29.10.2010 | 00:56
Spillingarfréttir á Sky
Á Sky News hafa í dag verið fluttar fréttir af ferð forsætisráðherra Bretlands til Brussel. Inngangur fréttarinnar vekur athygli, en þar er stjórnmálastétt Evrópuríkisin lýst sem embættismönnum úr öllum tengslum við evrópskan veruleika. Þar heimta menn meira fé frá aðildarríkjunum, sem standa í stórfelldum niðurskurði heimafyrir.
Sagt er frá mönnum sem valsa um sjóði af almannafé (the fabuled EU gravy train), þar sem lúxusbílar, dýrindis málsverðir og konfekt eru hluti af bjórlegnum busselskum lífsstíl. Einnig frá hroka sambandsins og ábyrgðarlausri meðferð á almannafé.
Vonandi að RÚV fari að segja sannleikann á mannamáli eins og Sky. Ekki veitir af mótvægi við makalaus blaðaskrif utanríkisráðherra, sem birtir nú hverja greinina af annarri. Svo langt gengur hann í glansmyndagerðinni að jafnvel brusselskum embættismönnum ofbýður og reyna að leiðrétta vitleysuna.
Þegar ríkisstjórnin springur fær Össur örugglega vinnu á einni af áróðursskrifstofum ESB á Íslandi. Enda talar hann og skrifar nú þegar eins og áróðursmeistari Evrópuríkisins en ekki sem utanríkisráðherra Íslands. Hann fengi ekki háa einkunn á Sky.
Hægt er að lesa frásögn Sky hér og horfa á fréttir.
26.10.2010 | 01:07
Írland verður að losna við evruna
Það líklega aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta jaðarríki evrusvæðisins reynir í alvöru að losna úr handjárnum evrunnar. Írland gæti riðið á vaðið. Í grein í Irish Independent á sunnudaginn er fjallað um stöðu Írlands og þá erfiðu kosti sem standa til boða.
Í fréttum RÚV um helgina var löng og ítarleg frétt um ástandið á Írlandi, sem fer hratt versnandi og er orðið talsvert verra en hér á landi. Irish Independent bendir á þann mikla ókost að hafa ekki eigin mynt sem lagar sig að breyttum aðstæðum írska hagkerfisins. Síðan segir:
Unfortunately our membership of the euro deprives us of this safety valve. Instead, we are condemned to a decade or more of deflation and depression. While this might win us kudos in Brussels and Frankfurt, Irish voters are likely to prove less tolerant.
Verðhjöðnun og kreppa í meira en áratug er það sem blasir við. En það yrði hvorki auðvelt né ódýrt fyrir Íra að taka aftur upp írska pundið, langt frá því. En það er samt nokkuð örugglega "minnst vondi" kosturinn sem í boði er.
Greinina má lesa hér.
Hér fór bankakerfið á hausinn, á Írlandi fengu skattgreiðendur bankana í hausinn. Hér skall á kreppa á nokkrum dögum, þar var hún einhver misseri að gerjast. Hér eru góðir möguleikar á að komst út úr kreppunni, en á Írlandi ekki.
Samfylkingin vill bjóða Íslendingum írsk/evrópskt ástand til frambúðar.
24.10.2010 | 23:43
Jón Ásgeir að kaupa Sjóvá?
Eftir að hafa séð makalaust drottningarviðtal á Stöð 2 í kvöld læðist að manni sá grunur að Jón Ásgeir, eigandi stöðvarinnar, sé í hópi þeirra fjárfesta sem Heiðar Már fer fyrir. Tæplega undir eigin kennitölu þó, eins og stemmingin er í samfélaginu.
Heiðar Már Guðjónsson, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Björgólfi Thor, var mættur í viðtal. Hann fer fyrir hópi fjárfesta í kaupum á tryggingafélaginu Sjóvá. Síðustu daga hefur hann verið nokkuð í fréttum, sagður áhættusækinn fjárfestir og sakaður um að braska með krónuna.
Viðtalið var betra en besta PR-átak fyrir Heiðar Má og samfelld auglýsing um ágæti hans. Það var eins og spurningarnar hefðu verið sérsniðnar til að hvítþvo viðmælandann. Ekkert kom honum á óvart, hann átti góð svör við öllu og engri spurningu var fylgt eftir af spyrjanda. Bara spurt um næsta atriði eins og eftir handriti.
Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um viðskiptatengsl Heiðars Más Guðjónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Má vera að maður sé orðinn svo tortrygginn eftir allt sukkið sem afhjúpað hefur verið síðustu misseri að maður vantreysti öllu. En ég tel samt að það hafi verið eitthvað bogið við þetta viðtal. Það var of þægilegt til að vera ekta.
24.10.2010 | 13:16
Álfheiður, Styrmir og áróðurstæknin
Það er þekkt aðferð úr áróðursfræðum að nota "merkimiða" til að gera málstað andstæðingsins fráhrindandi. Þetta er gjarnan notað þegar menn geta ekki með góðu móti fært rök fyrir sínum eigin skoðunum og er merki um málefnafátækt, slæma samvisku eða vondan málstað. Stundum allt í senn.
Álfheiður Ingadóttir notar einmitt "merkimiða" í ESB málinu, þegar hún segir að ekki megi láta Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson stjórna umræðunni. Þar velur hún tvö nöfn sem ekki njóta fylgis innan raða VG og gerir þá að tákni fyrir mál þeirra flokksmanna VG sem eru á annarri skoðun en hún sjálf.
Með þessari aðferð beinir hún athyglinni frá því að það var Vinstrihreyfingin grænt framboð sem samdi sína eigin stefnuskrá, skilgreindi sig sem andstæðing ESB-aðildar, gaf kosningaloforð, fékk stuðning vegna þeirra, sveik þau og brást kjósendum sínum illilega. Það er Birni og Styrmi óviðkomandi.
Það væri hægt að skrifa heila bók um allan þann pólitískan spuna og áróður sem notaður hefur verið í íslenskum stjórnmálum síðustu misserin. Líklega er enginn saklaus í þeim efnum. Viðbrögð Álfheiðar eru dæmi um þá stjórnmálalegu ómenningu sem Páll Skúlason lýsti í mjög góður viðtali í þættinum Návígi á RÚV.
![]() |
Fullt umboð til að halda áfram viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2010 | 01:43
"Enginn er krati nema hann kunni að betla"
Getur þú bætt hag heimilisins með því að betla styrk frá sjálfum þér? Sá galdur er einmitt hluti af þeirri "lausn" sem íslenskir kratar predika ákaft. Þeir slá ekki hendinn á móti evrum frá Brussel til að fjármagna trúboðið.
Anna Margrét Guðjónsdóttir heitir varaþingmaður krata. Síðustu vikuna áður en hún vék af þingi fyrir hinum seinheppna Björgvini G, var hún á útopnu við að dásama brusselska styrki.
Í Speglinum á RÚV mælti Anna Margrét með ylrækt á Reykjanesi, að sjálfsögðu með tómatastyrkjum frá Brussel. Nema hvað? Enginn er krati nema hann kunni að betla, eins og segir í alkunnu máltæki.
Á opnum fundi á Kaffi Sólon útskýrði hún hvað það er miklu betra að fá evrópska styrki afgreidda af 344 manna héraðanefnd ESB, heldur en íslensk framlög gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
En svo kom mótsögnin!
Á Útvarpi Sögu, í þættinum "ESB, nei eða já", upplýsti hún að framlög Íslands til Evrópusambandsins yrðu alltaf hærri en það sem við fengjum þaðan (nema kannski fyrsta kortérið). Enda er það reynsla hinna Norðurlandanna. Við borgum sem sagt "styrkina" sjálf.
Ef kostnaður okkar yrði sá sami og hinna Norðurlandanna er árgjaldið/tapið um 7.400 milljónir nettó, fyrir að fá að vera með í klúbbnum. Samt eru "styrkirnir" æðislegir, af því að við sendum peningana til útlanda fyrst.
Styrkirnir sem koma frá Brussel - en við borgum sjálf.
Áskorun á þingflokk VG
Það er aumt að afla málstaðnum fylgis með því að veifa "styrkjum" framan í kjósendur á krepputímum. Það er hins vegar reisn yfir félögum og stuðningsmönnum VG sem skora á þingflokkinn að fylgja stefnunni og láta af kosningasvikum. Stöðva aðlögunina sem kostuð er með milljarða fjáraustri frá Brussel.
Sérstaklega tek ég undir þessa setningu: "Slíkar greiðslur frá Evrópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðisleg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar." Þetta er einmitt málið. Evrurnar frá Brussel munu gera leikinn ójafnan, eins og raunin varð í Svíþjóð, skekkja umfjöllunina og skaða lýðræðislega afgreiðslu.
![]() |
Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2010 | 08:29
Ragnar Reykás - breska útgáfan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2010 | 17:25
ESB vill meiri spillingu (og græða á henni)
17.10.2010 | 16:29
Dásamlega Joly
14.10.2010 | 08:34
"SVOKÖLLUÐ LANDSBYGGÐ"
13.10.2010 | 23:53
Hvað kostar að gera ekkert?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.10.2010 | 08:45
Er harmónikkutónlist landbúnaður?
12.10.2010 | 00:15
Dreifbýlispakkið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2010 | 01:07
Ef við hefðum bara ...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2010 | 12:38
Hlýddu litli Íslendingur!
6.10.2010 | 12:58