18.9.2009 | 16:45
ESB fáninn dreginn niður?
Það er óskandi að eigendur Morgunblaðsins finni nýjan ritstjóra sem er ekki jafn þunglega þjáður af ESB blindu og Ólafur fráfarandi. Hann hélt þjóðahátíðardag Evrópuríkisins hátíðlegan með því að draga fána ESB að húni við heimili sitt í vor.
Ég óska Morgunblaðinu alls hins besta og vona að eigendur þess finni hæfan mann í starfið sem er tilbúinn að berjast gegn því að Ísland verði hluti af ESB. Einhvern sem heldur þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á 17. júní, undir íslenskum fána.
Það er meira en nóg að Fréttablaðið, sem er borið ókeypis í hvert hús, skrifi linnulaust gegn hagsmunum Íslands og Íslendinga. Mogginn verður að mynda mótvægi við áróðursblað Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar.
Áfram Ísland, ekkert ESB!
Ólafur lætur af starfi ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið assgoti er eg sammála.
magnús steinar (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:57
Sammála.
, 18.9.2009 kl. 17:24
Óskaplega ertu viðkvæmur Haraldur. Ekki sé ég hvern það meiðir þó einhver dragi bandaríska fánann að hún 4. júlí eða fána Evrópusambandsins 9. maí.
Þjóðernisást er hið ágætasta fyrirbæri en hún getur fljótt orðið kjánaleg þegar menn eru komnir út í svona smámunasemi.
Páll Jónsson, 18.9.2009 kl. 17:50
Kannski verður þér að ósk þinni ef Davíð verður ritstjóri.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 17:56
Þú ert nú meiri loftbelgurinn. Reyndu nú að læra pólitíska málfræði og rökhugsun.
Frimmi (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:17
Frimmi, reyndu að tjá ig undir nafni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.9.2009 kl. 22:09
Nei er ekki Hjörtur hérna, maðurinn sem bannaði mig á kommentakerfi sínu þegar ég spurði hvernig menn sem vildu láta taka sig sem heiðarlega einstaklinga, gætu varið óheiðarlega stjórnmálamenn. Hjörtur, hvernig gátu almennir flokksmenn í SjálfstæðisFLokknum varið það að Árni Matt réði son Davíðs í feitt embætti? Það vissi öll þjóðin að þetta var spilling, en samt komu þið úr þessum flokki og vörðuð gjörninginn. Finnst þér allt í lagi að pólitíkusar hafa aðgang að feitum embættum fyrir sig og börnin sín? Er pólitísk spilling í lagi ef það er Sjálfstæðisflokkurinn sem fremur hana? Ég gæti aldrei heiðarleika míns vegna varið gjörðir pólitíkusa sem fremdu slíka gjörninga, aldrei, við almenningur í þessu landi eigum ekki að sætta okkur við að pólitíkusar hagi sér með slíkum hætti, hvar sem þeir eru í flokki. En því miður vegna manna eins og þeirra sem verja svona gjörninga, þá treysta óheiðarlegir pólitíkusar sér til þess að ráða börn vina sinna í feit embætti vitandi það að Hirtir koma í hjörðum og verja ósómann, svo þeir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur á að verða kallaðir óheiðarlegir stjórnmálamenn, þeir hafa skósveina til að verja sig.
Hjörtur bannaði mig á blogginu sínu fyrir svipuð ummæli, þau voru bara kurteisislegara orðuð. Því svaraðir þú mér bara ekki á mannamáli, hafðir þú svona vondan málstað að verja og notar það sem afsökun að þú þolir ekki nefnleynd? Nota bene, þú varst ekki með bann á nafnleynd þegar þetta komment var ritað, svo ekki koma með þá afsökun.
Bara óþolandi þegar náhirð Davíðs er að reyna drepa niður gagnrýni með þessum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma málum þannig fyrir að gagnrýni á þetta flokkskrípi var nánast úr sögunni ef það væri ekki fyrir netið. Ég t.d. kem úr litlu sveitarfélagi og ef vinnuveitendur mínir vissu að ég hefði þá skoðun að spilltir stjórnmálamenn væru plága, þá væri vinnan mín í hættu. Það vill nefnilega þannig til að spillingin er meiri í einum flokki en öðrum, og það vita allir hvaða flokk ég er að tala um. Það er sorglegt að fólk skuli vegna tilfinninga hanga utan í svona spilltu fyrirbæri eingöngu af því tilfinningar þess segja því að svoleiðis eigi það að vera. Gott fólk, skoðið inn í hjarta ykkar og spyrjið ykkur sjálf hvort þið viljið virkilega styðja flokk sem hefur sett þjóðina á hausinn með spilltu stjórnarfari.
Valsól (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:56
Þeir banna öll andmæli á vefum sínum Valsól þjóðernisöfgamennirnir og Heimssýnar-Samveldissinnarnir. - Það er bara reglan.
Helgi Jóhann Hauksson, 19.9.2009 kl. 02:24
hva, gerðist maðurinn sekur um anti-icelandism? Hvar er McCarthy? Hvernig væri að passa sig aðeins á kokkteilnum kreppa plús þjóðremba, hann hefur ekki reynst vel hingað til.
Guðrún Helgadóttir, 19.9.2009 kl. 03:04
Þakka ykkur öllum innlitið og sumum athugasemdirnar.
Páll: Bandaríski fáninn er þjóðfáni en ESB fáninn er það ekki. Hann er eitt af pólitísku táknunum sem Adonnino nefndin lagði til á sínum tíma. Tilgangurinn var að efla "Evrópuvitund" þannig að þegnarnir litu á sig sem Evrópumenn ekki síður en t.d. Dani, Frakka eða Breta.
Önnur tákn sem nefndin lagði til voru t.d. þjóðsöngur ESB, sameiginleg mynt, frímerki, vegabréf, bílnúmer og Evrópulottó. Þeir sem vilja sameinaða Evrópu; eitt sambandsríki, studdu hugmyndirnar mest.
Í vor var umsókn Íslands um ESB aðild í umræðunni. Það voru skiptar skoðanir á þingi og í samfélaginu. Þetta er stærsta og viðkvæmasta utanríkismálið frá stofnun lýðveldisins.
Þegar ritstjóri Moggans dregur ESB fánann að húni 9. maí (ég sá hann hvergi annars staðar) felst í því pólitísk yfirlýsing frekar en að deginum sé fagnað í eiginlegri merkingu. Ef þér finnst það viðkvæmni að hafa ekki smekk fyrir því verður svo að vera.
Ég gæti skrifað langt mál um Adonnino en læg nægja hér að benda á þetta:
Í Lissabon samningnum er tveimur táknum sleppt, sem voru í mislukkuðu stjórnarskránni. Framvegis verður "Óðurinn til gleðinnar" ekki formlegur þjóðsöngur Evrópuríkisins og ESB fáninn ekki formlegur (þjóð)fáni þess.
Þetta er ekki fyrir tilviljun, heldur viðbrögð við gagnrýni þingmanna á Evrópuþinginu sem telja ESB ganga of langt í evrópskri þjóðernishyggju. Gagnrýnin kom frá þingmönnum frá ýmsum löndum. Þú mátt gjarnan lesa færsluna með þetta í huga.
Haraldur Hansson, 19.9.2009 kl. 09:56
Svavar: Ég er ekki stuðningsmaður Davíðs og kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn. Sé ekki hvers vegna þú dregur Davíð inn í þetta.
Guðrún: Ef spurningunum er beint til mín bendi ég á svar mitt til Páls hér að ofan. Kannski finnur þú svörin þar.
Helgi og Valsól eru hér í einhverri umræðu sem er færslu minni óviðkomandi og ég blanda mér ekki í. Frimmi er ekki svaraverður. Þakka hinum fyrir að kíkja inn og kvitta.
Haraldur Hansson, 19.9.2009 kl. 10:04
Bara smá athugsemd: samkvæmt venjulegum skilningi á þjóð flokkast Bandaríkin strangt tekið ekki sem slík. Það er samt þannig að sameiningartákn ríkjasambandsins USA er þessi röndótti fáni. Sama um Breska fánann. Hann er ekki strangt tekið þjóðfáni en er fulltrúi nokkura þjóða undir konungsstjórn. Íslendingar hafa 'þjóðfána' sem má með sanni segja að sé það en fari svo að hlutfall erlendra ríkisborgara vaxi þá verður þetta fyrst og fremst ríkisfáni einsog þetta er víðast.
ESB fáninn er náttúrulega ekki réttmætur ríkis eða þjóðfáni. Þess vegna er alveg leyfilegt að flagga honum dag og nótt. En kannski verðum við EES sinnar að lesa betur fánalög sambandsins. Þau hljóta að vera til innan um allt hitt kraðakið.
Gísli Ingvarsson, 19.9.2009 kl. 10:56
Sammála færslu þinni að öllu leyti - eins og talað frá mínu hjarta.
Sigurður Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 12:00
Gísli, takk fyrir þessar hugleiðingar.
Það er (ennþá) reginmunur á ESB og USA, þrátt fyrir sterkan vilja hörðustu Evrópusambandssinna að búa til sambandsríki að Bandarískri fyrirmynd. Lissabon samningurinn er skref í þá átt.
Bandaríkin voru stofnuð 1776 og eiga sér langa sögu. Sjálfir tala þeir um sig sem eina þjóð. Íbúar ESB-ríkjanna munu ekki líta á sig sem eina þjóð.
Obama er forseti allra Bandaríkjamanna, í hvaða fylki sem þeir búa. Þegar hið nýja forsetaembætti ESB verður að veruleika munu íbúar ESB ríkjanna ekki líta á Tony Blair sem þjóðhöfðingja sinn.
Á alþjóðavettvangi keppa Bandaríkjamenn ávallt sem ein þjóð undir fána sínum. Evrópubúar munu ekki gera það, að frátalinni keppninni um Ryder Cup í golfi (en notkun fánans þar tengist samt ekki ESB).
Hvað sem þessu líður fer ég ekki ofan af því að flöggun ritstjórans 9. maí var af pólitískum toga. Reyndar hálf hallærisleg, en pólitísk samt.
Haraldur Hansson, 19.9.2009 kl. 13:16
Býr Helgi Jóhann í glerhúsi? http://umrenningur.blog.is/blog/umrenningur/entry/863622/
ganjha (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.