5.12.2008 | 13:33
EVRA: Einföld lausn sem kostar ekkert!
Hvers vegna er þetta ekki bara drifið af í einum grænum? Það er alltaf verið að benda á góðar lausnir en samt gerist ekket.
Virtur sérfræðingur segir að besti kosturinn sé að taka upp evru einhliða.
Virtur sérfræðingur segir okkur að það væri algjört glapræði.
Virtur sérfræðingur segir að krónan sé okkar sterkasta vopn í kreppunni.
Virtur sérfræðingur segir okkur að taka upp dollar.
Virtur sérfræðingur segir að það eigi að fastbinda krónuna við sterkan gjaldmiðil.
Virtur sérfræðingur segir okkur að sækja um í ESB til að koma krónunni í skjól, til að byrja með.
Getur verið að ástæðan fyrir því að ekkert gerist sé að þetta sé bara ekki svona einfalt. Ef til væri patentlausn sem kostar ekkert, þá væri engin kreppa.
Í Fréttablaðinu í gær, á bls. 30, er grein eftir Michael Emerson, sem er virtur sérfræðingur. Hann veltir fyrir sér einhliða upptöku evru. Í grein hans eru fjórar meginspurningar og nokkrar aðrar sem fljóta með. Auðvitað á að skoða þá hugmynd, eins og aðrar. Öll umræða er góð.
Ég mæli með að menn lesi þessa grein og rýni vel í svörin. Telji síðan hvað eru margir lausir endar. Ég ætla ekki að skrifa einhvern langhund um þá grein, en bendi á tvo punkta í niðurstöðum Emersons.
" ... má segja að EES + evra jafngildi nánast fullri aðild. Hversu hyggileg þessi leið er í pólitískum skilningi skal ósagt látið"
... myndu Íslendingar gera sér bjarnargreiða með því að taka um evru (einhliða) skömmu áður en þeir sæktu um inngöngu"
Samkvæmt Emerson er því um tvennt að velja: Annað hvort að taka upp evru einhliða eða sækja um aðild að ESB. Þetta tvennt fer mjög illa saman að hans mati. Eftir þessu að dæma munu þeir sem styðja aðild Íslands að ESB væntanlega standi harðir á móti einhliða upptöku evrunnar.
Einhliða upptaka evru tæki 4 vikur og kostaði 80 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kynntu þér málið Haraldur:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2008 kl. 23:14
Takk fyrir þetta Loftur, þú hefur greinilega lagt mikla vinnu í skrif þín. Hef fylgst með því sem þið hafið fram að færa, þú Gunnar Waage og fleiri í þessum efnum og að auki athugasemdum ykkar við blogg Eyþórs Arnalds, Sigurðar Kára o.fl.
Ég þarf líklega að lesa þetta aftur og setja sellurnar í gang til að átta mig á hvað myntráð hefur fram yfir fastgengi. Gott væri líka að fram kæmi dæmi um lönd sem nota þessa aðferð, en þú segir að þau séu um 70.
Haraldur Hansson, 8.12.2008 kl. 01:36
Haraldur, svo við förum rétt með, þá hafa fleirri en 70 lönd haft Myntráð á einhverjum tíma. Um 1950 voru samtímis im 50 Myntráð í gangi. Ég hef ekki talið hvað þau eru mörg núna.
Hér Wikipedia um efnið: http://en.wikipedia.org/wiki/Currency_board
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2008 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.