Hvað ætlar þú að gera við 99 milljarðana sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?


Í Fréttablaðinu í dag er frétt sem er hálfgerð felufrétt (leitið hér). Einn dálkur, þrjátíu millimetrar og smáletruð fyrirsögnin. En innihaldið ætti að rata inn í umræðuna um IceSave.

Árið 2008 var afli íslenskra skipa rúm 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið 2007. Aflaverðmæti nam rúmum 99 milljörðum króna.


Fjármálaráðuneytið telur að greiðslubyrðin vegna IceSave verði 60-70 milljarðar á ári á greiðslutímanum. Allt í erlendum gjaldeyri. Getur einhver óbrjálaður útskýrt hvernig þetta dæmi á að ganga upp?  Ég er ekki að tala um "100% hagfræði" að hætti krata, heldur eitthvað sem glóra er í.

Þó hægt sé að hnoða málum í gegnum þingið með pólitísku ofbeldi dugir það ekki til að borga skuldir. Nema ætlunin sé að beita þjóðina ofbeldi af ýmsum toga; gengdarlausum niðurskurði og auknum álögum í þrjátíu ár. Er það lausnin?

 


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð úttekt hjá þér. Við vitum líka báðir að ekki er víst að ein evra eða bandaríkjadalur verði eftir af þessum gjaldeyristekjum sem jafngilda 99.000.000.000 ísl.kr. til að fjármagna þjófnað bankaræningjanna. Skuldir fiskvinnslna og útgerða landsins eru ekki það litlar.

Ég las fyrir stuttu síðan grein eftir lækni á sjúkrahúsinu við Hringbraut, en hann fullyrti að ekki væri hægt að skera niður um meira en 30 milljarða án þess að þjóðfélagið færi á hliðina. Ég held hann hafi rétt fyrir sér.

Theódór Norðkvist, 12.8.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég heyrði af þessu í fréttum í gær, og um þetta hefði maður líka skrifað, hefði ég haft tíma til, því að sannarlega er þetta hrikalegt, að ábyrgðarlausir menn á Alþingi ætli sér, án lagaskyldu, að skella á þjóðina kannski sex- eða sjöfaldri þeirri upphæð, sem við fáum í brúttótekjur af afla íslenzkra fiskiskipa á ári. Eðlilegra væri að SENDA SLÍKA MENN Í ÚTLEGÐ.

Svo er það líka spurningin um ennþá þyngri byrði á þjóðfélagið en upp á 6–700 milljarða króna, sbr. þá grein eftir Jón Ívarsson nýsköpunarfræðing (sem sagður er maður Lilju Mósesdóttur alþm.) í Morgunblaðinu í gær, sem ég geri að umræðuefni HÉR.

Jón Valur Jensson, 12.8.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Maður svitnar!!

Er ríkisstjórnin á lyfjum? Er von að maður spyrji?

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband