Hvað er þessi vindhani að derra sig?

Hefur hann umboð frá Íslendingum? Þykist hann geta tekið ákvarðanir fyrir okkar hönd? Ætlar hann kannski að taka að sér að sjá um þingkosningar líka, mynda ríkisstjórn og breyta stjórnarskránni? Hann er kannski að reyna að koma Íslandi inn í ESB á 6 mánuðum svo við getum haldið jól á næsta ári, sem stolt sambandsríki.

Svo er kvartað yfir því að Davíð tali ógætilega. Þó að Matti Vanhanen sé forsætisráðherra Finnlands, og eflaust hinn vænsti piltur inni við beinið, þarf einhver að stoppa ruglið í honum. Jafnvel þó hann þykist vera einhver Íslandsvinur og "meini vel".

Við erum varla komin á byrjunarreit í að kynna okkur hvað ESB er, hvað þá meira. Og svo getur ESB breyst mikið innan skamms (sbr. þetta) og hreint ekki víst að sambandið verði góður kostur fyrir fámenn ríki eftir þá breytingu.

 


mbl.is Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Frímann: Í könnun sem Bylgjan gerði í gær voru 63% þátttakenda á móti ESB aðild. Samkvæmt því er "greiði" Finnans í óþökk meirihluta Íslendinga.

Hvorki ég né þú vitum hvers stuðningur við ESB-aðild verður þegar um það verður kosið. Í lýðræðisríki er það vilji meirihluta kjósenda sem ræður, en ekki hvað einhver finnskur ráðherra telur að sé okkur fyrir bestu. Þetta framtak hans flokkast því undir ókurteisi.

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Meðal vestrænna þjóða er Ebé með eitthvert ólýðræðislegasta stjórnvald, sem um getur, og "accountability" (að menn geri grein fyrir ábyrgð sinni og gjörðum) er nú ekki meira þar en svo, að reikningar bandalagasins hafa ekki fengizt endurskoðaðir árum saman. Jón þessi Frímann er krati með Ebé á heilanum, ekki fullveldi landsins né æðstu yfirráð í fiskveiðisstjórnunarmálum. Hann ætti að stinga bókinni Váfugl eftir Hall Hallsson í jólabókakörfuna.

Tek undir með þér, Haraldur: Þetta framtak forsætisráðherra Finna flokkast undir ókurteisi – og er reyndar fáheyrð framhleypni og íhlutun í málefni annars ríkis.

Jón Valur Jensson, 5.12.2008 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband