20.7.2009 | 08:26
111. meðferð á þjóð
Um hálf ellefu fór ég fram að ná mér í vatnsglas. Þá stóð forsætisráðherra við annan mann á stigapallinum og las óþægum vinstri-grænum þingmanni pistilinn. Sá kom stuttu síðar skömmustulegur inn í þingsalinn. Á eftir honum kom þingvörður sem gerði sér ferð að öðrum andstæðingi ESB innan Vinstri-Grænna sem vill svo til að situr beint fyrir framan mig. Honum var gert að fara á fund fram á stigapalli. Tilgangurinn var augljós. Það var þetta sem Birgittu þótti svo ógeðslegt.
Það er Jóhanna Sigurðardóttir sjálf, sem er kúgarinn í þessari frásögn. Það sorglegt hvernig lýðræðið var afbakað á fimmtudaginn. Því miður kemur ekki á óvart að fjölmiðlar hafa ekki gert neitt mál úr þessu, það virðist reglan þegar Samfylkingin er gerandi í ljótum málum.
Vissulega hafa hrossakaup og baktjaldamakk lengi tíðkast í íslenskri pólitík. En það réttlætir engan veginn þá óhæfu sem fram fór í Alþingi á fimmtudaginn. Fyrir því eru tvær ástæður helstar.
#1 - Við myndum stjórnar var gerð sú málamiðlun að leggja fram þingsályktun um ESB aðild og leggja þannig málið í hendur þingsins. Sérstaklega var tekið fram að heiðursmannasamkomulag væri um að þingmenn væru ekki bundnir af öðru en skoðun sinni og sannfæringu þegar kæmi að atkvæðagreiðslu. Það samkomulag var gróflega brotið.
#2 - Aðild að ESB breytir samfélaginu til frambúðar. Það þýðir breytingu á stjórnkerfinu sjálfu og því hvernig samfélag komandi kynslóðir munu búa við. Það er því ekki hægt að leggja það að jöfnu við baktjaldamakk og hagsmunapot um jarðgöng eða hafnargerð. Það gerir enginn nema skilja ekki hvað umsókn um aðild að Evrópusambandinu er.
Það er sama hversu áfjáðir menn eru í að Ísland verði aðili að ESB, það er ekkert sem réttlætir það pólitíska ofbeldi sem Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin beittu í þinginu á fimmtudaginn. Þeir sem eru fylgjandi aðild verða að sýna þjóðinni þá lágmarks kurteisi að fara eftir leikreglum lýðræðisins. Ef kratar eiga einhverja sjálfsvirðingu til hlýtur kúgun af þessu tagi að skilja eftir óbragði í munni þeirra.
Frásögn Margrétar Tryggvadóttur í heild má lesa hér.
Nú flytur Mbl.is okkur frásögn af erlendum ráðherra sem vill fá Ísland inn í ESB. Það skiptir meira máli að vita hvað íslenska þjóðin vill. Það hefði verið hægt að kanna það ef vilji væri fyrir hendi, með einfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu. En Samfylkingunni liggur of mikið á að láta Evrópudraum sinn rætast til að gefa sér tíma til að spyrja þjóðina. Í hennar augum erum við kjósendur ekki þjóðin.
Vill Ísland inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst líklegt að svona ofbeldi sé ekkert nýtt á Alþingi frekar en annars staðar. Það sem er nýtt er að sagt er frá því núna. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar lofuðu því að veita okkur upplýsingar um það sem fram fer innan veggja þinghússins og hafa staðið við það. Þetta er eins og meðvirk fjölskylda þar sem allir sjá ofurölvi húsbóndann láta öllum illum látum en enginn talar um það því ekki er hægt að breyta neinu og þá er best að tala ekki um það. Svo venjast allir ástandinu og verða samdauna.
Margrét Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 08:50
Sæll Haraldur.
Ég var töluvert inni á þingi í síðustu viku og tók eftir ýmsu. Andrúmsloftið var ekki gott og hljóðið í þingmönnum ekki heldur, sérstaklega nýliðunum sem hafa ekki lent í þessum vinnubrögðum áður.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 09:41
Það er satt, þetta er allt ógeðslegt!
Garðar Valur Hallfreðsson, 20.7.2009 kl. 09:44
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin sé öfgasinnaður miðjuflokkur. Ekkert annað getur útskýrt svona framferði og svik. Já þetta er allt ógeðslegt!
Gunnar Rögnvaldsson, 20.7.2009 kl. 10:07
Ég skal trúa því, andrúmsloftið þarna getur varla hafa verið gott. Mér finnst þessi grein eftir Margréti gefa vissa vísbendingu um aðstæðurnar þarna, vægast sagt ógeðslegt (aftur).
Garðar Valur Hallfreðsson, 20.7.2009 kl. 10:21
Það er ekki rétt að þjóðin fái ekki að ráða hvort við göngum í ESB, eða ekki.
Sagan um hanna Jóhönnu ef sönn er, sýnir bara að hún er skipstjóri skútunnar og honum ber að hlíða eins og allir vita.
Þeir þingmenn VG sem sögðu já við umsókn um aðild, stóðu við stjórnarsáttmálan, hinir ekki.
Bjarni Líndal Gestsson, 20.7.2009 kl. 10:44
Ætli enginn þingmaður hafi nokkru sinni rætt við neinn þingmanna Borgarhreyfingarinnar á göngum alþingis?
Síðan hvenær varð það eitt og sér kúgun að forsætisráðherra ræddi við þingmenn stjórnar sinnar á göngum alþingis? - Jafnvel þó maður gæfi sér að umræðuefnið væri það mál sem var á dagskrá þingsinsins.
Hver er svo naive að halda að þeirra þingmenn og þegar svo ber við ráðherrar reyni ekki að telja aðra á sitt band fyrir tæpar atkvæðagreiðslur?
Helgi Jóhann Hauksson, 20.7.2009 kl. 11:49
Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Bjarni Líndal: Það er til stjórnunaraðferð sem gengur út á einmitt það að hlýðnast öllu því sem foringinn segir. Það er kallað einræði. Við viljum vonandi öll reyna lýðræðið til þrautar hér á landi og halda í þingbundna stjórn.
Já, ég veit mætavel að þjóðin á að fá að kjósa um þetta mál fyrir rest, en færslan er ekki um það. Hún er ekki um kosti og galla ESB. Ekki um það hvort við eigum að ganga inn eða ekki.
Færslan er um lýðræðisleg vinnubrögð. Um að virða grundvallarreglur. Um það að fara ekki inn á braut einræðis. Sú nýspilling sem fram kom á fimmtudaginn er engu betri en t.d. meint spilling hinna flokkanna sem einkavæddu bankana. Verri, ef eitthvað er.
Haraldur Hansson, 20.7.2009 kl. 12:35
Helgi Jóhann: Að sjálfsögðu eru til fjölmörg dæmi um að þingmenn afli hugmyndum sínum fylgis. Tillagan um umsókn Íslands um aðild að ESB á sér hins vegar ekkert fordæmi. Hér er ekki verið að setja lög t.d. um vörugjald af nagladekkjum.
Aðild myndi leiða af sér varanlega breytingu á samfélaginu. Eins og þú veist þá er umsókn annað og miklu meira en að "ræða málin". Tillagan var lögð fram sem málamiðlun tveggja stjórnarflokka, sem ákváðu að fela þinginu ákvörðun og gerðu um það sérstakt samkomulag.
Því stærri sem málin eru, því ríkari kröfu þarf að gera um fagleg vinnubrögð og vandaða stjórnsýslu. Málin gerast ekki stærri en þetta.
Að ræða við þingmann er ekki kúgun. En það sem Margrét Tryggvadóttir lýsir er kúgun og Birgitta Jónsdóttir sá ástæðu til að kalla athæfið "ógeðslegt" í ræðustól Alþingis. Það segir sitt.
Haraldur Hansson, 20.7.2009 kl. 12:39
Merkileg frásögn, Haraldur, g eg tek undir þessi lokaorð þín og legg til að menn dreifi þessum upplýsingum og vísi á þær sem víðast.
PS. Helgi Jóhann er alltaf og alls staðar til að finna einhvern flöt á að verja Evrópubandalags-dindilmennsku.
Jón Valur Jensson, 20.7.2009 kl. 12:46
Birgitta og Margrét ásamt Þór þurfa að réttlæta fyrir sínum stuðningsmönnum þennan snúning sinn. Vonanadi gengur þeim það vel. En sá grunur læðist að mér að þessar frásagnir kunni að vera hluti af því "uppgjöri."
Það væri meira í það varið að heyra frá þeim um þau samtöl sem þau tóku sannarlega þátt í. Til dæmis við leiðtoga og þingmenn hinna stjórnarandstöðuflokkanna.
Hvaðan kom þessi hugmynd um að tvinna saman IceSave og ESB með þessum hætti. Er það ekki einmitt það sem við erum öll svo fúl með? Klækjastjórnmál sem Bretar og Hollendingar beita okkur.
mbk, Bjarni
Bjarni (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 15:45
Takk fyrir pistilinn. Ef ,,óeðlilegum þrýstingi" hefur verið beitt svo jafnvel megi tala um ,,ofbeldi", sem er vissulega stórt orð, þá spái ég því að það eigi eftir að draga dilk á eftir sér hjá stjórnarmeirihlutanum.
Við skulum þó ekki vera þeir skátar að halda að þetta sé nýmæli á Alþingi að framkvæmdavaldið stjórni þinginu með ,,handafli". Menn geta svo deilt um það hvort það sé í samræmi við þingræði og stjórnarskrá. En svona gerast víst kaupin á eyrinni og hafa gert í áraraðir.
Jón Baldur Lorange, 20.7.2009 kl. 20:42
Hótanatækni xS er að styrkjast. Vonandi vakna þau VG af sínum (að því er virðist) lyfjum kæfða draumi (martröð eiginlega) sem allra fyrst.
Haraldur Baldursson, 20.7.2009 kl. 20:51
SAMMÁKLA SÍÐASTA RÆÐUMANI
Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 23:36
Jón minn Valur, ég hef ekki eins mikinn tíma og ég vildi, svo stuttar tarnir og hjá fáum verða að duga.
Helgi Jóhann Hauksson, 21.7.2009 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.