Allir Íslendingar vilja evruna

Pressan.is birtir niðurstöður úr könnun sem sýnir að 24% Íslendinga vill ganga í ESB og taka upp evru. Heldur fleiri (26%) vilja óbreytta skipan og halda í krónuna, rúmur fimmtungur gefur svarið "veit ekki" og aðrir vilja taka einhliða upp erlendan gjaldmiðil, ýmist evruna eða einhvern annan.

skífurit_pressunnar

Samkvæmt ESB-aðferð við túlkun svara vilja Íslendingar, allir sem einn, taka upp evruna. Einn Finni heimtar það líka. ESB-aðferðin gengur útá að telja aðeins svör þeirra sem segja já. Þar er aldrei tekið mark á öðrum en þeim sem svara rétt.

Ekki var spurt um inngöngu í ESB í könnuninni. Niðurstöður sýna að allir Íslendingar vilja leggja niður lýðræðið og ganga tafarlaust í sambandið, ef eingöngu er tekið mark á þeim sem segja já (eða neita að svara). Hinir verða spurðir aftur. Og aftur. Og aftur. Og aftur.

Með evrunni væri hægt að leggja niður gjaldeyrisvarnir og losna við gjaldeyrisskort. Það kæmi bara eitthvað annað og verra í staðinn (lausafjárkreppa) en fólk fengi í það minnsta atvinnuleysisbæturnar greiddar í evrum, á meðan þær endast.

 


mbl.is Tímabært að hefja afnám hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Góður, EB & Samspillingin kunna KLÆKJASTJÓRNMÁL, og villandi & blekkjandi framsetning er þeirra "ær & kýr"  Ef EB fær ekki eitthvað í gegn, sbr. t.d. Írland, þá er bara kosið aftur & aftur, þangað til fólk nennir ekki þessu bull & rugli lengur (sbr. Icesave viðræður - allir búnir að fá nóg & gefast upp - vilja snúa sér að öðru, bara mannleg viðbrögð við streytu & leiðindar álagi...lol...:) og segir því JÁ, þó það meini NEI. 

Ég held að 85-95% af þjóðinni vilji NÝJAN gjaldeyri, gjaldeyrir okkar er því miður "örmynt & viðskipta hindrun" enda fáum við næstum engar fjárfestingar ef litið er út fyrir orkugeirann (eina utantekiningin er Össur & Marel) - útlendingar sjá auðvitað engan hag að eiga viðskipti í okkar fábjána samkeppnis umhverfi..!  En þegar við tökum upp t.d. dollar þá losnum við við verðtryggingu, fáum lægri vexti og við fáum erlent fjármagn inn í landið.  Þjóðin vil auðvitað nýjan gjaldmiðil, en því miður er Samspillingin & ASÍ með Gylfa í forystu að reyna að troða okkur inn í EB svo við fáum evrur.  ASÍ & Samspillingin reynir á grófan hátt að neyða 60% af þjóðinni sem ekki vil inn í EB þarna inn því augljóst sé að við þurfum sterkari gjaldeyri.  Fábjána vinnubrögð þessa fólks eiga sér því miður enginn takmörk!  Ránfulginn, Framsókn & Samspillingin hafa valdið þjóðinni ótrúlegu tjóni með siðblindu sinni & lélegri efnahagsstjórn, það hálfa væri nóg!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 26.10.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og tilskrifið Jakob Þór.

Það er nóg framboð af erlendum fjárfestum, sem eftir hrun hafa þegar fjárfest í orkufyrirtæki, MP banka, tryggingarfélagi og hugbúnaðargerð. Fyrir utan uppgjör gömlu bankanna. Samið var um fjármögnun álvers og mikill áhugi á gagnaverum og sjúkrahús/skurðstofa er m.a. fjármagnað erlendis frá.

Svo var það Japaninn sem beið með 126.000 milljónir í ferðatösku og enginn talaði við, hann "gleymdist" á meðan IceSave frumvarpið var til afgreiðslu. Kínverjar skoða ýmsa kosti og tvö íslensk fyrirtæki sem veita erlendum fjárfestum þjónustu hafa ekki undan. Slík er ásóknin. Öllum er þessum mönnum sama um IceSave.

Það er hægt að losna við verðtrygginguna án þess að skipta um gjaldmiðil. Stóra málið er að hætta að verðtryggja lán til íbúðarkaupa með vísitölu sem mælir neysluverð. Ætla að koma með bloggfærslu um það síðar.

Haraldur Hansson, 26.10.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Haraldur, eftir að gjaldmiðil okkar hrundi um 50-100% þá lækka auðvitað íslensk fyrirtæki stórkostlega í verði, auk þess sem hrunið gerir það að verkum að fjöldi fyrirtækja ræður ekki við stöðuna, auðvitað koma þá erlendir fjárfestar og lýsa yfir áhuga á að kaupa upp fyrirtækin á tómbóluprís í ljósi þess að eftir ca. 3-5 ár þá verður gjaldmiðilinn okkar hugsanlega búinn að ná sér.  Í mínum huga er frekar augljóst að EF við hefðum hér t.d. dollar þá væru miklu fleiri útlendingar tilbúnir að fjárfesta hérlendis, auk þess sem við myndum ekki missa efnileg fyrirtæki eins og hugbúnaðarfyrirtækið CCCP út úr landi, því auðvitað kvarta öll íslensk fyrirtæki undan því hversu erfitt er að stunda viðskipti hérlendis þegar "krónan hoppar & skoppar út um allt" þannig að það er frekar augljóst að íslenska örmyntin er & hefur alltaf verið viðskiptahindrun...!  Ég tek hins vegar undir skoðun þína & skoðun Ástþórs að auðvitað eiga íslensk stjórnvöld að reyna að sækja fram og kynna landið betur fyrir erlendum fjárfestum, því auðvitað eru sóknarfæri í fjölda atvinnugreina hérlendis.  Forza Ísland.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 27.10.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Enginn gjaldmiðill getur fallið um 100% nema þurrkast út.

Ég veit að það eru til æskilegir fjárfestar og óæskilegir. Það eru líka til eignir sem við viljum ekki selja útlendingum. Við þurfum að velja og hafna af skynsemi. Nóg er framboðið.

Sumir þeirra sem vilja fjárfesta hafa undirbúið sín mál frá því fyrir hrun. Aðrir eru að huga að rekstri til langs tíma af því að sóknarfærin eru til staðar. Hina þarf að varast, sem koma bara á brunaútsölu.

Með þessari upptalningu er ég aðeins að benda á að það sem stjórnvöld hafa haldið að okkur mánuðum saman; að hér fari allt í frost, enginn vilja fjárfesta á Íslandi o.s.frv., er ekki rétt.

Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 17:54

5 identicon

Ég má til að vera smá leiðinlegur við Jakob.

Ekki vissi ég til að CCCP sé gott fyrirtæki hvað varðar hugbúnað, en ætli það sé ekki jafngott fyrirtæki og CCP er land til að búa í?

Kv.
Andri Sn. Ó.
        grínari.

Andri Snær Ólafsson Lukeš (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband