Svo KRÓNAN er þá betri kostur!

Gengi krónunnar á eftir að flökta, bæði á innanlands- og aflandsmarkaði á komandi mánuðum og trúlega lækka áður en kreppan tekur enda.

Vefurinn eFréttir.is birti fyrir helgina viðtal við Ársæl Valfells lektor, sem talað hefur hvað mest fyrir einhliða upptöku evrunnar. ESB-sinnar vilja líka taka upp evru með því að ganga í Evrópusambandið og uppfylla Maastricht skilyrðin, en ekki einhliða.

Eitt af svörum Ársæls er athyglisvert:

Menn gleyma því að ef Ísland uppfyllir Maastricht skilyrðin með eigin gjaldmiðil, þá þarf það ekki á evrunni að halda.

Og það er einmitt málið.

Ísland þarf að uppfylla skilyrðin með eigin gjaldmiðil til að geta tekið upp evruna. Þessi skilyrði eru markmið sem Ísland þarf að setja sér hvort sem er.

PeningatréÞegar þeim er náð þurfum við ekki á evrunni að halda, að mati Ársæls. Sem hlýtur að þýða að krónan sé betri kostur þegar á allt er litið.

Ísland verður áfram fámennt eyríki sem á sitt undir fiskveiðum og útflutningi hrávöru.

Evran verður áfram þýsk/frönsk mynt sem stjórnast af þróun í fjölmennum iðnaðar- og þjónusturíkjum.

Það má ekki skipta um gjaldmiðil nema öruggt sé að sá sem kemur í staðinn sé betri fyrir íslenskt hagkerfi. Ekki skipta bara til að skipta. 

Svo mikið er víst að Ísland mun ekki stökkbreytast á einni nóttu í mið-evrópskt iðnríki við það að skipta um gjaldmiðil.

 


mbl.is Bil krónugengis eykst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

"

Ísland verður áfram fámennt eyríki sem á sitt undir fiskveiðum og útflutningi hrávöru.

Evran verður áfram þýsk/frönsk mynt sem stjórnast af þróun í fjölmennum iðnaðar- og þjónusturíkjum.

"

Þetta er akkúrat mergur málsins sem menn virðast ekki hugsa um. Að geta hreyft gengið okkur í hag þegar illa árar er mikilvægt. Ef við tökum upp evru þá missum við þetta stjórntæki. Þá virðast mönnum ganga illa að stjórna evrunni þar sem dalurinn virðist vera á rassgatinu. Það má búast við að dollar falli enn meira. Undir þessum kringumstæðum væri betra að halda krónu. Flestir fjárfestar virðast segja það sama. Evran er ekki sterk á sínum forsendum hún er sterk vegna þess að dollarinn er bara lélegri eins og stendur. Hef á tilfinningunni að kanar verði fljótari að taka til hjá sér en elliheimilið í Þýskalandi.

Hörður Valdimarsson, 2.6.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er það vilji ESB sinna að jafna sveiflur veiðimannasamfélagsins Íslands út með breytilegu atvinnustigi ? Og svo hitt....hvar sér Ágúst fyrir sér að einhliða upptaka Evru skili okkur sveigjanleika...er það þá líka í atvinnustiginu ?

Haraldur Baldursson, 2.6.2009 kl. 14:39

3 identicon

Tel að það sé nokkuð örrugt að ekki væru fluttur út mikill fiskur núna ef krónan væri jafn sterk og hún var 2007-8, Þessar miklu lækkanar á fiskafurðum undafarna mánuði hefði einfaldlega gert það að verkum að margir framleiðendur og útgerðir hefðu lagt upp laupana ef ekki væri fyrir "blessaða" krónuna

Arnbjörn (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt er það að Ísland þarf að uppfylla Maastricht skilyrðin, en bara í ákveðinn tíma áður en það er tekið um borð.

Íslandi tókst að halda úti tiltölulega „sterkum“ gjaldmiðli í fáein ár, en krónan tilheyrir litlu hagkerfi. svo litlu að þegar á reyndi gátu fáein fyrirtæki súnkað henni niður úr öllu. hún þöldi hvorki vind né vatn þegar á reyndi. að halda krónunni stöðugri krefst gífurlegs gjaldeyrisforða, rétt eins og danir hafa þurft að gera með sína. enda ekki skrítið að þeir séu núna farnir að líta €vruna hýru auga.

Brjánn Guðjónsson, 3.6.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband