Skattarnir: Önnur tekjuöflun

Í síðasta liðnum í tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum er liður sem heitir "Önnur tekjuöflun". Þar er greint frá nýjungum og breytingum í fimm liðum.

  1. Hækkun tryggingagjalds
  2. Tekjur af útgreiðslu séreignarsparnaðar
  3. Frekari breytingar á tekjusköttum
  4. Ýmsar aukatekjur ríkissjóðs
  5. Auðlegðarskattur

Þessir liðir eiga að gefa samtals um 22,5 milljarða á næsta ári. Sé það sett í samhengi við fréttir dagsins er það jafnhá upphæð og þarf að greiða í vexti af IceSave í sjö og hálfan mánuð. Til viðbótar fá sveitarfélögin 2,5 milljarða í sinn hlut vegna útsvarstekna af útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Mest af þessu fer til Tryggingastofnunar og Atvinnuleysistryggingasjóðs, en upphæðirnar undirstrika vel hversu gífurlegar klyfjar það verða fyrir þjóðina að taka á sig umdeildar IceSave-skuldir, verði það niðurstaðan.

 


mbl.is Hægt að sækja um að hluti tekna fari í lægra skattþrep
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver heilvita maður sér að íslendingar munu ALDREI geta staðið undir icesave skuldunum. Þetta veit Samfylkingin mjög vel. Eiríkur Bergmann evrópuáróðursmaður sagði að ef skuldirnar væru nógu miklar og erfiðleikarnir óyfirstíganlegir myndu íslendingar sennilega samþykkja evrópu-aðild.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar nýir aðilar taka völdin hér á landi, eftir að þjóðin hefur áttað sig og neitar að kjósa þessa Icesave-flokka lengur, þá verður sennilega svo illa komið, að grípa þurfi til örþrifaúrræða: að neita að greiða nánast öllum lánardrottnum okkar erlendis. Áður en það gerist, eigum við að koma gjaldeyris- og gullforða okkar í örugga höfn hér heima.

Jón Valur Jensson, 18.11.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Þórir; Eiríkur Bergmann orðaði það svo að ef efnahagsástandið versnaði gætu Íslendingar ekki "sennilega" heldur í "augnabliks geðveiki" sagt já við aðild.

Jón Valur: Jafnvel þótt hver einasta króna af IceSave fengist greidd af eignum Landsbankans ber "skuldin" vexti sem eru hærri en samanlagður tekjuskattur allra fyrirtækja á Íslandi. Ég sé ekki hvernig það getur gengið upp.

Er sammála ykkur báðum með að það sé vonlaust að standa undir þessu. Hvað varð annars um 200 milljón pundin sem Jakob R Möller fullyrti í "lögfræðiáliti" sínu að myndi lækka höfuðstólinn strax um 20%. Það er að vísu kolvitlaus útreikningur, en ég man ekki eftir fréttum um að þessi fjárhæð hafi skilað sér.

Haraldur Hansson, 19.11.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband