2.12.2009 | 12:58
Þingmaður gerist sandkassabloggari ... á einu augabragði
Sorglega oft sér maður upphrópanir sem eiga lítið skylt við málefnalega umræðu. Það er m.a. áberandi í ESB umræðunni undanfarna mánuði. Menn sem eru á öndverðum meiði kalla hverjir aðra illum nöfnum og hafa upp ásakanir af ýmsum toga. Gerast menn sekir um slíkt í herbúðum beggja.
Við, sem erum á móti því að Ísland verði hluti af Evrópuríkinu, erum iðulega kölluð einangrunarsinnar eða þröngsýnir og sjálfumglaðir þjóðrembingsmenn og oft sögð ganga erinda fyrir einhverjar tilteknar klíkur.
Sigmundur Ernir Rúnarsson heitir maður og er þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefur ort ljóð, ritað bækur, lesið sjónvarpsfréttir og stjórnað eigin þáttum. Nýjasta þátt sinn kynnti hann með upphrópunum sandkassabloggarans. Hér eru dæmi úr fádæma hallærislegri færslu hans.
Afdalasinnaðir einangrunarsinnar mega eiga sín sérhagsmunarök og sosum tími kominn til að þeir finni til tevatnsins.
Ekkert verkefni er mikilvægara nú um stundir í stjórnmálum en að tengja Ísland umheiminum.
Að fletta ofan af lygavef afdalamennskunnar um ESB-hætturnar.
Ég ætla að byrja lokaorrustuna með Eiríki Bergmann ... og afhjúpa helstu rökleysur afdalasinna.
Það er lítið við því að segja að óbreyttir í hópi bloggara stundi upphrópanir. En þegar þingmaður fer í sandkassaleik gegnir öðru máli. Maður sem hefur boðið sig fram og verið kjörinn til að sitja á löggjafarsamkomu þjóðarinnar á að gera meiri kröfur til sjálfs sín en þetta.
Og nú ætlar þingmaðurinn Sigmundur Ernir að láta menn finna til tevatnsins"; þ.e. ná sér niðri á þeim sem ekki eru á sama máli. Fyrir hvað þarf Sigmundur Ernir að hefna?
Sá sem býður upp á umfjöllun undir þessum formerkjum gengisfellir sjálfan sig í allri umræðu um málið. Jafnvel þótt hann sér þingmaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Haraldur, ég held að margir geti skrifað undir gagnrýni þína á Sigmund Erni, enda skolaði honum á þing sem hverju öðru fúaspreki í því pólitíska gjörningaveðri sem reið yfir landið síðasta vetur. Ég spái því að hann verði meðhöndlaður sem slíkur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2009 kl. 13:22
SER hefur í gegn um tíðina átt afar óheppilegar innkomur hér og þar. Dálítið gefinn fyrir drama í öllu sem hann snertir og nú er ESB umræðan greinilega nýjasta æðið. Vonum að hann átti sig á að þeir sem eru ekki á sama máli og hann eru ekki persónulegir óvinir hans eða óæðri manneskjur.
, 2.12.2009 kl. 14:16
Það sígur nú í mann við að sjá svona upphrópanir, enda kallinn kannski ekki alveg í þeirri stöðu (eftir rauðvíns/minnisleysis -ræðuna góðu) að vera með einhvern kjaft og nánast nota orðið "untermensch" sem gæti jú heitið "afdalabúi" í hans túlkun.
Rifjast nú upp fyrir mér (í illkvittnislegri bræði) þegar Sigmundur átti hugsanlega sína verstu stund sem þáttastjórnandi. Það var á níunda áratugnum svona rúmlega miðjum, og viðmælendur hans voru Skriðjöklarnir, það ágætis norðlenzka band.
Þeir báðu um að fara með frumsamið ljóð um hann, sem hann játti.
"Ljóðið" var svona:
Sigmundur
Hver sagaði þig í sundur
Sigmundur
Meig nokkuð á þig hundur
Og svipurinn á honum var alveg eins og á myndinni hérna efst.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:42
Þessi bloggfærsla Sigmundar er vissulega í sandkassaflokki, og það frekar af lakari gerðinni. En gæti ekki verið að Sigmundur ætti sér ákveðnar máls bætur?
Er ekki hugsanlegt t.d. að hann hafi ritað færsluna nýbúinn að fá sér borðvín, með mat?
Hólmgeir Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 18:13
Sæll
Mikið er ég sammála þér.
Þvílíkur dónaskapur sem þessi nýji þingmaður Samfylkingar sýnir meirihluta þjóðarinnar.
Maður sem hefur vanvirt þjóð og þing með því að voga sér að stíga dauðadrukkinn í ræðustól Alþingis til að fjalla um Icesafe málið, alvarlegasta mál Íslandssögunnar.
Þessi maður er er í vinnu hjá mér og ég leyfi mér hér og nú að segja honum upp.
Kv.
Kv.
AM (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 18:23
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Sandkassablogg er þingmanni ekki sæmandi, hvar í flokki sem hann stendur. Gildir þá einu hvaða mál er bloggað um, eða á hvaða tíma sólarhringsins, ef út í það er farið.
Ég hef ekki séð annað til Sigmundar Ernis á þingi en ræðuna frægu. Það var ekki gæfuleg byrjun og bloggið er ekki til að bæta það. Að öðru leyti þekki ég ekki til pólitískra starfa hans .... en vísa Skriðjökla er góð!
Haraldur Hansson, 2.12.2009 kl. 18:48
Skál fyrir Sigmundi Erni! Hin nýja herraþjóð Samfylkingaruppskafninga er að ná nýjum víddum í forheimsku og hroka. Það vantar bara að hirðfífl Samfylkingarinnar Steingrímur J. skemmti skrattanum.
Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 21:56
Svo notaði hann í fyrsta orði fáránlega málvillu
– í frægri jómfrúrræðu á Alþingi – og hamraði ítrekað á henni!
Í nótt lýsti hann frati sínu á þingræður liðinnar viku, sem hann er þó alls ekki fær um að bera vitni um, enda hefur hann skrópað þar drjúgt eins og aðrir í sama flokki.
Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 04:14
Sæll Haraldur, mikið er ég þér sammála. Það er ekki pólitíkusum til upphefðar að gera lítið úr andstæðingum sínum á þann hátt sem SER gerir. Því miður hefur framkoma hans orðið honum til minnkunar.
Ég vona, hans vegna og þjóðarinnar allrar vegna að hann og aðrir í SF fari að snúa sér að því sem getur orðið þjóðinni til bjargar, þ.e. að standa með þjóðinni en koma ekki í gegn henni eins og stjórnarflokkarnir hafa gert síðasta misserið og rúmlega það.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.12.2009 kl. 09:26
Þeir sem vilja ganga 8% mannkyns á hönd vilja kalla okkur hin, sem viljum tilheyra eftirstandandi 92%, einangrunarsinna. Kunna menn annan betri?
Ólafur Als, 3.12.2009 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.