Tekjur duga ekki fyrir vöxtum

Ríkisstjórnin skoðar nú þá leið að hækka tryggingagjald (hér). Í viðtengdri frétt fara sveitarfélögin fram á að slík hækkun auki ekki á útgjöld þeirra. Árni Páll félagsmálaráðherra talar fyrir auðlindaskatti (hér) en á móti hugmyndum stjórnarinnar um tryggingagjald (hér).

Það síðastnefnda kom fram á ársfundi Vinnumálastofnunar, en þar sagði ráðherrann „mér hugnast ekki hugmyndir um eyrnamerkingu framlaga atvinnulífsins". En hverju getur hann ráðið um það? Í gær var lögð fram álagningarskrá lögaðila og er forvitnilegt að setja "framlög atvinnulífsins" í samhengi við stóru skuldina.

                    Tekjuskattur fyrirtækja         35,0 milljarðar kr.
                    Vextirnir af IceSave               38,4 milljarðar kr.


Þetta er staðreynd sem ekki verður litið framhjá, framlög atvinnulífsins eru þegar eyrnamerkt, þannig séð. Allur tekjuskattur allra fyrirtækja á Íslandi dugir ekki einu sinni fyrir vöxtunum af IceSave. Og Árni Páll vill leggja IceSave klafann á Íslendinga. Og þótt fjármagnstekjuskatti lögaðila sé bætt við þá dugir hann rétt fyrir kaffi og meððí fyrir handrukkarana.


Skattar sem eru eyrnamerktir
Hinn stóri pósturinn í „framlagi atvinnulífsins" er tryggingagjald. Þar er hver einasta króna kyrfilega eyrnamerkt. Mest fer beint til Tryggingastofnunar ríkisins og rest til Ábyrgðasjóðs launa, Atvinnuleysistryggingasjóðs og Útflutningsráðs. Útvarpsgjaldið rennur til RÚV og búnaðargjald fer til búnaðarsambandanna.


Það er til einföld lausn
Það sem Árni Páll getur gert til að minnka eyrnamerkingu skatta er að standa með þjóð sinni og hafna IceSave. Það ætti að vera skylda hans sem ráðherra.

En því miður er Árni Páll í Samfylkingunni og verður að fylgja línu flokksins. Hann má ekki hafna IceSave (hér). Með dugleysi sínu hefur ríkisstjórnin, sem Árni Páll á sæti í, eyrnamerkt framlag atvinnulífsins, algerlega að óþörfu.


Tryggingagjald er ólíkt tekjuskatti að því leyti að sveitarfélögin eru jafnan stærstu greiðendurnir. Hækkun þess kemur þeim því illa. Með því að afgreiða IceSave með sóma mætti komast hjá því að skerða þjónustu og auka útgjöld sveitarfélaganna með þessum hætti.

 


mbl.is Hækkun tryggingagjalds auki ekki útgjöld sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka góða og skilmerkilega grein, Haraldur!

Sveitarfélögin geta ekki við núverandi aðstæður sloppið við, að hækkun tryggingagjalds auki útgjöld þeirra, nema með því móti, að þau skeri sjálf niður í starfsmannahaldi sínu, m.a. (einna fyrst) í fjölda ungra sumarvinnumanna. Stórhækkun tryggingagjalds er ætlað að bjarga atvinnulausum, með því að standa undir bótum til þeirra, en þegar afleiðing hækkunarinnar verður sú i reynd að fjölga atvinnulausum, þá er kannski verr af stað farið en heima setið.

Og vitaskuld eigum við ekki að borga Icesave! Hvenær ætla ráðamenn að fatta það? Þeir eru reyndar komnir með það inn í nýjasta Icesave-samninginn, að þeir viðurkenni ekki lagalega skyldu okkar til að borga, en þeir ætla samt að knýja sína þinghjörð til þess að láta okkur borga!

Jón Valur Jensson, 31.10.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdina Jón Valur.

Það er hægt að hækka tryggingagjald án þess að auka greiðslubyrði sveitarfélaga, með því að hafa lægri prósentu fyrir þau en aðra launagreiðendur. Það er samt ólíkleg lausn.

Rétt að taka fram að vextina reikna ég af höfuðstól eins og hann var við undirritun nauðungasamningsins 5. júní og á gengi þess dags. Á gengi dagsins í dag eru þeir enn hærri. Samningurinn er hrein og klár bilun, sama hvernig honum er snúið.

Haraldur Hansson, 31.10.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband