Þar sem ekki verður ákveðið um formlegt upphaf aðlögunarviðræðna fyrr en í mars, ættu Íslendingar að nýta tímann til að undirbúa markmið sín og skilyrði. Sérstaklega í útgerð og fiskvinnslu. Enn hafa stjórnvöld ekki birt nein samningsmarkmið.
Ef Ísland gerist aðili að ESB er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að Íslendingar geti staðið alfarið fyrir utan sjávarútvegsstefnu ESB til frambúðar ...
Þannig hefst þriðja og síðasta greinin sem Úlfar Hauksson skrifaði í Fréttablaðið í liðinni viku og hægt er að lesa (hér #1), (hér #2) og (hér #3). Neðanmáls kemur fram að Úlfar gaf út bókin "Gert út frá Brussel?" árið 2002, sem greinar hans nú eru m.a. byggðar á.
Óhætt er að ganga út frá því sem vísu að í aðildarviðræðum komi fram krafa af hálfu einstakra ESB ríkja um aflahlutdeild á Íslandsmiðum.
Þetta segir höfundurinn í framhaldi af fullyrðingu um að "reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil ef nokkur breyting yrði á úthlutun veiðiheimilda í íslenskri lögsögu". Þessi regla er síður en svo trygg, sbr. Grænbók ESB um sjávarútveg sem út kom 22. apríl 2009. Hún tryggir því ekkert. Þetta átti e.t.v. við þegar höfundurinn skrifaði bók fyrir sjö árum en gerir það ekki lengur.
Að öðru leyti er engin ástæða til að ætla að sókn ESB-þjóða á Íslandsmið myndi aukast sem nokkru nemi frá því sem nú er nema ef til kæmi gagnkvæmur réttur Íslendinga í lögsögu ESB
Að því gefnu að Ísland fái ekki undanþágu ... er engin ástæða til að ætla að önnur sjónarmið en Íslendinga yrðu ráðandi ... þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni.
Þá spyr maður: Hvað þýðir "sem nokkru nemi" í þessu samhengi og hvað eru "verulegir hagsmunir"?
Til hvers að færa formlegt ákvörðunarvald til Brussel ef það skiptir ESB engu máli? Það verður að halda því á Íslandi til frambúðar. Það er eina örugga tryggingin. Þess vegna á það að vera ófrávíkjanlegt grundvallarskilyrði í viðræðunum að Íslandsmið heyri alfarið undir íslenska stjórn en sé Brussel óviðkomandi. Ekki tímabundið heldur til allrar framtíðar. Greinar Úlfars skjóta sterkum stoðum undir þá kröfu.
Takist ekki að ná fram varanlegri undanþágu frá Brusselvaldinu yfir íslenskri fiskveiðilögsögu, verða Íslendingar að segja NEI við aðild. Alveg skilyrðislaust.
Takist það hins vegar, verða Íslendingar að segja NEI við aðild. Alveg skilyrðislaust (nema menn vilji kjósa undan sér lýðræðið, til frambúðar). Þetta snýst nefnilega ekki bara um fiskinn heldur enn frekar um lýðræðið og fjarlægt vald, sem á endanum verður alltaf til tjóns.
Ákvörðunar að vænta í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er með fiskveiðisamning í gildi við íslendinga. Þessi samningur gerir ESB ríkjunum að veiða úr ákveðnum fiskistofnum hérna við land. Að sama skapi þá geta íslensk fiskiskip veitt í lögsögu ESB ríkjanna ákveðna fiskistofna.
Fyrir utan þetta þá hafa ESB ríkin og íslendingar verið að veiða úr ákveðnum sameiginlegum fiskistofnum. Við inngöngu í ESB þá mundi það einfaldlega þýða að fiskveiðireynsla sem þar hefur áunnuist mundi flytjast yfir í kvótaúthlutninina sem Sjávarútvegsráðherrar ESB ríkjanna semja um á hverju ári. Þetta mundi þá eingöngu ná til þeirra fiskveiðistofna sem núna er verið að veiða úr. Þetta mundi ekki ná til þeirra fiskveiðistofna sem ESB ríkin hafa ekki verið að veiða úr.
Fullyrðing þín hérn aer því að mestu leiti röng, enda byggð á röngum forsendum sem hafa ekkert með raunveruleikan að gera. Mér sýnast fullyrðingar Úlfars einnig byggðar á röngum forsendum, allavegna að hluta til.
Hægt er að skoða fiskveiðisamning ESB og Íslands hérna.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:33
Takk fyrir innlitið Jón Frímann.
Ef þú lest greinar Úlfars sérðu að hann er hlynntur því að Ísland verði hluti af Evrópuríkinu. Hann er bæði vélstjóri og stjórnmálafræðingur.
Á vef Evrópusamtakanna er honum hampað og sagður "einn helsti sérfræðingur Íslands um sjávarútvegsstefnu ESB".
Hér er því ekki verið að vitna í ESB-andstæðing, síður en svo. Ólíkt mörgum ESB sinnum leggur Úlfar sig fram um að greina frá hlutunum eins og þeir eru en draga ekki upp glansmynd. Þetta er útkoman.
Haraldur Hansson, 7.12.2009 kl. 20:53
Úlfar er fyrrum formaður Evrópusamtakanna.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 07:34
Heyr, heyr.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.