"Two men say they are Jesus"

Þegar ég blaðaði í gegnum fréttir frá síðustu viku kom lína úr Dire Straits lagi upp í hugann. Nokkra af betri textum Marks Knopfler er að finna á plötunni Love Over Gold frá árinu 1982 og í einum þeirra kemur fyrir setningin:

     Two men say they're Jesus - one of them must be wrong!

Lagið, sem heitir Industrial Disease, er um kreppu sem þá var í breskum framleiðsluiðnaði. Snjall textinn gæti átt við margt af því sem er að gerast núna. Í það minnsta kom þessi setning upp í huga minn þegar ég las fréttir af tveimur stjórnmálaleiðtogum.


merkel og jóhannaJóhanna Sigurðardóttir var sögð ein af valdamestu konum heimsins. Það felast mikil völd í því að sitja yfir stórasta gjaldþroti í heimi.

Angela Merkel, þykir líka valdamikil kona. Hún stýrir ríkisstjórn Þýskalands, sem er aflvél evrópska hagkerfisins.

Báða þessar konur vinna að sama marki. Að leiða þjóð sína út úr kreppunni. Báðar hafa þær fundið leiðina og kynnt þegnum sínum.

Ríkisstjórn Jóhönnu velur þá leið að hækka skatta og búa til nýja. Svo hart gengur hún fram að sumir gætu hrökklast frá (hér). Ríkisstjórn Merkel velur þá leið að lækka skatta (hér). Svo hart gengur hún fram að auðmenn biðja um að fá að borga meira.

Sama vandamálið. Gerólíkar lausnir. One of them must be wrong?

 


mbl.is Hver einstaklingur skuldar 6,3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enda er þéttvaxinn stubbur með marðarbarta, sem talar eins og að hann sé nýbúinn að borða veislumat, eða á leið að borða veislumat, að biðla um að fá að vera með frú Merkelig á föstu þótt hann sé trúlofaður Silfurskottunni Íslensku. Hann mun víst Heita Stuttur í Spuna og vera afskrifaður barnakennari. Silfurskottan er alveg game með ráðahaginn og segist swinga á báða vængi, svo lengi semhún fái að ráða hvílubrögðunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Skarplega athugað hjá þér, Haraldur.  Þú ert ekki einn um að klóra þér í höfðinu yfir þessu.  Getur verið að megin markmið þessarar stjórnar sé:

  1. að skapa hér "jöfnuð", þ.e. þetta "meinta norræna félagslega velferðarkerfi", sem felur í sér að minnka áhrif erlendra stórfyrirtækja og sjálfsagt ýmsar aðrar nýjungar hér á landi?
  2. að tryggja inngöngu í ESB?
  3. Önnur markmið kæmu þá væntanlega neðar og þar væri væntanlega að leysa úr þeim vanda sem fjármálahrunið skapaði á sínum tíma? 

Varla getur það verið að einhverjir líti jafnvel frekar á fjármálahrunið sem tækifæri til þess að ná pólitískum markmiðum?  Eins manns dauði er annars brauð?

Helgi Kr. Sigmundsson, 6.11.2009 kl. 07:58

3 Smámynd: Offari

Ég vona bara að okkar Jesú hafi rétt fyrir sér, Því það er andskoti hart að leggja mikið á sig án árangurs.

Offari, 6.11.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Offari; frelsararnir tveir í textanum hafa jafn ólíkar hugmyndir og konurnar tvær. Annar vill létta undir með lýðnum og afnema mánudagsmorgna á meðan hinn fer í hungurverkfall og er að fjara út.

Önnur konan vill létta undir með lýðnum og afnema skattbyrðina að hluta á meðan hin boðar að sultarólin skuli hert. Hún er samt eitthvað að bakka með sultinn.

Haraldur Hansson, 6.11.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband