22.12.2008 | 18:08
Mistök! Nei, þetta eru ekki nein mistök.
Það er hægt að gefa vitlaust til baka fyrir mistök. Það er hægt að senda tölvupóst á þingmann fyrir mistök. En meðferð Landsbanka Íslands hf á peningamarkaðssjóðnum er ekki hægt að flokka sem mistök. Ekki einu sinni tæknileg mistök.
Í pappírum vegna kaupa á Peningabréfum kom nafn Landsvaka hf hvergi fram. Ég vissi ekki að það félag væri til fyrr en eftir hrun. Bréfin hétu auk þess "Peningabréf Landsbankans". Áramótastaða var merkt Landsbankanum og öll yfirlit líka. Svo maður vissi ekki einu sinni að maður væri að skipta við eitthvað dótturfélag.
Þessi bréf voru kynnt sem "örugg fjárfesting" bæði af ráðgjöfum og á prenti.
Ef ásakanir um að "óeðlilega stórum hluta fjármuna sjóðsins hafi verið fjárfest í félögum tengdum eigendum Landsbankans" reynast réttar, þá bara geta það ekki verið mistök. Þeir sem sýsla með sjóðina bæði vita hverjir eiga þá og hvaða reglur þeim eru settar.
Ég tapaði 31,2% af mínum sparnaði og er í engu betur settur þó viðskiptamenn séu beðnir afsökunar. FME vísar þessu vonandi til lögreglu sem fyrst.
Sagt er að nýja rannsóknarnefndin skoði þetta, er nokkuð búið að skipa hana ennþá? það liggur svo sem ekkert á.
NBI og Landsvaki viðurkenna mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ferill bankamananna er löngu vitaður; staðfestingin kemur smám saman, enda tölfræðilega útilokað m.v. umfangið á þessu rugli - að allir þegi .
Ef þessir bankamenn hefðu logið svona upp í opið gerðið á mér, ég bitið á agnið og síðan tapað sparnaði hefði ég strax farið með málið í lögmann og sett málið í réttan farveg til þess að hámarka líkurnar á endurheimtinni.
Ekki bíða eftir FME eða öðrum.
Ekki gera ekki neitt - er það ekki mottóið í dag ?
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:41
Ég hef ekki verið beðinn afsökunar. Hvernig var formið á þessu, var fólk boðað á fund hjá bankanum þar sem þjónustufulltrúinn yðraðist, var hringt, var sendur tölvupóstur eða bréf. Hvernig var þessi afsökun. Í hverju fólust þessar viðurkenningar á mistökum. Ég hef ekkert séð.
Gunnar (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:53
Landsbankinn sendi bréf, dagsett 10. desember og undirritað af Elínu Sigfúsdóttur. Þetta var 7 síðna bréf með skýringum og afsökunarbeiðni til eigenda Peningabréfa. Ég fékk eitt slíkt í pósti.
Inntakið var svipað og í Hafskipsbók Björgólfs: Þetta er ekki mér að kenna!
Haraldur Hansson, 23.12.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.