Það verður ALDREI kosið aftur

LÝÐRÆÐIÐ verður lagt niður í dag. Endanlega. Þá fá þegnarnir stjórnarskrá sem þeir vilja ekki og skilja ekki. Stjórnarskrá sem leiðtogarnir treysta "venjulegu fólki" ekki til að kjósa um. Þar með er tryggt að þegnar Evrópuríkisins munu framvegis aldrei fá að kjósa um neitt sem skiptir máli.

Hin hinsta atkvæðagreiðslaLeifar lýðræðisins verða formlega þurrkaðar út þegar Írar verða þvingaðir til að samþykkja stjórnarskrá ESB sem þeir felldu í fyrra. Áróðursmaskína ESB, vopnuð milljörðum frá Brussel, mun sjá til þess að Írar kjósi "rétt" í þetta sinn. Eins og þeir gerðu 2002. Kosningarnar í dag eru The vote to end all votes eins og eitt írskt blað orðar það.

Nú bíðum við eftir stefnuræðu Jóhönnu. Verður stefnan áfram sett á ESB af sama þunga? Við Íslendingar getum nefnilega kosið frá okkur lýðræðið, með því að ganga í Nýja ESB.

Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskránni 2005. Þá var skipt um nafn á henni "svo komast mætti hjá þjóðaratkvæði" eins og formaður stjórnarskrárnefndar ESB orðaði það svo pent. Á Írlandi fengu menn samt að kjósa og þeir höfnuðu stjórnarskránni frá Lissabon í júní 2008. Þess vegna eru Írar þvingaðir til að kjósa aftur í dag. Ef þú kýst ekki "rétt" í ESB ertu látinn kjósa aftur og aftur. Þetta er fáguð útgáfa af kosningasvindli.

En nú þurfa strákarnir í Brussel ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. Í dag verður Lissabon stjórnarskráin samþykkt og þar með er bundinn endi á lýðræði innan ESB í eitt skipti fyrir öll. Verður það gert hér líka?

Menn geta svo velt fyrir sér hversu heilbrigt "lýðræði" það er þar sem almenningi er ekki leyft að hafa skoðun á stjórnarskránni. Eftir daginn í dag er ekkert því til fyrirstöðu að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í Nýja ESB, sem er eitt sjálfstætt sambandsríki. Það er stefnan. Viljum við vera samferða Jóhönnu inn í Nýja ESB? Ekki ég.

 


mbl.is Jóhanna flytur stefnuræðu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef Írar segja nei núna, verður kosið aftur að ári.  Segi Írar já núna, verður þá aftur kosið að ári ?  Nei, ætli það.  Þá verður aldrei aftur kosið á Írlandi um nein málefni er varðar ESB, sama hversu miklu málefnin skipta Íra máli.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.10.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er örugglega rétt Tómas, þeir verða látnir kjósa þangað til þeir segja já.

"Lissabon samningurinn er samhljóða stjórnarskránni sem var hafnað. Aðeins forminu var breytt til að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslum." Þetta birti Giscard d'Estaing í blaðagreinum í mörgum evrópskum blöðum í október 2007. Enska útgáfan var svona:

The Treaty of Lisbon is the same as the rejected constitution. Only the format has been changed to avoid referendums.

Valéry Giscard d'Estaing
forseti stjórnarskrárnefndar ESB
27. október 2007

Haraldur Hansson, 2.10.2009 kl. 18:10

3 identicon

Minnumst þess, að Júgóslóvakía sprakk í loft upp með látum. Sovéttríkin liðust í sundur.

Evrópuherinn er til þess, að berja niður uppreisnir innan ESB.

Reynslan, sagan er ólygnust. Best er að vera fjarri þegar all fer í bál og brand.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta minnir á "stríðið til að binda enda á öll stríð" (fyrri heimsstyrjöld). En vitaskuld láta frammámenn Evrópuyfirráða-bandalagsins ekki á sér skilja, að þeir ætli að snúa baki við öllu lýðræði. Þeir trúi þeim, sem trúa vilja.

Eitt er víst, að hætt var við að láta kjósa um stjórnarskrá bandalagsins, þegar í ljós kom afstaða Frakka og Hollendinga, og einungis Írar fengu að kjósa um nánast sama sáttmála í andlitsklassaðri mynd vegna ákvæða í þeirra eigin stjórnarskrá, sem gerðu slíka þjóðaratkvæðagreiðslu nauðsynlega.

Vilja ESB-dindlarnir hér á landi fá sambærilegt ákvæði í stjórnarskrá okkar, um leið og þeir hyggjast afnema skorður hennar við fullveldis- og löggjafarréttarafsali? Þeir menn eru ofurbjartsýnir, sem búast við slíku!

En orð Giscards d'Estaing, fv. Frakklandsforseta og eins helzta ESB-mannsins, eru afar athyglisverð: "Lissabonsáttmálinn er hinn sami og stjórnarskráin sem hafnað var. Einungis umgjörðinni hefur verið breytt til að forðast þjóðaratkvæðagreiðslur."

Jón Valur Jensson, 3.10.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Írski sigur ESB byggir á blöndu af loforðum og hótunum. Þegar til atkvæðagreiðslu á Íslandi kemur (verði þjóðinni boðið upp á að kjósa) mun sama aðferð verða notuð. Okkur verða boðið gull og grænir skógar í bland við hótanir um allt og ekkert. "Málsmetandi" menn verða keyptir til þægðar og fengnir til að sannfæra aðra þá sem leggja traust til þessara "þjóðernissinna". Ríkisútvarpið verður notað til áróðurs og þáttastjórnendur munu leggja allt undir í að sannfæra landsmenn..... vitanlega er allt þetta þegar byrjað og við erum á bullandi siglingu inni í þessu ferli nú þegar. Írska leiðin er í gangi á Íslandi og ESB ÆTLAR að bæta Íslandi í safnið. Og þegar við erum komin í faðm ESB, verður okkur aldrei hleypt út aftur...aldrei !

Haraldur Baldursson, 4.10.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband