Færsluflokkur: Bloggar
3.11.2011 | 23:41
Framboð 9-9-9 byggt á misskilningi
Herman Cain notar slagorðið "nine-nine-nine" í slagnum um útnefningu Repúblikana vegna forsetakosninganna í USA á næsta ári. Það stendur fyrir skattatillögur um 9% á allt; einstaklinga, félög og virðisauka.
Nú hefur Herman lent í smá vanda.
Konur saka hann um hafa umgengist þær að hætti Strauss-Kahn fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í dagsljósið nú þegar vel gengur í framboðsslagnum.
Sjálfur segir Herman Cain að þetta sé allt saman misskilningur.
Eiturtungur herma að það sé Herman sem misskilji. Ein kvennanna sem kærði er þýskumælandi og þegar kappinn gerðist ruddalega nærgöngull hrópaði hún:
Nein! Nein! Nein!!
Þetta misskildi Herman Cain og gæti lent í forsetaframboði fyrir vikið.
Frambjóðandi sakaður um áreitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 00:55
Leggjum niður ferðamannaiðnaðinn
Þótt skaparinn hafi búið til karl úr leir og konu úr rifbeini höfum við mannfólkið ekki náð tökum á þeirri tækni.
Iðngreinar eru margar og fjölbreyttar. Undir þjónustuiðnað og handiðn falla löggiltar iðngreinar sem krefjast náms og réttinda. Og svo eru verksmiðjurnar; iðnframleiðsla.
Iðnaður - skipulögð (vélvædd) framleiðsla varnings úr hráefnum segir orðabókin.
Við breytum ekki hráefni í fullunninn ferðamann eins og bakari breytir korni í brauð. Frankenstein bjó reyndar til einn, segir sagan, en sá fór hvorki til Kanarí né skoðaði Gullfoss.
Leggjum orðskrípið "ferðamannaiðnaður" niður fyrir fullt og fast.
Ferðaþjónusta er það og ferðaþjónusta skal það heita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2011 | 23:48
Er þjóðin heimskari en Jónas?
"Þjóðin er heimsk" skrifar Jónas Kristjánsson, sem lengi hefur verið einn mest lesni bloggari landsins. Stíll hans er að skrifa stuttar færslur og vera bæði kjaftfor og ókurteis. Kannski er hann vinsæll einmitt þess vegna, það verður hver að fá að hafa sinn stíl.
Jónasi er tíðrætt um heimsku íslensku þjóðarinnar í færslum sínum. Hér eru nokkur dæmi um fyrirsagnir:
>> Heimsk þjóð á hrunverja skilið
>> Þjóðin er heimsk
>> Leti, heimska og siðleysi
>> Heimska fjöldans ræður
Oft tengjast heimsku-pistlar Jónasar skoðanakönnunum og kemst hann þá jafnan að þeirri niðurstöðu að "gullfiskaminni" hrjái landann ef niðurstaðan er honum ekki að skapi. Hann hefur líka dálæti á því að kalla menn "fávita" eða nota uppnefni. Stöku sinnum dettur hann niður í sandkassann með DV og talar um "náhirð", enda skyldleikinn nokkur.
Hér eru fáein dæmi um fávitafyrirsagnir Jónasar:
>> Fávitar eða lygarar
>> Fávitar gera landið óbyggilegt
>> Fávitar á ferli
>> Fjöldi fávita vanmetinn
En er þjóðin heimsk?
Gefum okkur að við hin séum ekki neitt mikið heimskari en Jónas og að íslenskir kjósendur séu að jafnaði bæði læsir og skrifandi. Þá getur verið fullgild ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokkur fái 35% í skoðanakönnun, þótt Jónas sjái ekki aðrar skýringar en heimsku og gullfiskaminni. Ég hef meiri trú á þjóðinni en það.
Kjósendur gætu talið flokkinn slæman kost en þrátt fyrir gallana gefið honum atkvæði, af því að hitt sem í boði er þykir enn vera. Dregið slíka ályktun eftir tveggja ára vinstristjórn, einmitt af því að þjóðin er ekki heimsk og hefur prýðilegt minni.
Jónas þessi er eflaust mætur karl og óvitlaus. Hvers vegna hann kýs að skrifa eins og forskrúfaður strigakjaftur sem kann ekki að skammast sín, veit ég ekki. En það er hans stíll. Kannski vegna þess að það virkar. Hann er jú á toppnum, enn eina vikuna.
Skrif Jónasar eru oft sóðaleg, sjaldan málefnaleg og aldrei uppbyggileg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2011 | 12:41
Hin táknræna Tortóla
Það er til alþjóðlegur tveggja stafa kóði fyrir öll ríki í heiminum. Til dæmis NO fyrir Noreg, US fyrir Bandaríkin, GB fyrir Bretland og IS fyrir Ísland.
Bresku Jómfrúreyjar eiga sinn tveggja stafa kóða eins og öll önnur ríki. Stærsta eyjan þar er Tortóla.
Íslendingar tengja Tortólu við útrás og undanskot og þangað beina erlendir leiðtogar spjótum sínum í baráttunni gegn fjármálaglæpum. Tortóla hefur orðið alþjóðlegur samnefnari fyrir svik.
Hinn alþjóðlegi kóði fyrir Tortólu og Bresku Jómfrúreyjar er VG.
Sem er rökrétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2010 | 12:57
"Þið eruð ekki þingið"
Það er vond staða fyrir Alþingi að þurfa að taka ákvörðun um hvort draga skuli fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm. Að vera handhafar ákæruvaldsins. Ég öfunda engan þingmann af því hlutskipti.
En það var vanhugsað hjá nokkrum þingmönnum Samfylkingar að funda í gær með Ingibjörgu Sólrúnu, einum hugsanlegra sakborninga, á meðan málið er enn til afgreiðslu hjá Alþingi. Annað hvort átti að funda með þeim öllum eða engum.
"Þið eruð ekki þingið" hefði Ingibjörg Sólrún getað sagt með réttu.
Það eru þingmenn allir sem sameiginlega fara með (eða sitja uppi með) ákæruvaldið í þessu máli. Þess vegna orkar tvímælis að nokkrir þingmenn úr einum flokki boði slíkan fund, það gefur honum yfirbragð leyndar og baktjaldamakks. Ef fundað er á annað borð með hugsanlegum sakborningum ættu þingmenn úr öllum flokkum og helst allir þingmenn að sitja fundinn.
Bergsteinn Sigurðsson, einn albesti penni Fréttablaðsins, skrifar Bankþanka dagsins og telur Landsdóm ekki tilheyra nútímanum. Pistillinn, sem ber yfirskriftina Hinir dómbæru, er í léttum dúr þótt fjallað sé um alvöru málsins. Ég mæli með lestri hans.
Þungbær skylda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2009 | 18:22
Talar þú brusselsku?
Þetta er gamalt en gott og vel þess virði að rifja upp og halda til haga.
===== =====
The European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the European Union rather than German, which was the other possibility. As part of the negotiations, the British Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5-year phase-in plan that would become known as "Euro-English".
In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards kan have one less letter.
There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the troublesome "ph" will be replaced with "f". This will make words like fotograf 20% shorter.
In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible. Governments will enkourage the removal of double letters that have always ben a deterent to akurate speling. Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag is disgrasful and it should go away.
By the 4th yer peopl wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "z" and "w" with "v".
During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou" and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensibl riten styl.
Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech oza. Ze drem of a united Urop vil finali kum tru. Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze forst plas.
If zis mad you smil, pleas pas on to oza pepl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2009 | 12:58
Nýja Skandinavía
Sænskur sagnfræðingur vill sameina öll Norðurlöndin í eitt ríki. Það myndi líklega heita Skandinavía og verða hið eina sanna norræna velferðarríki með höfuðborg í Köben. Hann vísar til Kalmarsambandsins og vill að danska drottningin verði þjóðhöfðingi Nýju Skandinavíu.
Fyrsti þjóðhöfðingi Kalmarsambandsins var settur í embætti 1397 og fór athöfnin fram 17. júní, svo líklega er þjóðhátíðardagur nýju Skandinavíu sjálfgefinn. Sagnfræðingurinn sænski, sem heitir Wetterberg, telur það til helstu kosta að Skandinavía yrði 10. stærsta hagkerfi heims og fengi aukið vægi innan Evrópusambandsins. Hann reiknar því trúlega með að bæði Ísland og Noregur gangi í þann félagsskap.
Kannast einhver við þessa uppskrift?
Wetterberg telur að ekki sé hægt að steypa öllum ríkjunum saman í eitt strax. Til að byrja með yrði þetta ríkjasamband. Þar þarf að lágmarka áhættuna á að ríki geti orðið undir og einnig koma í veg fyrir að eitt ríki geti (stærðar sinnar vegna?) stöðvað framgang mála. Lykillinn er einróma samþykki. Þetta yrði síðan þróað áfram í eitt ríki með sameiginlega ríkisstjórn og þing, þar sem íbúafjöldinn einn ræður ekki fjölda þingmanna.
Er þetta ekki sama uppskrift og notuð er í ESB? Byrja á efnahagsbandalagi, sem síðan verður pólitískt samband sjálfstæðra ríkja og þróast loks í eitt sjálfstætt sambandsríki. Höfuðborg og forseti. Þing og ríkisstjórn. Í kjölfarið fylgja dómstólar. Allur pakkinn.
Hugmynd Svíans er ekki annað en bergmál af stórveldishugmyndinni á bakvið ESB og jafn galin. Norræn samvinna er af hinu góða en yfirþjóðlegt ríkisvald er dæmt til að verða fjarlægt og breytast í bákn. Við höfum fyrirmyndina í Brussel.
Líklega taka fáir Wetterberg alvarlega. Menn ættu ekki að taka fyrirmyndina alvarlega heldur.
Vill stofna norrænt ríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2009 | 18:14
AGS stuðlar að vændi og mansali
Mansalsmálið vindur upp á sig og verður ljótara eftir því sem fleiri fréttist berast. Nú er talað um skipulagða glæpahópa með tengsl erlendis. Fórnarlambið, sem fjallað var um í fréttum, er 19 ára stúlka frá Litháen. Nokkrir hafa stöðu grunaðs manns í málinu.
Í þessari færslu AGS notað sem skammstöfun fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, en ekki fyrir Alþjóðleg glæpasamtök, þó það nafn væri meira við hæfi.
Fátækt, vonleysi, örbyrgð og sár neyð eru algengustu þættirnir sem leiða til þess örþrifaráðs sem vændi er. Þar eru ungar konur í miklum meirihluta þó karlar séu vissulega neyddir inn á þessa braut líka. Það er ekki hægt að flokka það sem glæp, þegar neyðin rekur einstakling til slíkra úrræða, en mansal er alltaf glæpsamlegt. Stundum misnota menn vonleysi fórnarlamba sinna, gera þeim falstilboð og hneppa síðan í þrældóm.
Michael Hudson rekur í viðtali (hér) hvernig AGS kemur að málum í Lettlandi. Þar dældu sænskir bankar út undirmálslánum og stærðu sig af því. Þeir fengu svo góða bónusa strákarnir. Samkvæmt frásögn Hudsons höfðu þeir engar áhyggjur af því þótt lánin fengjust ekki endurgreidd. Ef allt færi í þrot kæmi AGS til skjalanna. Þeir myndu lána Lettum og sjá svo til þess að gálausir lánadrottnar fengju allt sitt. Senda síðan reikninginn á lettneska skattgreiðendur.
Þetta var rétt spá hjá þeim sænsku. Núna slá AGS og ESB skjalborg um peningana. ESB er á móti því að Lettar felli gengið til að bæta stöðu útflutningsgreinanna, því það myndi trufla ERM ferlið og upptöku evrunnar. Til að standa í skilum þurfa Lettar að fara út í blóðugan niðurskurð. Þar er búið að loka 29 sjúkrahúsum og 100 grunnskólum. Atvinnuleysið eykst og fátæktin líka. Þjónustan versnar, launin lækka og lífskjör skerðast dag frá degi. Allt í nafni fjármagnsins.
AGS er alveg nákvæmlega sama um fólk og líðan þess. Bara ná niður fjárlagahalla og tryggja að peningamenn fái sitt. Allt sitt. Fók er bara tölur í augum möppudýranna, sem vinna eftir kerfi sem er galið og hefur hvergi virkað. AGS sér um að handrukka lýðinn og passa kröfur fjármagnseigenda, sem oftast eru stórir og alþjóðlegir.
AGS vinnur að því dag og nótt að skapa jarðveg fyrir mannlegar hörmungar. Búa til fjandsamlegt umhverfi þar sem vonleysið á öruggan aðgang. Með aðgerðum sínum er AGS beinlínis að stuðla að vændi og mansali.
Við getum haldið áfram að hneykslast á mannsali og tala gegn vændi. Það er hægt að koma einum og einum krimma bak við lás og slá og líka hægt að bjarga fórnarlömbum úr vítahringnum. En það er bara dropi í hafið. Á meðan ekki er ráðist að rót vandans verður hann ekki leystur. Það koma bara nýir glæpamenn og nýtt fólk þarf að grípa til örþrifaráða.
Á Íslandi er þessi sami handrukkari að störfum og notar sömu reglur, þó ekki sé gengið jafn langt. Ekki ennþá. Fái þeir að ganga fram af sömu hörku og í Eystrasaltslöndunum verður þess ekki langt að bíða að ekki þurfi að flytja inn konur í neyð. Jarðvegur hörmunganna verður þá til hér og vændið heimafengið. Þetta virðist kannski fjarlægt í augnablikinu, en það var það líka í Lettlandi fyrir nokkrum mánuðum.
Margir glæpahópar með erlend tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2009 | 18:47
HIN ÍSLENSKA "GLÆPAÞJÓÐ"
"Á glæpaþjóðin einhvern valkost?" var skrifað í athugasemd við síðustu færslu. Hún var um grein sem Sigurður Líndal lagaprófessor skrifaði um IceSave. Þar segir hann að grundvallarreglum í samskiptum siðaðra þjóða hafi verið vikið til hliðar í deilunni. Það var "þægilegt að fórna Íslandi", enda skipti það Evrópu litlu sem engu máli.
Andstaðan almennings við IceSave byggist fyrst og fremst á því að Bretar neyttu aflsmunar í málinu. Réttlætiskenndin segir okkur að það eigi aldrei að láta ofbeldi óátalið, sama í hvaða mynd það birtist. Það vill enginn víkjast undan ábyrgð en heldur ekki láta þröngva upp á sig óréttmætum drápsklyfjum í krafti hnefaréttar.
Eru Íslendingar glæpaþjóð?
Mér þykir mjög dapurt þegar ég heyri Íslendinga réttlæta IceSave skuldbindingar með því að dæma sig glæpaþjóð. Mafían gerir ekki sikileyska bændur að glæpamönnum, eins og bent er á í annarri athugasemd. Idi Amin var hrotti en það gerir ekki börn í Uganda að glæpamönnum. Þrjátíu íslenskir útrásardólgar létu stjórnast af glæpsamlegri græðgi, en það gerir okkur ekki að glæpaþjóð. Og ekki koma með skýringuna "við kusum þetta yfir okkur í mörg ár í röð", hún heldur ekki. Andrés Magnússon kom vel inn á það í ræðu sinni á Austurvelli í gær.
Og jafnvel þótt einhver vildi hanga á þessari "skýringu" þá réttlætir hún ekki IceSave samninginn. Engan veginn. Í siðmenntuðum réttarríkjum eiga jafnvel hörðustu glæpamenn stjórnarskrárvarinn rétt til málsmeðferðar fyrir dómi. Að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð. Að skorið sé úr um sekt eða sýknu eftir málflutning sækjanda og verjanda. Að dæmt sé samkvæmt lögum.
Bretar tóku sér þann rétt, í kafti stærðarinnar og í trássi við leikreglur, að vera sækjandi, verjandi og dómari í málinu. Neituðu eðlilegri dómstólaleið. Þeir bjuggu til nauðungarsamning að eigin geðþótta. Í því liggur kúgunin sem íslenskur almenningur á að þurfa ekki að sætta sig við. Það á að fara að leikreglum siðaðra þjóða og leita réttlátrar niðurstöðu.
Veikir fyrirvarar verri en engir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.8.2009 | 09:36
Knésetja menn eigin þjóð af ásetningi?
Ef stjórnmálamenn eru tilbúnir að knésetja þjóð sína, hvað er þá ótrúlegt við að bissnessmenn vilji knésetja eigið fyrirtæki? Fór Sjóvá "heiðarlega" á hausinn? Málsvörnin í viðtengdri frétt er ekki ýkja trúverðug.
Engum dylst að það er einlægur ásetningur Samfylkingarinnar að knésetja íslensku þjóðina. Hún berst fyrir hagsmunum Hollands, Bretlands og ESB með kjafti og klóm og bregst illa við ef einhver (Eva Joly) reynir að halda uppi málsvörn fyrir íslenska þjóð.
Hún hamrar á því að við verðum að taka á okkur drápsklyfjar vegna IceSave. Þá getum við tekið stórt lán hjá AGS, til að geta tekið mörg lán frá vinaþjóðum. Þá fyrst öðlist íslensk fyrirtæki lánstraust erlendis og geta tekið meiri lán. Öll er þessi rökleysa af blindri tjónkun við Brusselvaldið.
Er þetta ekki svipuð hundalógík og notuð var í útrásinni?
Það er auðveldara að losa sig við skuldir þegar búið er að keyra fyrirtæki í þrot. Rétt eins og það er auðveldara að blekkja þjóð til að skríða til Brussel þegar búið er að buga hana.
Þetta eru tvær veirur af sama stofni: ESB-blinda Samfylkingarinnar og siðblinda útrásarinnar.
Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)