11.5.2009 | 20:56
Fiskur er framandi auðlind í ESB
Berlusconi er leiðtogi eins af þeim 27 ríkjum sem Ísland þyrfti að semja við um inngöngu í Evrópusambandið. Hann er óneitanlega nokkuð sérstakur. Í Silfri Egils í gær var m.a. fjallað um aðildarumsókn og ferlið sem henni fylgir.
Það er of seint að byrja á heimavinnunni þegar sest er niður við samningaborðið.
Þetta sagði Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur m.a. í Silfrinu, en hann telur að mesta hættan" varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé að ekki náist niðurstaða í sjávarútvegi sem Íslendingar geti sætt sig við.
Þetta skýrði Auðunn með því að það sé framandi hugmynd fyrir flestum Evrópuþjóðum að það sé litið á fisk sem þjóðarauðlind." Sérstaða okkar hafi ekki verið kynnt og þar sem hún sé framandi sé ekki að vænta skilnings hinna 27 þjóða sambandsins. Afstaða þeirra geti orðið ósveigjanleg" og erfitt að ná niðurstöðu.
Að venju var margt fróðlegt í Silfrinu. Andrés Jónsson, ráðgjafi og Samfylkingarmaður, sagði meðal annars: Menn hafa alltaf vitað og gengið útfrá, bæði í Evrópusambandinu og á Íslandi, að við myndum borga meira til sambandsins en við fengjum. En vegna stöðunnar núna myndum við e.t.v. "fá einhverjar góðgerðir" og þess vegna kannski ekki vitlaust að ganga inn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem ölmusur eru notaðar sem rök fyrir inngöngu. Það er í takt við uppgjafarstefnu Samfylkingarinnar.
Berlusconi Evrópu til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og heldur þú virkilega að Evrópusambandið muni láta okkur hafa einhverja styrki þegar skuldir okkar verða lægri miðað við landsframleiðslu heldur en 20% af aðildarríkum EU?
Þannig verður staðan eftir 2 ár- 3 ár. Írland, Spánn, Grikkland, Belgía, Ítalía Lettland verða þá öll með skuldir yfir 100% af landsframleiðslu. Hugsanlega fleyrri lönd, ég er ekki búinn að kynna mér það..
kv.
Jón Þór
jonthorh (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.