Velferðarbrúin er týnd

Vegna þessarar fréttar bendi ég á bloggfærslu sem Marinó G Njálsson skrifaði í gær, en fyrirsögn hennar er Áður glitti í löngutöng, en nú sést hún skýrt og greinilega. Þar segir m.a.:

Öll úrræði sem sett hafa verið fram snúast um að blóðmjólka almenning. Hvergi er króna gefin eftir.  Mér er alveg nákvæmlega sama þó NBI, Íslandsbanki eða Nýja Kaupþing séu með aðra kennitölu en gömlu svikamyllubankarnir. Í mínum huga eru þetta sömu bankarnir og felldu hagkerfið. Þetta eru sömu bankarnir og stálu af almenningi í landinu. Þetta eru sömu bankarnir og bera ábyrgð á að krónan féll um 40-50% á 7 eða 8 mánuðum og að ársverðbólga síðasta árs var yfir 17%. Þetta eru sömu bankarnir, það er mergur málsins og þeir skulda okkur háar upphæðir vegna þessa athæfis.  Almenningur í landinu skulda þessum bönkum ekki neitt!

Þetta er aðeins brot af magnaðri færslu Marinós, sem er öflugur talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ég mæli með að menn smelli hér og lesi færslu Marinós alla, enda vel skrifuð af manni sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á málinu.

Vek líka athygli á fjórðu athugasemd við færsluna, um velferðarbrú Samfylkingarinnar sem virðist annað hvort týnd eða aldrei hafa verið til. Nema í auglýsingum.

 


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Flott færsla hjá þér eins og ávalt.  Vona að það sé í lagi að ég vitni aðeins í þessa færslu þína á mínu bloggi....  Við þurfum ÖLL að standa vaktina og BERJA á þessum stjörnvöldum svo þau VAKNI til lífsins...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Sjálfsagt mál. Kannski enn frekar að benda beint á færslu Marinós.

Haraldur Hansson, 4.5.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband