hann hefur tekið gildi.


mbl.is Munurinn á EES og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband