Silkihanskar

Það er ekki tilviljun að auðmenn og pólitíkusar leggja mikið upp úr yfirráðum yfir fjölmiðlum. Baugsveldið og Bjöggarnir skiptu kökunni og Bakkabræður fengu sneið. Aðeins RÚV stóð eftir ómengað. Nú er dansinn stiginn á ný og einhverjir bítast um Moggann bak við tjöldin. Kannski um fleiri miðla.

Pólitíkusar setja upp silkihanska og taka vægt á þeim sem ráða fjölmiðlunum til að forðast vonda umfjöllun. Sitja jafnvel og standa eins og þeim er sagt. Voff!

Bjarni segir "... jafnvel heilu flokkarnir, eins og Samfylkingin, sem gangast inn á slíka pólitík og það er kannski það versta sem við höfum séð í spillingu, nokkurn tímann, hér á landi."

Vaaá! Það er ekkert annað.

Veit ekki hvað skal segja um þennan dóm Bjarna, en hitt veit ég að ég kaus Samfylkinguna síðast en kýs hana ekki næst. Flokkur sem gengur erinda útrásardólganna og syngur nú ómstríðan Evrópusönginn í nafni þeirra, fær ekki mitt atkvæði. 


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök?

Það voru þá bara tæknileg mistök hjá Hæstarétti að dæma Tryggva í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Mér er slétt sama hvað Tryggvi gerir eða gerir ekki í Landsbankanum. Nú er staðan sú að útrásarruddarnir hafa sett Ísland á hliðina. Bæði Landsbankinn og Baugur eiga þar hlut að máli.

Það er ekki til að auka trúverðugleikann, eða trú nokkurs manns á nokkrum hlut, að sá sem hlaut þyngsta dóminn í Baugsmálinu skuli vera ráðinn til starfa hjá Landsbankanum. Að sýsla með fé.

Þetta er nokkuð sem Nýja Ísland þarf ekki á að halda.  


mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spriklandi á Grikklandi (fórnarlömb evrunnar)

Verður Grikkland fyrsta fórnarlamb evrunnar? Mótmælin þar í landi snúast ekki lengur um morð á unglingspilti eingöngu, heldur um fátækt, atvinnuleysi og dökkar framtíðarhorfur.

Fyrstu brestir ESB í kreppunni eru nú sýnilegir. Evran er það sem við eigum sameiginlegt með ESB, en ekki stefna, menning, saga og hefðir, segir einn viðmælandinn í fréttinni sem hér fylgir.

Kröfur fólksins á gríska stjórnmálamenn eru: "Hættið að haga ykkur eins og strengjabrúður ESB og farið að hugsa um Grikkland."


Skilaboðin til ESB eru líka skýr: Efnahagur snýst ekki bara um tölur og peninga heldur líka um landafræði, sögu, siðvenjur og þjóðarsál.


Þeir miklu peningar sem Grikkir settu til bjargar bönkunum í október duga hvergi nærri til. Simon Johnson, fyrrum hagfræðingur hjá IMF, birti grein í RGE Monitor 1. desember. Þar segir hann að það muni verða Grikkjum að fótakefli að vera komnir með evruna og hafa ekki lengur sína eigin mynt.

 


Það tókst ekki fyrr en í fyrstu tilraun

Titanic er ósökkvandi skip, sögðu þeir. En svo sökk það. Það að ganga í ESB er risavaxið verkefni, rétt eins og smíði Titanic. Sú stjórn sem nú situr hefur ekki umboð til að aðhafast neitt í þeim efnum, hún myndi "sökkva Íslandi" í fyrstu tilraun. Á því er ekki minnsti vafi.

Þó Svartfjallaland sæki um á það ekki að hafa áhrif á Ísland og heldur ekki kapphlaup við Króatíu. Ríkisstjórn þarf að hafa burði til framkvæmda, sú sem nú situr hefur þá ekki.


Ríkisstjórn sem getur ekki afnumið lítil eftirlaunaólög.

Ríkisstjórn sem lætur óreiðumenn rannsaka sjálfa sig.

Ríkisstjórn sem sofnaði á verðinum.

Ríkisstjórn sem tók ekki mark á aðvörunum.

Ríkisstjórn sem klúðraði samningunum um IceSave.

Ríkisstjórn sem starfrækir skilanefndir sem vinna í laumi.

Ríkisstjórn sem þorir ekki að skipta út embættismönnum.

Ríkisstjórn sem leynir bankamálaráðherra upplýsingum um bankamál.

Ríkisstjórn sem er studd af þingmönnum sem vita ekki hvað ESB er.

Ríkisstjórn sem klúðraði umsókn um sæti í öryggisráði SÞ

Ríkisstjórn sem segir að almenningur sé "ekki þjóðin"

Ríkisstjórn sem man ekki hvort sagt var 0% eða útilokað.

Ríkisstjórn sem man ekki hvort fundur hafi verið símtal.

Ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn hefur í hótunum við hinn.

Ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn afneitar seðlabankastjóra.

Ríkisstjórn sem tapað hefur trausti íslensks almennings.

Ríkisstjórn sem fær 32% fylgi í skoðanakönnunum.

Ríkisstjórn sem var 11 vikur að koma á fót rannsóknarnefnd.

Ríkisstjórn sem gefst upp á að taka á eigin klúðri.


Nei takk kærlega fyrir. Þessi ríkisstjórn hefur í besta falli umboð til að reyna að halda kúrs til vors og uppfylla skilmála IMF. Síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Þar á að fjalla um ESB.

Sú stjórn sem tekur við eftir kosningar fær hugsanlega umboð frá kjósendum og getur þá farið í aðildarviðræður.

Liður númer níu er að gefnu tilefni, því miður.


mbl.is Svartfjallaland sækir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁFRAM ÍRLAND! (Hvað kom eiginlega fyrir?)

Skjótt skipast veður í lofti. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, þakkaði ESB og evrunni að Írland lenti ekki í svipuðum hremmingum og Ísland.

En hvað gerðist?

Nú hafa Írar ákveðið að setja 1.560 milljarða króna í að bjarga bönkunum sínum. Miðað við höfðatölu, er þetta 26% hærri fjárhæð en íslenskir þegnar hefðu þurft að greiða fyrir lánið sem Glitnir bað um til þrautarvara og lánið sem Landsbankinn bað um vegna IceSave, samanlagt. Samt er bankakerfið þar ekki tíu sinnum stærra en sólin eins og hér var.

Nú hafa hlutabréf í Bank of Ireland fallið um 92% og bréf í AIB fallið um 88%.

Þessi frétt um björgunaraðgerðir ríkisins kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Brian Cowen tilkynnti Írum að þeir skuli kjósa aftur í haust um Lissabon samninginn, sem var felldur í þjóðaratkvæði 12. júní. Maður finnur til með Írum.


mbl.is Írskir fá endurfjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLAND punktur ESB. (#0)

Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að hefja aðildarviðræður við ESB. Bara alls ekki. Umræðan núna er skrýtin bæði og ruglandi. Stundum sagt að við þurfum að flýta okkur „til að missa ekki af lestinni". Það er kjaftæði. Það verða engar bindandi...

Eða hvað hann nú annars heitir sá ágæti maður

Það er minnst fjallað um það sem skiptir mestu mál. Jón Gerald Sullenberger lét móðan mása í Silfrinu og skaut fast. Í lokin sagðist hann vera að íhuga að flytja heim og opna verslun. Það er fréttin á netmogganum og það er atriðið sem flestir tjá sig um....

Hin æpandi þögn

Þögnin getur verið háværari en hæstu hróp. Í dag stóð ég á Austurvelli og þagði meðan ártölin voru talin: 1991, 1992, 1993 ... eitt á mínútu í 17 mínútur og svo hringdi vekjaraklukkan. Í dag snéru allir að Alþingishúsinu svo ég stóð ekki á "mínum stað",...

Egill.esb og Illugi.esb og Jónas punktur esb

Okkur vantar mann eins og Jón. Mótvægi við ofurbloggarana Jónas og Egil og Illuga. Og ég er ekki að tala um einhvern Jón, heldur einn merkasta mann sem ég hef borið gæfu til að kynnast á lífsleiðinni og vinna með í fjórtán ár. Mælingar segja að þeir séu...

Töframixtúra sem læknar allt

Það er til blogg sem heitir því sérstaka nafni " Þetta hefði ekki gerst ef Ísland væri í ESB ". Þar er borin fram mixtúran sem læknar öll mein. Hún samanstendur af sex punktum um það sem er slæmt á Íslandi og öðrum sex sem eru miklu betri í...

AÐILDARVIÐRÆÐUR: Til hvers?

Spillingarliðið burt! segja menn og ekki að furða. Ein leið til að losna undan spillingunni er að ganga í ESB, eða svo er sagt. Drífa sig í aðildarviðræður til að sjá "hvað er í boði" og kjósa svo. Gott og vel. En það er ekki bara samningurinn. Það eru...

Sláttuvélanefnd ESB

Eitthvað þarf allt þetta fólk að gera. Starfsmenn ESB voru orðnir 52.627 í ágúst (Statistical Bulletin of the EU) og fjölgar að jafnaði um 3% á ári. Enda eru verkefnin margvísleg og oft þarf að sætta ólík sjónarmið. Í síðustu færslu var litið á fréttir...

Gúrkuregla ESB numin úr gildi

Í júlí á næsta ári falla úr gildi nokkrar af reglum ESB um það hvernig náttúran á að skila af sér framleiðslu sinni. Reglur um hvernig gúrkur, gulrætur, plómur o.fl. eiga að líta út heyra þá sögunni til en "bananareglan" lifir áfram. Einnig verða áfram í...

Ljósaperuráðherra ESB

Olli Rehn segir að Ísland geti keppt um að verða 28. ríki ESB, eins og hann sé að tala um íþróttamót. Þetta sagði hann í gegnum gervihnött við fólk í HR í morgun. Við vorum ánægð með silfrið á OL í handbolta og ég væri ekkert ósáttur við að koma á eftir...

Tökum bara 1262 á þetta!

Gamli sáttmáli 1262. Fyrir Nýja Ísland þarf Nýja sáttmála. Það gekk svo ljómandi vel í fyrra skiptið, tók ekki nema 682 ár að endurheimta sjálfsvirðinguna. Nú er hægt að játast undir Evrópu í hvelli, getum klárað dæmið á rúmum tveimur árum. Þá getum við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband