Spriklandi á Grikklandi (fórnarlömb evrunnar)

Verður Grikkland fyrsta fórnarlamb evrunnar? Mótmælin þar í landi snúast ekki lengur um morð á unglingspilti eingöngu, heldur um fátækt, atvinnuleysi og dökkar framtíðarhorfur.

Fyrstu brestir ESB í kreppunni eru nú sýnilegir. Evran er það sem við eigum sameiginlegt með ESB, en ekki stefna, menning, saga og hefðir, segir einn viðmælandinn í fréttinni sem hér fylgir.

Kröfur fólksins á gríska stjórnmálamenn eru: "Hættið að haga ykkur eins og strengjabrúður ESB og farið að hugsa um Grikkland."


Skilaboðin til ESB eru líka skýr: Efnahagur snýst ekki bara um tölur og peninga heldur líka um landafræði, sögu, siðvenjur og þjóðarsál.


Þeir miklu peningar sem Grikkir settu til bjargar bönkunum í október duga hvergi nærri til. Simon Johnson, fyrrum hagfræðingur hjá IMF, birti grein í RGE Monitor 1. desember. Þar segir hann að það muni verða Grikkjum að fótakefli að vera komnir með evruna og hafa ekki lengur sína eigin mynt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband