19.2.2009 | 14:23
Blóm og brauð og Tónlistarhúsið
Ef þú tvo peninga skaltu kaupa blóm fyrir annan og brauð fyrir hinn. Brauð til að halda lífi og blóm svo að lífið sé þess virði að lifa því. Eitthvað í þessa áttina hljómar kínverskt máltæki.
Tónlistarhúsið gæti verið slíkt blóm. En blómið má ekki vera svo dýrt að það kosti báða peningana. Þá er ekkert eftir fyrir brauði.
Nýja tónlistarhúsið verður glæsileg bygging og til mikillar prýði. En 13-14 milljarðar á tveimur árum eru líka miklir peningar. Meira en hálfur milljarður á mánuði í miðri kreppu.
Allar afborganir allra lántakenda hjá íbúðalánasjóði voru um 50 milljarðar á síðasta ári. Ef 8% þeirra hafa misst vinnuna og þurfa frestun á fjórðungi gjaldfallinna greiðslna til að forðast gjaldþrot, gerir það um einn milljarð. Bara til að nefna eitt lítið dæmi til samanburðar.
Þetta með tónlistarhúsið er klemma. Ef ekkert er unnið við húsið skemmast mikil verðmæti sem í því liggja, en áframhaldandi vinna skapar störf. En í ljósi stöðunnar getur varla skipt öllu máli hvort húsið er fullklárað 2011 eða 2013. Það eru ríki og borg sem greiða kostnaðinn.
Það að setja hálfan milljarð á mánuði í þetta hús í miðri kreppunni getur ekki virkað sem "rétt aðgerð" á þá sem verst standa og eru að tapa eignum sínum. Þetta hlýtur alltaf að vera spurning um forgangsröðun.
![]() |
Tónlistarhúsið fær grænt ljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.