Tæknileg mistök?

Það voru þá bara tæknileg mistök hjá Hæstarétti að dæma Tryggva í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Mér er slétt sama hvað Tryggvi gerir eða gerir ekki í Landsbankanum. Nú er staðan sú að útrásarruddarnir hafa sett Ísland á hliðina. Bæði Landsbankinn og Baugur eiga þar hlut að máli.

Það er ekki til að auka trúverðugleikann, eða trú nokkurs manns á nokkrum hlut, að sá sem hlaut þyngsta dóminn í Baugsmálinu skuli vera ráðinn til starfa hjá Landsbankanum. Að sýsla með fé.

Þetta er nokkuð sem Nýja Ísland þarf ekki á að halda.  


mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Nú er svo komið að maður er hættur að trúa einu orði sem kemur út ú r kjaftinum á íslendingum. Íslendingar hafa alltaf verið óheiðarlegir og það kemur alltaf betur og betur í lós.

V.J. (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:20

2 identicon

Sammála þér Haraldur. Eru ekki til menn sem ekki hafa hlotið dóm og hvað þá fyrir fjármálaóreiðu til að vinna í bönkunum. Ég er viss um að það er fjöldi slíkra manna sem eru tilbúnir og geta vel unnið þessi störf hjá bönkunum.

BH

Björn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

maður sem dregið hefur að sér fé á ólöglegan hátt og vinnur nú í banak ?

Jón Snæbjörnsson, 16.12.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband