Hin æpandi þögn

Þögnin getur verið háværari en hæstu hróp. Í dag stóð ég á Austurvelli og þagði meðan ártölin voru talin: 1991, 1992, 1993 ... eitt á mínútu í 17 mínútur og svo hringdi vekjaraklukkan. Í dag snéru allir að Alþingishúsinu svo ég stóð ekki á "mínum stað", sem er beint fyrir framan NASA, í 63ja skerfa fjarlægð.

Þetta er snjöll hugmynd, hin æpandi þögn. Fyrir aftan mig stóðu nokkrir menn, illa til fara og með bjór í hönd. Þeir hrópuðu öðru hverju eitthvað og skildu ekki hvers vegna fólk léti þagga niður í sér. Heimtuðu hávaða og kröfur.

Ég hef ekki áhyggjur af því þó nokkrir menn, sem orðið hafa utanveltu í samfélaginu, skilji ekki skilaboðin. Það er verra ef þeir sem stjórna landinu heyra ekki þann ærandi hávaða sem felst í þögninni. Eða skella við honum skollaeyrum. Hvenær verður kosið?

 


mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband