Össur bullar og bullar

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, segir "að ein ástæða fyrir því að Íslendingar hafi ákveðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu sé sú að nú standi yfir endurskoðun á utanríkisstefnu og öryggismálum landsins."

     Hvaða Íslendingar? Ekki þjóðin.

     Var endurskoðun á utanríkisstefnu á dagskrá í kosningabaráttunni?

     Var kosið um það í þingkosningunum 25. apríl?

     Var líka kosið um að segja Ísland úr NATO?

Einn þingmaður VG segir að við höfum kosið um IceSave í apríl. Nú segir Össur að við höfum kosið um endurskoðun á utanríkisstefnu og öryggismálum. Það er svolítið sérstakt lýðræði að segja kjósendum hvað þeir kusu um, eftir kosningar.

Og ráðherrann bætir um betur (hér): "Við erum ekki að ganga í Evrópusambandið til að bregðast við kreppunni, það er mikill misskilningur."

Nú jæja.

Þó að Samfylkingin hafi fyrir löngu sett stefnuna á Brussel fór ekkert á milli mála í kosningunum í apríl að innganga í ESB var sett fram sem lausn á kreppunni. Ingibjörg Sólrún talaði um hana sem stefnu í peningamálum!

Björgvin G Sigurðsson sagði að aðild að ESB "varðaði leiðina út úr kreppunni". Jóhanna Sigurðardóttir talaði um aðild sem "lykilatriði í efnahagslegri endurreisn". Hver frambjóðandinn á fætur öðrum fullyrti að eina leiðin út úr kreppunni væri að gerast aðili að Evrópusambandinu. Samfylkingin fékk drjúgan hluta atkvæða sinna út á þessa "lausn" á vandanum.

Nú segir Össur að þetta sé mikill misskilningur.


Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er stærsta utanríkismálið í sögu lýðveldisins. Það er svo stórt og viðkvæmt, að sá sem ætlar að stýra því verkefni verður að hafa óskorað traust þjóðarinnar. Ráðherra sem slær fram eftiráskýringum, sem eru í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu, rýrir bæði eigið traust og ríkisstjórnarinnar meira en ásættanlegt getur talist. 

 


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér að vekja athygli á þessu. Það er með ólíkindum hvað samfylkingarforkólfar leyfa sér í stefnupólitísku rugli. Og með endemum að við höfum þessa rugludalla í ríkisstjórn.

Páll Vilhjálmsson, 28.7.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við eru ekki þjóðin.

En nú er íslenska þjóðin fundin.

Össur og Ingibjörg Sólrún eru íslenska þjóðin.........við erum bara skríllin sem hefur ekkert um málið að segja

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 19:27

3 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Góð grein hjá þér Haraldur, þar sem ég er nú bara rétt tæplega meðalgreindur maður þá hefði ég nú haldið að það þyrfti að taka til í eign garði og áður en farið er að klöngrast yfir í þann næsta og halda að það leysi óræktina í þeim fyrri ?

En Samfylkingin lýtur greinilega öðrum augum á þessi mál enda hver snillingurinn þar á fætur öðrum á þeim bænum.

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 28.7.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Elle_

Nú, Össur segir núna að þetta sé misskiliningur?   Hvað ætli þetta hafi snúist um þá?:   Then, in an election on April 25, her government received a strong popular mandate, and Ms. Sigurdardottir announced that she would move to protect the country's battered economy by applying for membership in the European Union as soon as possible:
http://www.nytimes.com/2009/04/26/world/europe/26iceland.html?_r=1

Hvað allt bara eintómar lygar í fjölmiðlum?  Og hvað ætli við höfum oft heyrt hana segja þetta í fjölmiðlum?   Það þarf að senda Össuri þetta í pósti.  

Elle_, 28.7.2009 kl. 23:48

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eina sem skiptir máli er að við ákveðum að stefna að því að leggja grunn að framtíð landsins í sem bestu skjóli ESB og á traustum grunni evru.

Ef við hefðum gert það í kjölfar aðildar helstu EFTA-ríkjanna og við verið með evru 2008 hefði IMF í það minnsta ekki átt neitt erindi hingað eftir hrun - og allar líkur eru á að ekkert hrun hefði orðið hér ef Ísland hefði verið í ESB þó kreppa hefði gengið yfir.

Aðild að ESB eykur og treystir okkar völd og áhrif á þeim málum sem okkur snerta. Stefna að ESB og evru er grunnur að lausn, en ekki lausnin sjálf.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.7.2009 kl. 01:02

7 Smámynd: Elle_

Það skiptir öllu máli að við getum treyst og trúað þeim sem fara með völd landsins og vitum að þeir ljúgi ekki að okkur og/eða muni ekki neitt.

Elle_, 29.7.2009 kl. 07:04

8 identicon

„Vér erum þelið sem draumar eru ofnir úr“

 Þessi orð Shakespear (þýðing Helga Hálfdanarsonar) virðast vera orðin einkunnarorð Samfylkingarinnar.

 Evrópusinnar héldu því fram, að bara umsók um aðild myndi styrkja krónuna? 

 Umsóknin er nú komin inn og krónan veikist.

 Næsta skref er stigið og búið að fjalla um umsóknina og vísa henni áfram til framkvæmdanefndar. 

 Össur bullar og enn veikist krónan.  (er samhengi  þar á milli?)

 Og draumóramenn Samfylkingarinnar og evrunnar vefa áfram drauma, sem aðeins eru draumar. 

 Nú talar sjálfur forsætisráðherra landsins eins og Ísland sé komið inn í ESB og evran rétt handan viðhornið.  Enn einn draumurinn.  Enn eitt bullið.

 „Því miður bendi allar hagstærðir til þess að Ísland muni ekki ná að uppfylla skilyrði ESB um upptöku evru fyrr en eftir mörg ár, líklega áratugi.“ Frosti Sigurjónsson.

 Og Samfylkingarstjórnin lætur sig enn dreyma, spilar á fiðlu og horfir á Róm brenna.

 Og dárar Samfylkingarinnar dansa í kring og syngja; þetta reddast allt með ESB!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 09:36

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Hvaða stefnu sem menn vilja taka í pólitíkinni þá er það frumskilyrði að sá sem velst til að standa við stýrið njóti trausts. Utanríkisráðherra hefur fyrirgert sínu.

Þá er ég ekki að tala um það sem hann hefur sagt eftir hinn "diplómatíska sigur" sinn heldur það sem á undan er gengið; t.d. þegar hann skrapp í "frí" til Möltu og fór í feluleik með skýrslu Háskóla Íslands. 

Sá sem ætlar að leiða vinnu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í umsóknarferlinu í Brussel verður að vera trúverðugur. Það skiptir ekki bara máli fyrir þá sem vilja stefna til Brussel og ganga í ESB, heldur líka fyrir þá sem vilja standa utan sambandsins. Össur er ekki rétti maðurinn í verkið.

Haraldur Hansson, 29.7.2009 kl. 12:56

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Haraldur, heldur þú í alvöru að þú finnir stjórnmálmann sem allir eða flestir myndu treysta við þessar aðstæður? - Ég veit ekki um nema einn þingmann Sjálfstæðisflokks sem ég treysti í dag, og Framsóknarþingmenn eru gersamlega flognir útum gluggann, - vona þó að það breytist.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.7.2009 kl. 23:06

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Slíkur maður er vægast sagt vandfundinn. Þegar um svona brothætt og stórt mál er að ræða verða menn að vanda sig sérstaklega. Það getur verið mikill línudans. Ummæli Össurar, eftir að hann vann sinn "diplómatíska sigur" eru klaufaleg og aðeins til þess fallin að rýra traust á honum. Hann mátti ekki við því.

Haraldur Hansson, 30.7.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband