5.1.2009 | 18:01
Er Landsbankinn þá sekur?
Það var beiting laga um varnir gegn hryðjuverkum, sem menn hrópuðu sig hása yfir. En samt á ekki að reyna að fá þeim hnekkt. Þetta hljómar eins og Landsbankinn hafi vondan málstað að verja, sé jafnvel sekur! Hvað skýrir þetta?
Kaupþing getur líklega ekki annað en höfðað mál vegna greiðslustöðvunar og er sjálfsagt að ríkið styðji það. En hvers vegna fer Landsbankinn bara hálfa leið? Skilanefnd bankans verður að útskýra það fyrir almenningi.
Og forsætisráðherra þarf líka að skýra hvers vegna íslensk stjórnvöld fara ekki í mál við þau bresku. Er einhver þvingun í gangi? Úr því að búið er að vinna "gríðarlegt starf" vegna málsins hljóta skýringarnar að liggja fyrir.
![]() |
Ríkið styður málshöfðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2009 | 12:40
Hálfur sannleikurinn, eða hvað?
Ég fagna því að Mbl. fari af stað með fræðandi skrif um Evrópusambandið, ekki síst samanburð við EES. Ekki er vanþörf á. Það verður þó ekki hjá því komist að setja ákveðnar spurningar við þann samanburð sem settur er fram í viðtengdri frétt.
Ræður ESB sköttum?
Svarið sem Mbl birtir byggist á óbreyttum reglum. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Írlandi voru skattmálin einmitt talin ein af þremur meginástæðum fyrir því að Lissabon samningurinn var felldur.
Sú viðbót sem sett er aftan við 113. grein "and to avoid disortion of competition", óttuðust Írar að gæfi ESB heimild til inngrips. Í skrifum á Írlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní 2007 mátti m.a. finna þetta:
Art. 113 in the Lisbon Treaty is the legal base when the EU shall harmonise the rates for indirect taxes. For direct taxes they may use Art. 115 or the flexibility clause in Art. 352. There is no clear definition on indirect taxes. Corporate tax was normally seen as a direct tax. But the Commission has planned to harmonise the tax base for corporate taxes on the basis of exactly Art. 113.
Írar töldu að ESB gæti breytt hinni lágu 12,5% skattlagningu á fyrirtæki. "The Lisbon Treaty directly invites the Court to outlaw the low Irish tax rate 12,5." Ef þeir töldu ástæðu til að fella Lissabon samninginn, m.a. á þessum forsendum, getur Mbl. þá fullyrt að ESB muni ekki ráða sköttum í framtíðinni?
VSK að hluta á borði ESB
Í skrifum um þennan lið kemur fram að innan ESB verði virðisaukaskattur að vera á bilinu 15% til 25% og að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann muni hækka hér.
En hvað með 7% skattinn íslenska? Lægra þrepið hér á landi var lækkað í 7% 1. mars 2007. Þó Evrópusambandið veiti ákveðnar undanþágur varðandi matvæli þá er 7% skatturinn íslenski ekki einskorðaður við "matarskattinn". Undanþágur frá lægri mörkum, sem hægt er að finna í reglum ESB ná alls ekki yfir þá liði sem í dag falla undir lægra þrepið á Íslandi. Hvernig getur Mbl. þá haldið því fram að virðisaukaskattur myndi ekki hækka á Íslandi?
Ef Mbl. ætlar að vera með fræðandi umfjöllun um EES og Evrópusambandið þarf að taka tillit til þeirra breytinga sem leiða af Lissabon samningnum. Það er sá raunveruleiki sem Ísland myndi búa við þar sem ný ríki verða ekki tekin inn í sambandið fyrr en hann hefur tekið gildi.
![]() |
Munurinn á EES og ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2009 | 13:55
Nýsköpun hin síðari
Þó að stjórnarslit liggi í loftinu grunar mig að hið rauðgræna bandalag verði ekki ofaná. Björn hefði átt að fara aðeins lengra aftur í tímann í vangaveltum um það sem við tekur. Ég giska á að það verði mynduð Nýsköpunarstjórn hin síðari eftir næstu kosningar.
Þetta er sem sagt mín spá: Það verða Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur sem mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor.
Þegar núsitjandi stjórn var mynduð sáu sumir Nýsköpun endurvakta, þar sem Samfylkingin átti að vera arftaki Sósíalista og Alþýðuflokks sem mynduðu Nýsköpun með Sjálfstæðisflokknum 1944. En Samfylkingin hefur orðið að eins konar bræðingi; demó-júró-kratar.
Þó er Jóhanna Sigurðardóttir heiðarleg og sjálfri sér samkvæm, enda var það hennar vegna sem ég kaus Samfylkinguna síðast (verst að geta ekki kosið bara einstaklinga).
Sjálfsagt myndu margir fussa yfir Vinstri grænum í stjórn með íhaldinu. Allir frasarnir um að Steingrímur Joð kunni ekki annað en að vera á móti öllu fá að heyrast. Enn fleiri fussa yfir áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokks í stjórn. En gott og vel, ég ætla samt að spá þessu.
Hvers vegna? Vegna Evrópumála og í ljósi þess að gullfiskaminni og tregðulögmál fylgja stjórnmálum.
Fylgi flokkanna mun verða talsvert annað en það sem kannanir sýna núna. Mannabreytingar og stefnubreytingar munu skipta máli. Þeir sem sýna mestan heiðarleika í sinni naflaskoðun munu hagnast á því. Og þeir sem hafa kjark til að gera nauðsynlegar mannabreytinigar.
Hinn rauðgræni draumum Steingríms Joð þyrfti fulltingi Framsóknar, en þriggja flokka stjórn er ekki aðlaðandi kostur. Að endurtaka leikinn með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki væri glapræði fyrir báða (og þjóðina) í ljósi undangenginna atburða.
Evrópumálið verður hið stóra kosningamál og á þeirri forsendu mun Nýsköpun hin nýja ná saman. Að bjarga Íslandi frá því að vera innlimað í Evrópuríkið í miðri kreppu.
Nýsköpunarstjórnin hin fyrri lagði grunninn að nútíma velmegun, með stríðsgróðann að vopni, þó ekki hafi hún orðið langlíf.
Nýsköpunarstjórnin hin síðari mun fá það erfiða verkefni að leggja grunninn að Nýja Íslandi með stríðsskuldir útrásardólganna í farteskinu.
![]() |
ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 11:41
Nýsköpun í mótmælum
Til nýsköpunar þarf skapandi hugsun, frjótt ímyndunarafl og öflugt framtak. Þeir sem máluðu ruslatunnurnar í nótt buðu upp á nýsköpun í mótmælum.
Þetta er sniðug hugmynd. Verkið er unnið í rólegheitum að nóttu til, truflar engan með látum eða hávaða og veldur engum skemmdum. Er samt sniðugt og beinskeytt í senn.
Að "klæða" ruslatunnur í kjólföt og slaufu og setja í þær merki með nöfnum helstu útrásardólga! Þetta er algjör snilld og hittir naglann á höfuðið.
![]() |
Ruslatunnur í sparifötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 20:50
Er "þjóðin" svartsýn eða bara borgararnir?
Þó ég tilheyri þeim 67% sem telja að fjárhagurinn verði þrengri á árinu 2009 en því nýliðna er það samt ekki það sem veldur mestri svartsýni. Heldur er það óttinn við að Ísland stígi fyrsta skrefið í átt að inngöngu í ESB. Þetta Mary Poppins trikk, sem við eigum að samþykkja sem efnahagsreddingu, en gæti reynst ávísun á fátækt.
Ummæli ársins voru þið eruð ekki þjóðin" og þetta er engin vitleysa. Ef Evrópudraumur ráðherrans rætist verður þetta einmitt raunin. Ef rýnt er í þær fjölmörgu breytingar sem leiða af Lissabon samningnum má m.a. finna eina örsmá sem lætur lítið yfir sér, en er samt svo lýsandi:
The Euroepean Parliament shall be composed of representatives of the Union's citizens.
Í skýringum: EP shall represent the "citizens" instead of the "peoples"
Nú skal skilgreina þingmenn sem fulltrúa borgaranna" í Evrópuríkinu en ekki þjóðanna" sem mynda það. Þetta er í takt við það sem á undan er gengið, öll umgjörð miðast við að sambandið verði eitt ríki.
Það má því setja þið eruð ekki þjóðin" í evrópskt samhengi. Ef Ísland verður innlimað í Evrópuríkið verðum við ekki þjóð í augum nýju valdhafanna. Í staðinn verðum við borgarar" í Evrópuríkinu; 0,064% af þegnum 18 manna ríkisstjórnar í Brussel. Utanríkisráðherra var ekkert að bulla, bara með hugann við sína ógnvekjandi framtíðarsýn.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Að innlimun í Evrópuríkið þýði að atvinnuleysi sé komið til að vera. Að upptaka evru, eða binding við hana á þessum tímapunkti, sé hættuleg breyting sem gæti fært okkur úr öskunni í eldinn. Þá á svartsýni eftir að verða enn meiri ... og varanleg.
![]() |
Íslendingar aldrei verið svartsýnni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 5.1.2009 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 17:50
Hollráð eða "þið eruð ekki þjóðin"
Evrópumál | Breytt 5.1.2009 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 16:27
Stundum þarf kjark
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)