9.5.2009 | 17:49
Til hvers að kjósa?
Það sem er sorglegt við þessa frétt er sannleikurinn sem hún lýsir. Fólk sem býr í Evrópusambandinu sér ekki tilganginn í því að mæta á kjörstað. Þannig yrði þetta líka hér á landi ef Íslands slysaðist inn í Evrópusambandið, þar sem lýðræðið er bara upp á punt.
Í síðustu viku brýndu sænsk dagblöð það fyrir almenningi að kjósa til Evrópuþings, af því að stjórnvöld í Brussel ráði miklu meiru en sænska þingið um lagasetningu, almenna velferð og daglegt líf Svía. Nú er minna mánuður til kosninga og áhugi meðal almennings hverfandi.
Kjörsókn fór niður í 45% árið 2004 og er talið að kjörsókn fari niður í 34% núna. Svona kjörsókn myndi ekki einu sinni duga í bindandi úrslit í prófkjöri í litlum framsóknarflokki á Íslandi. Hér er verið að tala um löggjafa 27 Evrópuríkja.
Barátta okkar snýst fyrst og fremst um það að afstýra því að fólkið sitji heima.
Þetta sagði kommissar landbúnaðarmála hjá ESB. Að hugsa sér að valdhafar í "lýðræðisríki" þurfi að berjast fyrir því að fá fólk til að kjósa.
Svona gerist þegar menn búa við fjarlægt vald í áratugi. Á endanum verða þeir dofnir fyrir því og upplifa það sem eðlilegt ástand að borgararnir geti ekki haft nein áhrif. Það fer enginn út til að berja potta og pönnur. Þeir vita að atkvæði þeirra breyta engu. Það er vond og lúmsk þróun sem læðist aftan að mönnum á mörgum árum, deyfir framtakið og skaðar samfélagið.
![]() |
Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 14:54
Þetta kallar maður sko fjör!
Tveir dagar í að ný ríkisstjórn verði kynnt og ráðherrar fara á kostum. Hika ekki við að segja það sem gengur í okkur almúgann ... og fjölmiðla.
Össur búinn að fá nóg af samskiptum við Breta.
Ögmundur kallar IMF heimslögreglu kapítalismans.
Ég hefði samt frekar kosið að sjá einhvern íslenskan fjölmiðil eða stjórnmálamann fjalla um þessa frétt. Hún hlýtur að teljast jákvæð í kreppunni.
![]() |
Heimslögregla kapítalismans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2009 | 23:17
Björgunarskipið e/s Titanic
Þegar leki kom að m/s Þjóðarskútunni skiptist áhöfnin í tvö horn.
Hópur manna vill manna dælurnar, ausa" skipið, halda vélunum gangandi og bjarga áhöfn og farmi með því að sigla fyrir eigin vélarafli í höfn. Þeir vitað að það er hægt, því mesti stormurinn er afstaðinn og sjólag batnandi.
Skipstjórinn og fylgismenn hans panikkuðu. Þeir eru úrræðalausir, treysta sér ekki til að ausa og vilja gefast upp. Senda út neyðarkall og fá stórt evrópskt skip til að bjarga áhöfninni og taka m/s Þjóðarskútuna í tog.
Á stóru evrópsku skipi er kapteinn Rehn við stýrið. Hann hefur boðið fram aðstoð.
Ítrekað.
Kapteinn Rehn ætlar að bjarga okkur alveg gratís", lýgur skipstjórinn.
Sem stendur eru flestir úr áhöfninni á því að gefast upp á að bjarga sér með sæmd og fara um borð í e/s Titanic til að komast í örugga höfn. Meirihlutinn ræður.
![]() |
61,2% vilja aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 17:09
A4
Hvað þarf mörg A4 blöð til að leggja niður Ísland?
Til að uppgjöfin líti betur út skal láta Alþingi fjalla um A4 blaðið fyrst. Það er efni í hressilegt málþóf sem gæti staðið yfir í margar vikur. Heimilin geta bara hinkrað á meðan.
![]() |
Gæti orðið stutt kjörtímabil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 13:50
"Allt fyrir ekkert"
Með EES fengum við "allt fyrir ekkert", var okkur sagt.
Með ESB gefum við allt fyrir ekkert. Eða því sem næst.
Össur er "ánægður með stöðuna" en VG liðar segja ekkert. Það bendir sterklega til þess að uppgjöfin verði ofaná, í einhverri mynd.
Með inngöngu í Evrópusambandið gefum við frá okkur forræði yfir eigin velferð. Þá hverfur úr landi löggjafarvald í mörgum málaflokkum, sem og hin formlegu yfirráð yfir nýtingu auðlinda. Og þetta er ekki léttvægt, sama hvað ESB-sinnar segja. Gefum líka frá okkur frelsi til að halda áfram viðskiptum við lönd utan Evrópusambandsins á okkar forsendum.
Það sem við fáum í staðinn er ekkert.
Jú kannski evruna árið 2017. Við eigum að trúa því að hún verði til blessunar, en ekki þeirrar bölvunar sem Grikkir, Írar og fleiri íbúar í Evru-landi þurfa að horfast í augu við. Þeir búa við raunveruleikann en ekki glansmynd Samfylkingar eða finnska stækkunarstjórans.
Bændur fá heimskautastyrki til að standa af sér storminn og koma út á sléttu. Fiskveiðar eiga að standa óbreyttar, ef allt fer á besta veg. Tollar og markaðir breytast ýmist til hins betra eða verra og ekki hægt að fullyrða um ávinning. Sumir vilja líta á það sem alvöru ávinning að flýta því um eitt misseri eða tvö að endurheimta trúverðugleika erlendis, þó það kunni að þykja ansi léttvægt þegar menn líta um öxl eftir áratug eða tvo.
![]() |
Flokkarnir eru ósammála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2009 | 12:35
Nú er það svart í ESB, enn svartara!
4.5.2009 | 09:41
Velferðarbrúin er týnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2009 | 17:56
Samfylkinguna burrrt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 15:23