Frumvarp til laga um spellvirki gegn íslensku þjóðinni

Nú rennur stóra stundin upp. Í kvöld verða greidd atkvæði um frumvarp til laga um að leyfa Samfylkingunni, með aðstoð Vg, að fremja skelfileg spellvirki gagnvart íslensku þjóðinni.

Það er merkilegt að sjá hversu mörg blogg hafa verið skrifuð um málið þar sem hvergi kemur fram um hvað frumvarpið raunverulega snýst. Menn tala um „að ljúka málinu" sem er aldeilis fráleitt. Því lýkur ekki með því að samþykkja drápsklyfjarnar, þá fyrst hefst IceSave fyrir alvöru.

Aðrir segja „við getum ekki neitað að borga". Málið snýst ekki um það heldur. Ríkisábyrgð vegna IceSave var samþykkt á þingi í lok ágúst, illu heilli. Lögin þar um tóku gildi 3. september.

Hér er smá samantekt til að stytta þeim leið sem kynnu að líta á þessa bloggsíðu og vilja skoða frumvarpið og kynna sér út á hvað það gengur.


Samningarnir og lögin:

Það þarf engan snilling til að sjá að samningarnir tveir, við Breta (hér) og Hollendinga (hér) eru alveg hreint skelfilegir fyrir Ísland. Það er óþarfi að fara nánar út í þá sorgarsögu hér. En í júní lagði fjármálaráðherra fram frumvarp um ríkisábyrgð vegna IceSave, sem var svohljóðandi:

Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu samkvæmt samningum dags. 5. júní 2009 til að standa straum af lágmarksgreiðslum, sbr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Ábyrgðin tekur til höfuðstóls lánanna eins og hvor um sig mun standa að sjö árum liðnum frá undirritun samninganna, 5. júní 2016, auk vaxta af lánsfjárhæðinni, og afmarkast að öðru leyti af ákvæðum samninganna, þ.m.t. um endurskoðun þeirra. Fjármálaráðherra setur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta frekari skilyrði vegna ábyrgðarinnar einkum varðandi eftirlit með fjárhag hans og endurheimtu eigna úr búi Landsbanka Íslands.

Þetta er ein lagagrein auk gildistökuákvæða. Engir fyrirvarar og engar varnir. Þetta frumvarp átti að verða að lögum með hraði og helst án þess að þingmenn fengju að kynna sér samningana fyrst. Ekki þarf að taka fram að hver einasti krati í Samfylkingunni var tilbúinn til að segja já strax. Þeir þurftu ekki að hugsa sig um.

Sem betur fer tókst að stöðva þessa atburðarrás og í lok ágúst samþykkti Alþingi lög, eftir mikla vinnu. Þau lög töldu níu greinar (hér), en innihald greinanna er sem hér segir:

  1. grein:   Ríkisábyrgð á Icesave-lánasamningum.
  2. grein:   Forsendur fyrir veitingu ríkisábyrgðar.
  3. grein:   Efnahagsleg viðmið.
  4. grein:   Lagaleg viðmið.
  5. grein:   Endurskoðun lánasamninganna.
  6. grein:   Eftirlit Alþingis.
  7. grein:   Skilmálar ríkisábyrgðar.
  8. grein:   Endurheimtur á innstæðum.
  9. grein:   Gildistaka.

Þetta eru sem sagt lögin frá því í sumar, nr. 96/2009, sem eru í gildi. Nýja frumvarpið gengur út á að breyta þeim til hins verra.


Nýja frumvarpið

Það frumvarp sem nú er þjarkað um (hér) verður borið undir atkvæði í kvöld. Samkvæmt því skal fella niður bæði 3. grein og 4. grein laganna, þó þannig að tvær málsgreinar um efnahagsleg viðmið eru færðar til og fá að halda sér. Grein um lagaleg viðmið er felld brott. Einnig er 2. greininni breytt þannig að ákvæði um forsendur hverfa út en tvær málsgreinar um lagalega stöðu koma í staðinn.

Fjármálaráðherra mælti fyrir þessu frumvarpi 19. október, tæpum sjö vikum eftir að lög 96/2009 tóku gildi. Það tók Gordon Brown ekki langan tíma að taka íslenska krata á taugum. Hann vissi að þeir myndu bretta upp ermar og fara í stríð gegn íslensku þjóðinni. Kratar gera hvað sem er til að komast í Evrópuríkið.

Verði þetta nýja frumvarp að lögum eykur það hættuna á að hér skelli á efnahagsleg ísöld af fullum þunga þegar sjö ára svikalogni lýkur. Kannski fyrr. Varnir Íslands eru veiktar. Það getur líka leitt til greiðsluþrots þjóðarinnar.

Það er sorglegt að horfa upp á að Samfylkingin komist upp með það að fremja slík spellvirki gegn þjóðinni, bara vegna ESB draumsins. Þeir líta á IceSave sem aðgöngumiða að Evrópuríkinu. Enn verra er ef Vinstri grænir veita þessum ófögnuði brautargengi. Þó þeim kunni að finnast það göfugt verkefni að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum eru takmörk fyrir því hversu miklu má fórna.

Það er jú þjóðin sem borgar brúsann ... ef hún getur.

 


mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skora á þig að skoða nýjustu bloggfærslu Láru Hönnu og smella á linkinn hjá henni og skoða ræðu Bjarna Ben. 28. nov. 2008 um ICESAVE.

Mjög fróðleg ræða.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið Svavar.

Það hafa margir tekið hraustlegan snúning í IceSave málinu, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Steingrímur J Sigfússon. En ég sé samt ekki hvað hvað rúmlega ársgömul ræða Bjarna kemur þessu frumvarpi við.

Þetta er frumvarp um breytingar á lögum sem samþykkt voru á alþingi 28. ágúst 2009 og tóku gildi 3. september.

Haraldur Hansson, 30.12.2009 kl. 21:30

3 identicon

Þakka svarið Haraldur.

Tek undir með svari þínu.

Þetta sýnir þó að hvaða ríkisstjórn sem er hefði gert það sama og núverandi gerir. Jafnvel ríkisstjórn Bjarna Ben.

m.b.k.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 21:41

4 identicon

Sérlega dapurlegt þegar bloggarar á borð við Láru Hönnu og Egil Helgason telja sig vera einhverskonar þjóðfélagsrýna en eru bara í raun og veru leigupennar Samfylkingarinnar svipað og Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson voru Baugspennar og vörðu hagsmuni Jóns Ásgeirs í miðlunum hans. Auðvitað eru þarna á ferðinni algjörir ómerkingar þegar kemur að fréttaflutningi, enda tekur enginn hugsandi maður mark á þessu fólki, frekar en fréttum hjá RUV.

Samfylkingin hefur núna rekið rýtinginn í bakið á þjóðinni með stuðningi VG að undanskildum Lilju Mósesdóttur og Ögmundi Jónassyni. Ásmundur og Guðfríður Lilja og Atli sviku í rauninni sannfæringu sína og þar með þjóðina.

Í mínum huga er Ásmundur með þessum gjörningi sínum að samþykkja kúgun breta og hollendinga á íslendingum. Þessi afglöp hann gera hann algjörlega ótrúverðugan sem fulltrúi okkar andstæðinga evrópu-fasistaríkisins og í raun óhæfan.

Þráinn Berthelsson er sérkapítuli útaf fyrir sig, í þessu stóralvarlega máli kýs hann að gera grín af þjóðinni Samfylkingarfénaðnum til skemmtunar. Sannarlega sorgardagur í sögu þjóðarinnar og ESB-liðið fagnar ósigri og´auðmýkingu íslendinga um ókomna framtíð og talar um að MÁLINU SÉ LOKIÐ!!!! Þetta hyski virðist halda að vextirnir 100 milljónir á dag svo ekki sé talað um afborganirnar séu eitthvað sem sé lokið?????  Það hlýtur að vera einhverskonar þroskaannmarki í rökhyggju og stærðfræðikunnáttu Samfylkingarfénaðsins annað er bara útilokað.

Ég stend við mínar fyrri fullyrðingar að Forseti Samfylkingarinnar mun svíkja þjóðina og smaþykkja þrælalögin þrátt fyrir að vel á fimmmtatug þúsunda íslendinga hafi skorað á hann að hafna þessari þjóðaránauð. Skömmin verður hans og hinna 33 landráðamannanna á Alþingi.  Sannarlega sorg og svívirða!!!

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Svavar: Ekki treysti ég mér til að alhæfa í viðtengingarhætti um alla 63 þingmenn þjóðarinnar út frá kúvendingu tveggja. Bendi þér á að Ögmundur Jónasson sagði af sér ráðherraembætti vegna IceSave og greiddi atkvæði gegn þessu skelfilega uppgjafarfrumvarpi. Ég dreg í efa að hann sé eini staðfasti maðurinn á þingi.

Þórir: Þetta er snjöll samlíking hjá þér "ESB-liðið fagnar ósigri og auðmýkt Íslendinga" enda löngu ljóst að hjá Samfylkingunni snérist IceSave um ESB umsóknina eingöngu. Þannig er einmitt fjallað um málið í breskum fjölmiðlum í dag. Sjáum til að bóndinn á Bessastöðum gerir, en ég óttast að hann muni bregðast þjóðinni.

Haraldur Hansson, 31.12.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband