17.4.2009 | 14:56
Mynd segir meira en 1.000 orð
Í myndatexta með viðtengdri frétt stendur: "Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar Framkvæmdastjórnar ESB í Brussel."
Og hvaða fánar eru þetta? Bretlands, Danmerkur, Hollands, Grikklands, Póllands, Ítalíu, Þýskalands ... ?
Þeir eru, talið frá vinstri:
Fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB og fáni ESB.
Fánar hinna þjóðanna 14 sjást ekki á myndinni.
Þetta er í fullkomnu samræmi við hinar boðuðu breytingar í Lissabon samningnum: Að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki.
5 sérálit nefndar um Evrópumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fáni Íslands er líka táknrænn, hann stendur fyrir lýðveldið Ísland og íslenzku þjóðina. Lissabon-sáttmálinn er Stjórnarskrá Evrópusambandsins í öðrum umbúðum. Þar er m.a. kveðið á um að sambandið verði að sjálfstæðum lögaðila og geti sem slíkur t.a.m. undirritað milliríkjasamninga í eigin nafni en ekki fyrir hönd ríkja sinna eins og staðan er í dag.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 16:59
Haraldur mig langar til að gera smá leiðréttingu á síðustu setningunni hjá þér, hún ætti að vera svona: Að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í samband 27 ósjálfstæðra ríkja undir stjórn ráðstjórnarríkisins í Brussel.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.