20.11.2009 | 00:42
Lítt þekktir leiðtogar
Þegar breska barónessan Catherine Ashton var skipuð viðskiptaráðherra ESB í október í fyrra töluðu sumir Evrópuþingmenn um það sem "móðgun við Evrópuþingið" að skipa einstakling sem hafði enga reynslu af viðskiptamálum.
Í Bretlandi lýstu menn furðu sinni á því að lítt þekkt kona, sem aldrei hefur verið kosin af neinum, skyldi vera skipuð í stöðuna. Breska þingið fékk ekki að fjalla um skipan hennar, en Ashton er þó sögð hafa staðið sig prýðilega í starfi, þótt nýliði sé.
Gordon Brown þurfti, að ósk Barrosos, að tilnefna konu í starfið, þegar Peter Mandelson fékk að snúa aftur heim til Bretlands í fyrra. Hann var þá búinn að afplána fjögurra ára útlegð í Brussel. Þangað fór hann eftir að hafa neyðst til að segja af sér embætti í annað sinn (hér) og settist beint í ráðherrastól.
Eftir að Herman Van Rompuy, forsætisráðherra Belgíu, var valinn í hið nýja embætti forseta Ráðherraráðsins, þurfti að gæta jafnvægis. Hann er hægrisinnaður karl frá litlu ríki. Það þurfti því vinstri sinnaða konu frá stóru ríki í hitt nýja valdaembættið. Barónessan breska varð fyrir valinu, þrátt fyrir að hafa enga reynslu af utanríkismálum. Þar vó þungt að gæta þurfti að kynjahlutföllum.
Núna, eftir ársdvöl í Brussel, er Ashton barónessa að taka við einu af valdamestu embættum í Evrópu, sem verður til 1. desember þegar Evrópuríkið verður formlega stofnað. Þar mun hún starfa í friði fyrir kjósendum, í anda "lýðræðisins" sem praktíserað er í Brussel.
Þetta er vissulega forvitnileg byrjun í hinu nýja Evrópuríki, að skipa tvo lítt þekkta einstaklinga í tvö ný og mjög valdamikil embætti. Varla þarf að taka fram að það var handvalið í bæði embættin fyrir luktum dyrum.
Van Rompuy fyrsti forseti ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stóru ríkin finna lægsta samnefnarann. Hvorki framkvæmdastjórnin né Þýskaland eða Frakkland vildu þungaviktarpólitíkusa í þessi nýju embætti.
Páll Vilhjálmsson, 20.11.2009 kl. 09:08
Ef þungavigtarmenn hefðu verið skipaðir í embættin tcö hefði það verið staðfesting á að um valdamikil embætti væri að ræða. Evrópusambandinu er mikið í mun að telja fólki trú um hið gagnstæða til þess að fela hversu mikil breyting er að eiga sér stað. Þess utan voru menn að brenna inni á tíma, það eru aðeins tíu dagar þar til Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálinn) tekur gildi sem býr formlega til þessi embætti. Þrátefli hefur staðið um það hverjir ættu að skipa þau hefur staðið í nokkrar vikur á milli leiðtoga helztu ríkja sambandsins. Þannig að ákveðið var að sættast á eins konar lægstu samnefnara eins og Páll segir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 20.11.2009 kl. 09:44
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Stórlax í forsetastóli hefði skyggt á Barroso, Sarkozy og Berlusconi, sem þeim hefði ekki líkað vel. En þótt un-knowns hafi verið sett í stólana núna verður það ekki svo til allrar framtíðar. Með þessu móti verður breytingin á eðli sambandsins ekki eins augljóst strax í byrjun. Evrópuríkið er samt staðreynd.
Haraldur Hansson, 20.11.2009 kl. 17:25
Ætli það verði bara bókstaflega lénsveldið sem tekur við? Ég hafði það frekar á tilfinningunni að 'lénsherrarnir' yrðu foringjar stóru alþjóðlegu auðhringanna, en kannski verður það bara nakið lénskerfi að fyrirmynd miðalda, 5/95 skiptingin, 5 aðall og forréttindafólk, 95% þrælar.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.