PÓLITÍSKA: Listin að blekkja lýðinn

Almenningur er ekki tilbúinn að samþykkja Evrópusamrunann og því er nauðsynlegt að halda samrunanum áfram án þess að segja almenningi of mikið frá hvað er að gerast.

Það eru liðnir tæpir þrír áratugir frá því Jacques Delors lét þessi orð falla. Síðan hefur aðildarríkjum fjölgað og „stjórnmálastéttin" er hægt og bítandi að taka yfir stjórn Evrópuríkisins.

Það er athyglisvert að skoða orð sem háttsettir pólitíkusar í Evrópuríkinu létu falla á síðasta ári, meðan hin dulbúna stjórnarskrá (Lissabon samningurinn) var í smíðum. Hún á að koma í staðinn fyrir stjórnarskrána sem var felld 2005. Það þarf ekki meirapróf í pólitísku til að sjá hvernig landið liggur í Evrópuríkinu í dag.

Það góða við að kalla þetta ekki stjórnarskrá er að þá getur enginn farið fram á þjóðaratkvæði.
- Giuliano Amato, í ræðu í London School of Economics, 21. febrúar 2007

Stjórnarskráin átti að vera skýr, þessi samningur varð að vera óskýr. Hann hefur heppnast vel.
- Karel de Gucht, utanríkisráðherra Belgíu, 23. júní 2007

Inntak og eðli stjórnarskrárinnar er enn til staðar. Það er staðreynd.
- Angela Merkel, í ræðu á Evrópuþinginu 27. júní 2007

Almenningur verður blekktur til að samþykkja, án þess að vita að allar gömlu reglurnar sem við viljum ekki sýna þeim verða líka í nýja textanum, bara faldar eða dulbúnar á einhvern hátt.
- V.Giscard D'Estaing, Le Monde 14. júní 2007 og Sunday Telegraph 1. júlí 2007

Evrópusambandið mun aldrei virka, því það er miðstýrt, það skortir lýðræði og mun aldrei njóta stuðnings þegnanna.
- Nigel Farage, á þingfundi Evrópuþingsins sumarið 2007

Hvers vegna þessi dulbúningur? Fyrst og fremst til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæði með því að nota ekki stjórnarskrárlegt orðalag.
 - V. Giscard D'Estaing, 30. október 2007.

Frakkland var bara á undan hinum ríkjunum (2005) að segja NEI. Það hefði líka gerst í öllum hinum aðildarríkjunum ef þeim hefði verið leyft að greiða þjóðaratkvæði.
Það verður enginn (Lissabon) samningur ef við höldum þjóðaratkvæði í Frakklandi, síðan myndi Bretland fylgja eftir með þjóðaratkvæðagreiðslu líka.
- Nicolas Sarkozy, á fundi með Evrópuþingmönnum, 14. nóvember 2007

Undanfarið hafa menn gagnrýnt hvernig Alþingi Íslendinga hefur breyst í „afgreiðslustofnun" fyrir ráðuneytin, sem leggi fram öll frumvörp sem skipta máli. Þessu vilja menn breyta, efla Alþingi og koma á raunverulegri aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds eins og Stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um.

Því er það skrýtið að á sama tíma vill hópur fólks láta innlima Ísland í Evrópuríkið, sem stefnir í þveröfuga átt; aukið vald til framkvæmdavaldsins, meiri miðstýringu og minna lýðræði. Helst vilja innlimunarsinnar að Ísland fari skríðandi inn í Evrópuríkið í miðri kreppu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband