11.11.2009 | 17:20
With a spoonful of sugar ...
Að ganga í Evrópuríkið er fyrir íslenska þjóð eins og að fara í stríð gegn sjálfri sér.
Og tapa.
Tímalínan fyrir Ísland:
- 2009 - Ísland sækir um aðild að ESB, sem er svo lagt niður*.
- 2011 - Embættismenn undirrita "glæsilegan samning".
- 2012 - Íslendingar ganga í Evrópuríkið.
- 2014 - Atkvæðisréttur Íslands er afnuminn (hér).
- 2015 - Þeir sem sögðu "já" skammast sín og fara með veggjum.
- 2016 - Of seint að bakka. IceSave bankar uppá!
Aðal talsmaður Samfylkingarinnar fyrir ESB aðild, talar um inngöngu sem "augnabliks geðveiki". Ef þjóðin heldur sönsum og heldur friðinn við sjálfa sig er hægt að komast hjá þessum mistökum.
Það er ekki hægt að fegra þetta neitt með ölmusum frá Brussel. With a spoonful of sugar ...
* 1. desember tekur Lissabon samningurinn gildi og Evrópuríkið stofnað í stað ESB.
![]() |
Ísland fái aðild að umsóknarsjóði ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2009 | 18:22
Ísland svipt sjálfsforræði
Að svipta einstakling sjálfsforræði er líklega stærsta löglega inngrip sem hægt er að gera í líf einstaklings, sem ekki hefur gerst brotlegur við lög. Að svipta heila þjóð sjálfsforræði gerist ekki nema lönd séu hernumin í stríði, eða ef ógnarstjórn af einhverju tagi tekur völdin, oft í kjölfar valdaráns.
Það sem taflan (neðri myndin) sýnir er ekki algjör svipting á sjálfsforræði. En þau lönd sem verst fara út úr skerðingu á atkvæðisrétti í Ráðherraráði ESB fara óþægilega nærri því. Með Lissabon samningnum er vægi atkvæða sex stærstu ríkjanna aukið verulega á kostnað hinna. Breytingin tekur gildi í lok kjörtímabilsins sem hófst í sumar.
Þau ríki sem eru með minna en milljón íbúa fara langverst út úr Lissabon samningnum. Ef Ísland væri nú þegar í klúbbnum væri skerðingin á atkvæðavægi Íslands 92,6% - hvorki meira né minna; færi úr nánast engu niður í akkúrat ekkert. Aftasti dálkurinn sýnir breytinguna. Aukið vægi er í bláu en skert vægi í rauðu.
Hin mikla aukning á atkvæðavægi Þýskalands skýrist af því að landið hefur sama atkvæðavægi og Frakkland, Bretland og Ítalía þrátt fyrir mun fleiri íbúa. Það á að leiðréttast með Lissabon. (Smella á myndina til að fá hana stærri.)
Eftir breytinguna þarf 55% aðildarríkja og 65% íbúafjölda til að samþykkja ný lög. Vægið verður uppfært árlega samkvæmt íbúaþróun. Ef fjölmennt ríki eins og Tyrkland gengur í ESB minnkar atkvæðavægi smáríkjanna enn frekar.
Á sama tíma og vægi stóru ríkjanna er aukið verulega eru vetó-ákvæði (neitunarvald) felld úr gildi í fjölmörgum málaflokkum. Þetta öryggistæki smáríkjanna er tekið burt.
DÆMI - Sjávarútvegur:
Til að varpa ljósi á áhrifaleysi Íslands (0,06%) innan ESB, þá hefðu þau fimm ríki sem ekki eiga landamæri að sjó og stunda ekki sjávarútveg, 108-sinnum meira vægi en Ísland við afgreiðslu mála um sjávarútveg. HUNDRAÐ-OG-ÁTTA SINNUM MEIRA. Samt eru þetta ekkert af stóru ríkjunum!
Stórt kerfi býður upp á baktjaldamakk með atkvæði og menn geta velt fyrir sér hvort Ísland eða Spánn hafi meira að bjóða ríkjum eins og Austurríki og Ungverjalandi í slíkum hrossakaupum. Það er hægt að líta til Alþjóða hvalveiðiráðsins eftir dæmum.
Sjávarútvegur er aukabúgrein í landbúnaði innan ESB. Sjávarútvegur er það sem Íslendingar þurfa að byggja á til framtíðar. Að setja stjórn hans undir yfirþjóðlegt vald, þar sem við höfum ekkert að segja, er algjört brjálæði. Það er aðeins hænufeti frá því að svipta Ísland sjálfsforræði.
Algjör og undantekningalaus undanþága fyrir íslenskan sjávarútveg er frumskilyrði fyrir því að menn geti svo mikið sem gælt við þá hugmynd að leyfa krötum að verða okkur til skammar með bjölluati í Brussel.
9.11.2009 | 18:43
Það sem kjósendur mega ekki vita
Hvort sem það eru rússneskir ólígarkar, amerískir auðjöfrar, kínverskir kommúnistar eða evrópskir embættismenn, alls staðar er spilling sjáanleg. Íslenska stjórnsýslan er því miður engin undantekning frá þessari reglu.
Spilling verður tæplega upprætt nema þar sem til staðar er opin stjórnsýsla, frelsi, jafnrétti og almenn mannréttindi. Hornsteinn alls þessa er lýðræðið sjálft, þar sem allir eiga jafnan rétt til að kjósa og að geta tekið upplýsta ákvörðun, byggða á traustum upplýsingum.
Þess vegna gildir sú góða regla innan Evrópusambandsins að Framkvæmdastjórn ESB er óheimilt að hafa afskipti af afgreiðslu einstakra aðildarríkja á samningum þess. Enda gengi slík íhlutun gegn lýðræðinu.
En það er ekki nóg að setja falleg orð á blað. Því miður varð Framkvæmdastjórn ESB uppvís að spillingu af þessu tagi á Írlandi 26. september þegar hún braut gegn reglum sambandsins og misnotaði almannafé til að dreifa ólöglegum áróðursbæklingi inn á írsk heimili. Þetta var fimm dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon samninginn.
Á þetta var bent í færslu fyrir helgina. Hér er upptalning á nokkrum atriðum sem var vísvitandi gengið framhjá í hinum ólöglega áróðursbæklingi.
- Ekki eitt orð um veigamestu breytinguna: Atkvæðavægi stóru ríkjanna er aukið verulega en dregið úr vægi þeirra minni. Vægi sex fjölmennustu ríkjanna fer úr 49% upp í rúm 70%. Atkvæðavægi hinna ríkjanna, sem eru 21 talsins, er núna 51% en lækkar niður í tæp 30%.
- Hvergi er minnst á hvernig völd Brussel stjórnarinnar munu aukast við lögtöku samningsins þegar margir nýir málaflokkar færast frá aðildarríkjunum til ESB.
- Ekki er sagt frá hinni nýju 290. gr. TFEU, sem gefur Brussel heimild til að auka eigin völd, án þess að sækja til þess lýðræðislegt umboð til kjósenda.
- Ekki er útskýrt hvernig grein 217.7 TFEU heimilar Framkvæmdastjórn ESB að breyta alþjóðlegum samningum án þess að leita samþykkis kjörinna stjórnvalda í nokkru aðildarríki.
- Ekki er nefnt að framvegis geta aðildarríki ekki tilnefnt fulltrúa í Framkvæmdastjórnina, aðeins gert tillögur. Breyting sem gerir yfirvaldið enn fjarlægara kjósendum. Í stað þess að valdið sé sótt til grasrótarinnar (bottom-up procedure) mun það koma að ofan (top-down procedure).
- Ekki er minnst á nýjar klausur í greinum um samkeppni (113. gr. TEFU) og heimild til að leggja á ESB-skatt (311. gr. TEFU). Hins vegar er skrifað með glassúr að samningurinn " ... verndi rétt aðildarríkja, sérstaklega í viðkvæmum málaflokkum eins og um skatta og varnarmál".
- Ekki er sagt frá nýjum ákvæðum um sameiginlegar varnir eða ákvæðum um að auka herstyrk aðildarríkja (42. gr. TEU).
Öllu þessu er haldið leyndu fyrir írskum kjósendum í bæklingnum vonda. Þegar stjórnvald getur búið til einhliða áróðursefni á kostnað skattgreiðenda eru menn komnir út fyrir öll velsæmismörk í því að lítilsvirða lýðræðið. Það gerði Framkvæmdastjórn ESB á Írlandi í september. Hefur Ísland styrk til að standa gegn pólitísku ofbeldi af þessu tagi?
TFEU = Treaty on the Functioning of the European Union (Rómarsáttmálinn)
TEU = Treaty on European Union (Maastricht samningurinn)
Hinn ólöglega áróðursbækling Framkvæmdastjórnar ESB má sjá hér
Erlenda umfjöllun um þessi makalausu lögbrot ESB er að finna hér
![]() |
Meirihlutinn telur spillingu ríkja í stjórnsýslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.11.2009 | 00:58
Össur og ormagryfjan
... andstæðingar ESB hafa notað Icesave-deiluna til að halda því fram að Evrópusambandið hafi leynt og ljóst grafið undan Íslendingum. Það er hins vegar ómakleg ásökun og hefur margoft komið fram hjá forystu Evrópusambandsins að hún lítur á Icesave-deiluna sem algjörlega ótengda umsókninni um ESB
Hvar hefur ráðherrann verið?
Ómakleg! Ótengd! ESB tók stöðu í málinu og er beinn gerandi í því. IceSave deilan hefur sýnt okkur aðeins undir grímuna sem Evrópusambandið ber. Tekið lokið af ormagryfjunni. Það sama gildir um tvö önnur ný dæmi.
Annað þeirra eru viðbrögð Brussel við orðum Steingríms J Sigfússonar. Þau sýna að ESB hefur meiri áhuga á Íslandi vegna legu landsins en á hagsmunum þjóðarinnar sem landið byggir (sjá hér).
Hitt er framganga ESB á Írlandi 26. september, sem sýnir að sambandið vílar ekki fyrir sér að brjóta eigin lög og afbaka lýðræðið til að ná sínu fram (sjá hér).
ESB er ekki efnahagssamvinna heldur pólitískt valdabandalag þar sem lög og leikreglur eru látin víkja ef svo ber undir. Þótt krötum þyki óheppilegt að IceSave deilan afhjúpi sannleikann, þá verður hann að fá að koma fram. Þjóðarinnar vegna. Framtíðarinnar vegna.
![]() |
Ekki var við ugg í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2009 | 17:18
"Augnabliks geðveiki"
Er líklegt að Íslendingar gangi í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð?
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, hefur verið einn ötulasti talsmaður ESB-aðildar undanfarin ár og gaf nýlega út bók um Evrópusambandið. Aðspurður sagði hann að innganga væri hugsanleg ef efnahagsástandið versnaði.
Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.
Þegar dyggasti talsmaður Samfylkingarinnar í Evrópumálum telur það "augnabliks geðveiki" að ganga í ESB þarf varla að hafa um það fleiri orð. Fréttir af nýjum lögbrotum ESB (sjá hér) eru ekki til að bæta það.
Ég treysti á að Íslendingar haldi sönsum.
![]() |
Icesave skemmir Evrópuumræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.11.2009 | 12:54
Lögbrot ESB á Írlandi
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2009 | 17:50
"Two men say they are Jesus"
4.11.2009 | 21:20
Malta, Ísland og ESB (3)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.11.2009 | 20:10
Malta, Ísland og ESB (2)
Evrópumál | Breytt 4.11.2009 kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2009 | 20:59
Malta, Ísland og ESB (1)
Evrópumál | Breytt 3.11.2009 kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.11.2009 | 13:17
Fá þeir kosningarétt 53 ára?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)