1.875 ESB-vottorð um fisk!

Þetta segir m.a. í frétt á vísi.is og í Fréttablaðinu í dag (hér). 

Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1.875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi.

Í gær setti ég til gamans færslu með texta úr bíómyndinni The Hitchhiker's Guide to the Galaxy þar sem Vógonum er lýst sem mestu möppudýrum vetrarbrautarinnar. Mér sýnist möppudýrin í Brussel vilja veita þeim keppni.

Það er ekki bara að nú skuli skila fiskvottorðum í kílóavís.

möppurdýrÍ Fréttablaðinu er í dag greint frá aðvörun Evrópusambandsins um jólaseríur, sem líka var greint frá í EU Observer fyrir helgina (hér). Hér á landi hefur Brunamálastofnun séð um þessi mál og Neytendastofa er líka með sérstakt öryggissvið sem kannar raftæki af öllu tagi.

Það er vissulega gott að hafa reglur um neytendavernd. En þegar yfirþjóðleg stjórn lætur sér ekki nægja að setja reglur heldur hefur menn í vinnu við það í 18 mánuði að skoða jólaseríur, þá spyr maður sig hve langt vald- og verksvið möppudýranna teygir sig.


Og ef þetta er ekki nóg mæli ég með að menn kynni sér hinar ýtarlegu jarðaberjareglur ESB (hér). Samkvæmt þeim verða jarðarber að vera a.m.k. 18 mm að breidd, lykta rétt og ekki má gleyma að "the strawberries must have been carefully picked"!

Já, Vógonarnir hafa eignast skæða keppinauta.


mbl.is Síldin skilar 15 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert spaugsamur hehe. En vottun og gæðaeftirliti hér á landi er ábatasamt þótt öllu megi ofgera. Er það til dæmis forsvaranlegt að hér sé selt hrásalat sem má standa í kæliborði verslunar í 14 daga?  Eða brauð sem má standa í hillum í 5 daga?  Hvað með tilbúna fiskrétti sem seldir eru hér?  Ég hef oft og mörgum sinnum keypt forsteiktar fiskbollur sem fóru beint í ruslatunnuna vegna þess að lykt og bragð var af skemmdu hráefni. Og ég hef áratuga reynslu af meðhöndlun fisks svo ég veit hvenær fiskur er skemmdur og hvenær hann er nýr.  Við skulum bara viðurkenna að við erum skussar og okkur veitir ekki af reglum ESB til að aga okkur

Kveðjur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið Jóhannes

Neytendavernd er af hinu góða en öllu má nú ofgera. 1.875 vottorð fyrir 5 tonn af fiski! Sjáðu jarðarberjareglurnar, þær eru lengri en allur kaflinn um vinnslu og sölu búvara í íslensku búvörulögunum. Samt eru þetta bara jarðarber.

Þeir í Brussel veita Vógonunum harða keppni í möppudýraskap.

Haraldur Hansson, 7.12.2009 kl. 18:58

3 identicon

Stasi safnaði gífurlegu magni af pappírum sem geymdu upplýsingar um tugþúsundir fólks sem þeir höfðu upplýsingar um og líka þá sem þeir höfðu njósnað um. Aðalsamningamaður Íslands um Icesave var Svavar Gestsson sem var á mála hjá Stasi. Ef marka má skrif Hjörleifs Guttormssonar og Eysteins Þorvaldssonar sem líka voru einskonar Djeimsbondar hjá Stasi var markmið Stasi njósnaranna að stuðla að kommúnískri byltingu og voru þeir þjálfaðir  af Austur-þjóðverjunum til að úthella blóði samborgara sinna ef með þurfti og kollvarpa Þjóðfélagsskipaninni. Þótt Stasi-skjölum Svavars hafi verið eytt sennilega að hans beiðni enda gengdi hann ráðherraembætti þegar skjölin hurfu er nokkuð ljóst að markmiðið var að reka rýtinginn í bakið á íslendingum og innleiða sovétið í öllum sínum hryllingi.  Svavar Gestsson kom hér glottandi með Ice-save nauðungarsamningin enda búinn að skipta um lið og kominn í þjónustu fasistaríkisins Evrópu og taldi sig hafa unnið gott og gagnlegt verk. Þegar Haraldur talar hér um möppudýrin hjá evrópusambandinu sem skipta tugþúsundum og þvílikan frumskóg af tilskipunum og reglugerðum að í rauninni veit engin hvaða reglur eru í raun og veru í gildi, enda hefur ítalska mafían meira uppúr því að svindla á evrópusambandinu en á eiturlyfjasölu sinni vegna þess hversu lélegt og óstarfhæft regluverk sambandsins er. í Huga manns birtast þá myndir af skjalasafni Stasi sem  að stærstum hluta geymdi upplýsingar um ekki neitt. Evrópusinnar eru í rauninni hlægilegir kjánar sem hafa trú á því að með því að sameinast andvana fæddum risa sé hag íslands borgið. Ímyndið ykkur hversu skilvirkur Evrópuherinn verður undir stjórn sem enginn veit hvernig virkar og enginn ræður. Hver er eiginlega þessi Belgíski nobody sem á að vera núna galdrakarlinn í OZ? Hann mun væntanlega gefa út tilskipanir sem þjóna hagsmunum Þjóðverja Breta og Frakka sem öllu stjórna þarna og önnur ríki hafa ekkert um það að segja enda er atkvæðavægi þeirra minna en ekki neitt. Talandi um leikhús fáránleikans og fréttafalsanirnar í Silfri-Egils

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband