Að búa til nýja Framsókn

Ég hef aldrei kosið Framsókn og get ekki hugsað mér að kjósa flokk sem vill stefna til Brussel, en það er samt þrennt sem ég vil gefa flokknum hrós fyrir.

Þegar Guðni og Bjarni fóru komu tvær konur í staðinn, sem báðar virðast efnilegar og önnur þeirra var kosin ritari. Valgerður sá að hún væri ekki rétti leiðtoginn vegna tengsla við einkavæðingu bankanna og ákvað að víkja sem formaður. Þrír frambjóðendur komu fram og sá eini sem ekki hefur starfað í flokknum, hlaut kosningu.

Hrósið er sem sagt fyrir 1) að hafa sýnt að maður kemur í manns stað, 2) að gefa fordæmi um að þeir sem tengjast um of fortíðinni víki, og 3) að sýna kjark til að velja til forystu mann eins og Sigmund Davíð, sem mér virðist mjög frambærilegur í alla staði.

Ef Valgerður stígur skrefið til fulls, út úr stjórnmálum, á flokkurinn möguleika á að endurvekja traust. Nokkuð sem nauðsynlegt er eftir bankahrunið. Þar með er Framsókn, af öllum flokkum, búin að gefa fordæmi sem aðrir flokkar ættu að líta til. Þá er einhver von til að Nýja Ísland verði annað en orðin tóm.

Ég óska Sigmundi Davíð velfarnaðar þó flokkurinn fá ekki mitt atkvæði.

Munu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa kjark til að fara í uppstokkun? Það kemur maður í manns stað, eins og hjá Framsókn, og því ekkert hættulegt við að ríkisstjórnin víki.


mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband