Einangrun innan ESB

"Einangrun eða ESB" segir í fyrirsögn greinar á sem birt var á vef ungra jafnaðarmanna í liðinni viku. (Vekur athygli að móðurskip ungliðanna, samfylkingin.is, er hýst erlendis! Hefur Samfylkingin enga trú á íslenskum fyrirtækjum eða vill hún bara ekki taka þátt í að efla atvinnu.) Í inngangi er velt upp tveimur spurningum, sem sagðar eru hinir "skýru valkostir" og þeirra verði kjósendur að spryja sig áður en gengið er til kosninga.

Vil ég að Ísland loki sig af?

Vil ég að Ísland sé hluti af alþjóðasamfélaginu?


Svar: Ég vil að Ísland sé áfram virkur þátttakandi í samfélagi þjóðanna, en alls ekki að Ísland loki sig af inni í ESB. Sú einangrunarstefna er ekki góð.

Auðvitað veit ég að greinarhöfundur meinti þetta ekki svona, enda ungur jafnaðarmaður. Allir ungir jafnaðarmenn eiga að styðja uppgjafarstefnu Samfylkingarinnar sem gengur út á að byggja "velferðarbrú til Brussel". Þeim ber líka að trúa því að innganga í ESB sé "stefna í peningamálum" og að án inngöngu breytist Ísland í Kúbu norðursins. Það er línan.

ESBSpurningarnar tvær eru byggðar á einni af nokkrum helstu klisjum sem notaðar eru í gagnrýni einangrunarsinna í garð þeirra sem vilja að Ísland standi áfram utan ESB. Hinar varða fullveldið, meintan dauða krónunnar, áhrifaleysi á lagasetningu og fleira. Nýjasta trikkið í hræðsluáróðrinum er að segja "annars verðum við rekin úr EES". Þá eigum við að vera hrædd og halda að við færumst hálfa öld aftur í tímann. Bretar reyndu að kalla fram þessi árhrif 1975 með löndunarbanni í þorskastríðinu. Læt duga að sinni að fjalla um "einangrunina".


Í hverju felst svo einangrunin?

Ísland á aðild að 59 alþjóðlegum stofnunum, sem varða flesta þætti samfélagsins og mannlífsins: Viðskipti, atvinnu, menningu, listir, umhverfismál, mannréttindi, heilbrigðismál, náttúruvernd, öryggismál og fjölda marga málaflokka aðra. Þó Íslendingar taki ákvörðun um að bæta ekki 60. klúbbnum við verður okkur ekki úthýst úr hinum 59. Við verðum áfram í þeim og virkir þátttakendur í samfélagi þjóðanna. Og getum áfram átt full og óhindruð samskipti við stór lönd og smá í öllum heimsálfum.

Ef við hins vegar göngum í ESB breytist þetta, ekki síst á sviði viðskipta.

Núna eru t.d. í gildi fríverslunarsamningar EFTA við Kanada, S-Kóreu og fleiri lönd. Ísland, sem EFTA ríki, á aðild að þeim en þessi lönd eru ekki með samninga við ESB. Að auki á EFTA í viðræðum við nokkur ríki til viðbótar, m.a. Indland og Rússland, auk viðræðna sem Kínverjar stofnuðu til við Ísland um fríverslunarsamning.

Ef Ísland gengur í ESB er okkur ekki lengur leyfilegt að gera frjálsa viðskiptasamninga við önnur ríki þar sem Ísland myndi þar með tilheyra tollabandalagi sambandsins og samningar þess gilda fyrir Ísland. 

Innganga í ESB er ekki tímabundin redding. Hvort skyldi vera betri kostur til framtíðar, þegar endurreisa þarf Ísland, að þurfa að láta öll erindi ganga í gegnum Brussel eða hafa fullt vald til að eiga frjáls samskipti við allan heiminn? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Frábær pistill.  Ég hef einmitt tekið þetta saman líka hér og hér.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir þessa linka Axel Þór. Flott að fá þetta tekið saman í svona yfirlit.

Haraldur Hansson, 20.4.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hérna er líka góð samantekt eftir Hjörleif Guttormsson

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband