Er "þjóðin" svartsýn eða bara borgararnir?

Þó ég tilheyri þeim 67% sem telja að fjárhagurinn verði þrengri á árinu 2009 en því nýliðna er það samt ekki það sem veldur mestri svartsýni. Heldur er það óttinn við að Ísland stígi fyrsta skrefið í átt að inngöngu í ESB. Þetta Mary Poppins trikk, sem við eigum að samþykkja sem efnahagsreddingu, en gæti reynst ávísun á fátækt.

Ummæli ársins voru „þið eruð ekki þjóðin" og þetta er engin vitleysa. Ef Evrópudraumur ráðherrans rætist verður þetta einmitt raunin. Ef rýnt er í þær fjölmörgu breytingar sem leiða af Lissabon samningnum má m.a. finna eina örsmá sem lætur lítið yfir sér, en er samt svo lýsandi:

The Euroepean Parliament shall be composed of representatives of the Union's citizens.
Í skýringum: EP shall represent the "citizens" instead of the "peoples"

Nú skal skilgreina þingmenn sem fulltrúa „borgaranna" í Evrópuríkinu en ekki „þjóðanna" sem mynda það. Þetta er í takt við það sem á undan er gengið, öll umgjörð miðast við að sambandið verði eitt ríki.

Það má því setja „þið eruð ekki þjóðin" í evrópskt samhengi. Ef Ísland verður innlimað í Evrópuríkið verðum við ekki þjóð í augum nýju valdhafanna. Í staðinn verðum við „borgarar" í Evrópuríkinu; 0,064% af þegnum 18 manna ríkisstjórnar í Brussel. Utanríkisráðherra var ekkert að bulla, bara með hugann við sína ógnvekjandi framtíðarsýn.

Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Að innlimun í Evrópuríkið þýði að atvinnuleysi sé komið til að vera. Að upptaka evru, eða binding við hana á þessum tímapunkti, sé hættuleg breyting sem gæti fært okkur úr öskunni í eldinn. Þá á svartsýni eftir að verða enn meiri ... og varanleg.

 


mbl.is Íslendingar aldrei verið svartsýnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vel útskýrt hjá þér Haraldur og þá sérstaklega með að ESB líti þá ekki á okkur sem þjóð heldur sem örlítið hlutfall af þegnum ESB ríkisins. Þessar útskýringar þínar og hugleiðingar eru þær allra bestu sem ég hef séð og er fyllilega sammála þér.

Burkni (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband