30.11.2009 | 16:51
Hið ljóta ljóta leyndarmál
Hvað er það sem við fáum ekki að vita um IceSave? Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að það sé eitthvað í þessu máli sem þjóðin fær ekki að vita um. Eitthvert ljótt leyndarmál.
Fyrir fjórum vikum skrifaði ég þessa athugasemd:
Hvert leyndarmálið er veit ég ekki. Kannski það sama og fékk Steingrím til að taka U-beygju í IceSave og AGS, þó það hafi ekki dugað til að snúa Ögmundi. En þarna eru greinilega upplýsingar sem við óbreyttir kjósendur höfum ekki aðgang að.
Stundum þurfa tiltekin gögn að vera trúnaðarmál. Hér er hins vegar gefið í skyn að eitthvað stórt búi að baki þvingaðri afstöðu ráðherra þessu stórmáli. Eitthvað sem mun hafa áhrif á velferð allrar þjóðarinnar.
Kannski er til einhver "skynsamleg" skýring á því hvers vegna Steingrímur Joð snérist á einu augabragði í AGS og IceSave. Á einu augabragði. Einarður stuðningur Samfylkingarinnar hefur hins vegar ekkert með skynsemi að gera, heldur drauminn um að ryðja úr vegi hindrunum á velferðabrúnni til Brussel.
Það er tæplaga ásættanlegt ef ráðherra stígur í ræðustól á Alþingi og fer með hálfkveðnar vísur. Gefur í skyn að okkur standi ógn af einhverju sem enginn má vita hvað er. Nú þarf Steingrímur að útskýra málið.
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Athugasemdir
Vandi Steingríms J. er að fáir trúa honum eftir að hann reyndi að koma upphaflega samningnum í gegnum þingið m.a. án þess að leggja samninginn fyrir - enda áttu viðsemjendur okkar að krefjast trúnaðar.
Páll Vilhjálmsson, 30.11.2009 kl. 17:14
Haraldur Baldursson, 30.11.2009 kl. 19:29
Já Steingrímur nú eða aldrei það er ekki hægt að bera traust til svona manna því miður.
Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 23:04
Ég get skúbbað því fyrir þig um hvað þetta snýst.
Birgittu Jónsdóttur ofbauð spuninn og hræðsluáróðurinn og braut þagnareið í athugasemd á Eyjunni áðan. Svona er sú athugasemd:
“Ég hef útskýrt mjög rækilega fyrir forustumönnum stjórnarandstöðunnar hvaða ástæður liggja þar að baki, sem eru sumar þess eðlis að það er hæpið að fara með þær hér í ræðustól á Alþingi. Þetta vita forustumenn stjórnarandstöðunnar vel. Hvað í húfi er,” sagði Steingrímur.
Ég sat á þessum fundi og fullyrði að það var ekki neitt sem kom fram á þessum fundi sem réttlætir það að ala á ótta og tortryggni eins og SJS gerði í dag. Það mun fara fyrir honum eins og drengnum sem hrópaði “úlfur, úlfur”.
Ef Moodies og AGS eru háskalegur úlfur þá held ég að þjóðin þurfi ekkert að óttast.. Það er það eina sem hann gerði okkur rækilega grein fyrir. Breski sjóherinn er EKKI á leiðinni til landsins né sá hollenski. AGS neitar staðfastlega að Icesave hafi eitthvað að gera með sitt mat á stöðunni hér og áframhaldandi lánaveitingar.
Finnst þetta svo ljótur leikur hjá SJS að ég sé mig knúin til að tjá mig - fæ efalaust skömm í hattinn frá honum en það verður bara að hafa það.
Það var þá ekki annað. Matskrifstofa í eigu bankanna á Wallstreet, Moodies, hefur tekið völdin í landinu? Er bara enn verið að reyna að selja okkur þennan fáránleika?? Er maðurinn hálfviti?
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.