Eða hvað hann nú annars heitir sá ágæti maður

Það er minnst fjallað um það sem skiptir mestu mál. Jón Gerald Sullenberger lét móðan mása í Silfrinu og skaut fast. Í lokin sagðist hann vera að íhuga að flytja heim og opna verslun. Það er fréttin á netmogganum og það er atriðið sem flestir tjá sig um.

Það hvort Jón Gerald opnar kannski sjoppu sem selur kjötfars, kornflex og dömubindi er þó léttvægt í sambanburði við ásakanirnar. Það sem ég punktaði hjá mér var þetta:

  • Tryggvi Jónsson var arkitektinn að svikamyllunni "og þar undir á KPMG að vera".
  • Ein stór sjónhverfing. Jón Ásgeir, KB menn og fleiri hafa "ryksugað allt fjármagn úr bönkunum"
  • Mosaik, Dagsbrún, Teymi og 365 voru sett á markað af svikurum til að sópa að sér fjármagn. Nú eru öll þessi félög komin af markaði.
  • Gaumur, Styrkur investment, Stoðir investment, 365 og Teymi skulda mikla peninga erlendis. Þessar skuldir eru ekki reiknaðar með í þúsund milljarðar skuldsetningu Jóns Ásgeirs.
  • Tryggvi Jónsson er að víla og díla í Landsbankanum og "það þarf að fjarlægja hann strax"
  • Fjármálaeftirlitið ber miklu meiri ábyrgð er Seðlabankinn. Jónas á að fara.
  • Guðfinna Bjarnadóttir, verðandi ráðherra samkvæmt nýjustu fréttum, verður að svara spurningum og upplýsa hvers vegna hún gekk úr stjórn Baugs (sat þar 1998-2003).
  • Ragnhildur Geirsdóttir þarf á sama hátt að útskýra brotthvarf sitt úr stjórn FL Group
  • Það á að frysta eignir manna á meðan rannsókn fer fram.
  • Getur verið að stjórnvöld séu með óhreint mjöl í pokahorninu?
  • Hetjur Íslendinga eru sjómenn, sem koma með afla að landi og skapa tekjur.
  • Ólafur Ragnar veitti Jóni Ásgeiri útflutningsverðlaun fyrir að flytja sparifé landsmanna úr landi.
  • Forsetinn á að skammast sín og segja af sér.
  • Rétt fyrir bankahrun voru fleir hundruð milljónir teknar út af reikningum í Landsbankanum í Breiðholti og settir í geymslu. Landsbankinn þarf að skýra hverjir fengu að tæma reikninga á elleftu stundu.

Vissulega þarf að setja spurningamerki við margt af því sem Jón Gerald segir vegna aðkomu hans að Baugsmálinu. Það vita allir að hann er í "heilagri krossferð" gegn Baugi, en það er ekki hægt að slá allt út af borðinu sem maðurinn segir.

Nægir að benda á tvö dæmi. Annars vegar ábendingar hans um að óeðlilegt væri að KPMG rannsakaði Glitni og nú hefur því verið breytt. Hins vegar YouTube mynd hans um Sterling svikamylluna sem skýrði fyrir mörgum hvernig viðskipti voru stunduð. Ekki hefur enn verið sýnt fram á rangfærslur þar og hafa menn þó verið nógu fljótir hingað til að svara t.d. Agnesi með Fréttablaðsgrein og norskri sjónvarpsstöð á netmiðli.

Ég sleppi viljandi hugmynd Jóns Geralds um að senda þremur dómurum í Hæstarétti jólakort venga þess að það tengist Baugsmálum sem Jón Gerald er of nálægt. En ég leyfi mér að vona að margt annað sem hann sagði verði hráefni í umræðu komandi daga. Ekki bara hugsanleg verslun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flott samantekt hjá þér og þörf.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.12.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband