Silkihanskar

Það er ekki tilviljun að auðmenn og pólitíkusar leggja mikið upp úr yfirráðum yfir fjölmiðlum. Baugsveldið og Bjöggarnir skiptu kökunni og Bakkabræður fengu sneið. Aðeins RÚV stóð eftir ómengað. Nú er dansinn stiginn á ný og einhverjir bítast um Moggann bak við tjöldin. Kannski um fleiri miðla.

Pólitíkusar setja upp silkihanska og taka vægt á þeim sem ráða fjölmiðlunum til að forðast vonda umfjöllun. Sitja jafnvel og standa eins og þeim er sagt. Voff!

Bjarni segir "... jafnvel heilu flokkarnir, eins og Samfylkingin, sem gangast inn á slíka pólitík og það er kannski það versta sem við höfum séð í spillingu, nokkurn tímann, hér á landi."

Vaaá! Það er ekkert annað.

Veit ekki hvað skal segja um þennan dóm Bjarna, en hitt veit ég að ég kaus Samfylkinguna síðast en kýs hana ekki næst. Flokkur sem gengur erinda útrásardólganna og syngur nú ómstríðan Evrópusönginn í nafni þeirra, fær ekki mitt atkvæði. 


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband