Ósýnilegu kýrnar í ESB

Hversu oft hefur því verið haldið fram að með inngöngu í ESB muni verð á matvælum lækka hér á landi? Samkvæmt viðtengdri frétt er mjólk talsvert dýrari í ESB-löndum en á Íslandi. Þar greiða neytendur um eina evru fyrir lítrann. Jafnvel þótt gengi krónunnar myndi styrkjast talsvert og evran lækka um þriðjung, væri mjólkin áfram ódýrari á Íslandi.

InvisibleCowBændur fá rétt um fimmtung af smásöluverði í sinn hlut og hafa greiðslur til þeirra lækkað um 30% á rúmu ári. Bændur frá 10 ESB-löndum fjölmenna nú til höfuðstöðva ESB í Brussel til að taka þátt í mótmælunum.

Skyldi lækkun á matvælaverði vera jafn raunveruleg og "ósýnilegu kýrnar" í Evrópusambandinu. Landbúnaðarstefnan fær ekki háa einkunn.

From mountains of butter and beef to imaginary cows, the European Union's Common Agricultural Policy (CAP) proves to be an ongoing wreck, despite perpetual reforms. The European Union has been reforming the CAP over the last fifty years but unless its existence is seriously challenged, the fiasco will only continue.


mbl.is Enn mótmæla franskir bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ákvæmlega þetta sem fólk verður að fá að vita um Haraldur til að sjá í gegnum rykkmökkinn heilaga sem Samfylkingin hefur til stofnað.

Landbúnaðurinn á Íslandi verður fyrst og fremst að glíma við spillingu og samþjöppun í smásölu og vinnslu til að skila árangri til neytenda. Árangurinn kemur ekki með kostnaðarsömu skrifræðisbákni.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Í nóvember 2007, tæpu ári fyrir hrun, var mjólkurverð hér á landi 15% hærra en í USA og sambærilegt við ESB löndin. Nánast það sama og í Bretlandi, sem dæmi. Þá hafði mjólkurverð hækkað um 14-23% á rúmu ári í ESB, misjafnt eftir löndum.

Síðan hefur mjólkurverð til neytenda hækkað um yfir 20% (mælt í evrum) en afurðaverð til bænda lækkað um tæp 30%. Ef þetta gerðist hér á landi væri talað um óskilvirkt kerfi, bákn og óþarfa milliliði.

Þetta er m.a. skýrt með aukinni sölu á mjólkurdufti til Kína, en mjólkurkvótinn komi í veg fyrir að bændur auki framleiðslu til að mæta eftirspurn. Það tekur langan tíma að bregðast við breytingum í svona stóru kerfi og á meðan hækkar verð til neytenda.

Haraldur Hansson, 25.5.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband