"Augnabliks geðveiki"

eufishingEr líklegt að Íslendingar gangi í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð? 

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, hefur verið einn ötulasti talsmaður ESB-aðildar undanfarin ár og gaf nýlega út bók um Evrópusambandið. Aðspurður sagði hann að innganga væri hugsanleg ef efnahagsástandið versnaði.

Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei.

Þegar dyggasti talsmaður Samfylkingarinnar í Evrópumálum telur það "augnabliks geðveiki" að ganga í ESB þarf varla að hafa um það fleiri orð. Fréttir af nýjum lögbrotum ESB (sjá hér) eru ekki til að bæta það.

Ég treysti á að Íslendingar haldi sönsum.

 


mbl.is Icesave skemmir Evrópuumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir virðast halda sönsum að mestu miðað við síðustu könnun, sem er algert afhroð. Stuttur í Spuna vill samt meina að þetta sé allt Icesave að kenna og þar af leiðandi sé skoðanakönnunin ómarktæk. Ég vona að hann brjóti á sér hausinn við það að berja honum svona ítrekað við stein.  Hann virðist allavega vera kominn með heilahristing.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 17:42

2 Smámynd:

Ætli endi ekki á því að Össur verði eini Íslendingurinn sem vill ganga í ESB

, 6.11.2009 kl. 22:52

3 identicon

Hvernig væri að sýna smá hjálpsemi og skjóta saman í flutning fyrir Össur og Jóhönnu til ESB landsins, þá geta þau hætt að slíta sér út við að troða þessum óþakklátu og þrjósku íslendingum í báknið

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Að safna fyrir Össur og Jóhönnu er betri hugmynd en að draga íslensku þjóðina yfir velferðarbrú til Brussel. Annars ætti Össur fyrir löngu að vera búinn að víkja sæti. Hann hefur orðið uppvís að trúnaðarbresti gagnvart þinginu, þjóðinni, ríkisstjórninni og utanríkismálanefnd, en situr samt enn. Nýja Ísland hvað?

Að kalla ESB inngöngu "augnabliks geðveiki" er örugglega rétt hjá Eiríki Bergmann. Ég efast um að Jón Gunnar Sigvaldason hefði getað orðað þetta betur.

Haraldur Hansson, 7.11.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú vitnar í Eirík Bergmann! Já það kemur víst fyrir að kjöftugum rati satt orð um munn.

Annars þykir mér athyglisvert herbragð hjá Samfylkingunni að setja ESB sinna úr Sjálfstæðisflokki í samninganefndina! Ætli það heppnist? 

Sigurður Þórðarson, 7.11.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband