24.6.2012 | 12:49
Ef Ólafur Ragnar væri ekki í framboði ...
Ef Ólafur Ragnar Grímsson hefði ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs væri Þóra Arnórsdóttir ekki í framboði heldur. Það kemur æ betur í ljós að framboð hennar er mótframboð - og mótframboð eingöngu.
Hin fjögur hefðu trúlega boðið sig fram og mjög líklega einhverjir fleiri.
Samtökin Betri kost á Bessastaði voru stofnuð gagngert til að fella Ólaf Ragnar og þau fundu kandídatinn Þóru. Auglýsingastofu-framboð hennar ber það með sér að til þess var stofnað af andstæðingum sitjandi forseta. Hlutur Samfylkingarinnar er augljóslega nokkur.
Auglýsingar og persónudýrkun í 2007-stíl
Síðustu daga hefur framboð Þóru verið auglýst grimmt, ólíkt hinum. Heilsíður í blöðum, plaköt í strætóskýlum og auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi. Greinilega nóg af peningum. Það er engin furða að sumum blöskri og kalli á opið bókhald.
Það nýjasta er að bjóða upp á Þóru-boli og Þóru-daginn og svo er pylsuveisla og Þóru-andlitsmálning fyrir börnin! Rétt eins og Justin Bieber væri á ferð. Það lýsir örvæntingu þegar stuðningsmenn ætla að veðja á persónudýrkun og mátt peninganna á lokasprettinum. Þetta er nú bara kona sem er þekkt andlit úr sjónvarpi og stóð sig ágætlega í vinnunni.
Þegar allt er saman tekið er á framboðinu sorglegur 2007-stíll, sem er illa úr takti við tíðarandann. Ætli framboð hennar kosti ekki 50 sinnum meira en öll hin til samans. Eða meira. Jafnvel hinn orðvari Björn Valur er orðinn tvístígandi í stuðningi sínum og segir Þóru-bolir eru ekki beint heillandi vegvísir í kjörklefann". Ef Þóru sjálfri finnst þetta í lagi er hún ekki verðug þess að gegna embætti forseta.
Ég hef endanlega gert upp hug minn. Ég ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Þrátt fyrir langa setu er hann betri kostur á Bessastaði. Framganga hans síðustu misserin sýnir að hann veldur embættinu og er traustsins verður. Það er einmitt það sem skiptir mestu máli.
Frambjóðendur opni bókhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Haraldur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 13:10
Það var ekki eins ósanngjarnt og það leit út fyrst þegar Ólafur Ragnar sagði framboð Þóru vera svolítið 2007, því nú er ausið út peningum í auglýsingar og atkvæðakaup fyrir Þóru.
Hinsvegar var vinna hennar við að þvo af sér Samfylkingarstimpilinn algjörlega eyðilögð af einum ráðherra Samfylkingarinnar (Katrínu) sem lýsti yfir stuðningi við hana, ásamt nokkrum öðrum þekktum persónum úr stjórnarflokkunum.
Það auðveldar mikið fyrir Ólaf Ragnar að stuðningsfólk helsta mótframbjóðandans eyðileggur fyrir sínu eigin framboði.
Theódór Norðkvist, 24.6.2012 kl. 15:50
Haraldur, Þóra hefur verið að reyna að þvo Samfylkingarstimpilinn af sér. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina varðandi vinnubrögðin í sjálvarútvegsmálunum harðlega og segir að álíka gáfulegt að ganga í ESB nú og að leigja herbergi í brennandi íbúð. Með þessu sýnir Þóra glöggskyggni. Hins vegar þegar fjallað er um forsetaframbjóðendurna þá spretta Samfylkingarsnúðarnir úr holum sínum. Allir hýðnir og styðja Þóru og rakka niður mótframbjóðendurna. Það hefur líka farið ílla í fólk að Jón Ásgeir hefur beitt sér í baráttunni með Baugsmiðlana og síðan hefur framganga RÚV valdið vonbriðgum.
Ef Þóra myndi gefa út að Samfylkingin væri samansafn af hálf mislukkuðu líði, fengi Þóra sannarlega plús frá mér...... en ekki atkvæðið.
Sigurður Þorsteinsson, 24.6.2012 kl. 20:58
...ef blessaður Ólafur og hans konunglega meyja væru ekki í boði, þá værir þú ekki að blogga um það.
En vitanlega er það rétt, að mesta bölvun Íslendinga síðari ára, er sú leiða staðreynd að Dorrit hafi verið úr barneign þegar hún kynntist Dalai Lama Norðursins.
Jóhann (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 23:35
Það var reyndar eitt það skemmtilega við framboð Þóru að það kom fram gamalt viðtal við hana þar sem hún þá strax kvaðst ælta verða forseti — svo fráleitt er að álykta að hún væri ekki í framboði nema gegn Ólafi.
Um kostnað framboðs Þóru og tekjur geta allir fræðst um á vef hennar. Tekjur eru nú 11 milljónir króna.
Í grein sem ég vísa hér á úr Mogganum árið 2000 má sjá að þær 11 milljónir sem framboð Þóru hefur safnað eru smápeningar í samanburði við hvert framboðanna sem er árið 1996. Þá eyddi Ólafur Ragnar á þávirði 42 milljónum, Ástþór 41 milljón, Pétur Hafstein 36 milljónum og Guðrún Agnarsdóttir 17 milljónum króna. Uppreiknað til verðmæti dagsins í dag þarf að margfalda með 2,2.
sjá hér: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/513420/
Helgi Jóhann Hauksson, 25.6.2012 kl. 02:46
Sigurður það er rétt að þið hafið stimplað Þóru — en stimpillinn er tilefnislaus þó svo margt Samfylkingarfólk styðji Þóru og hún hafi tekið þátt í störfum Alþýðuflokks árið 1994-1995.
Andrea var í 5. sæti VG í Suðvesturkjördæmi árið 2007 en enginn segir VG eiga hana.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.6.2012 kl. 02:51
Sæll Haraldur; jafnan, svo og aðrir gestir, þínir !
Kúnstugt er; yfirklór Helga Jóhanns Haukssonar ljósmynda meistara, gagnvart þessu yfirmáta sóða framboði kratanna.
Barna andlitsmálunin; er einskonar skírskotun all margra Íslendinga, til rótgróinnar fyrirlitningar, á Mið- Afríkuþjóðum - sem og Maóríum, austur í Eyjaálfu, og þykir görpum, sem Helga Jóhanni ekkert athugavert við, enda skal tilgangur helga öll meðul, í sjúklegri og örvæntingarfullri persónu dýrkuninni, á þessarri annarrs miðlungs ágætu sjónvarps konu, sem var jú; tiltölulega nothæf í Útsvars þáttunum - en jafn liðónýt, í Kastljósi, hins sama Ríkissjónvarps.
Þessi söfnuður; sem fylgir sjónvarps konunni að málum, er hálfu ískyggilegri, en þeir Grátmúrs Gyðingar, suður í Jerúsalem - eða þá; Norður- Kóreönsku fylgjarar Kims- litla, þar í landi, í taumlausri tilbeiðzlu sinna viðfangsefna, þessarra beggja.
Ekki þar fyrir; í Forseta kosningum, hefi ég aldrei tekið þátt, síðan réttinn öðlaðizt til þess, árið 1980 - og fer ekki, að taka upp á því nú, þetta embætti er 75 prósentum dýrara að uppihaldi, en þörf er á, miðað við ört fækkandi landsmenn, svo sem. Er; og hefir verið mín skoðun, frá 19 ára aldrinum (1977).
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 03:28
- Úr 8. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010, bls. 178 -
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 10:26
J'a og þetta er það eina sem þið andstæðingar hans hamrið á endalaust. Þetta fer að verða dálítið þreyttur söngur. Það spiluðu allir forvísimenn landsins með, fóru ekki Ingibjörg og Geir til Evrópu og Ameríku til að dásama útrásina og bankana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 11:22
Það er með ólíkindum hvað fólk er fljótt að snúa sögunni við ef það hentar þeim til að klekkja á einhverjum. Til dæmis voru Jóhanna og Össur í lykilstöðum í hruninu og ekki hreyfðu þau hönd eða fót. Þorgerður Katrín sagði að erlendir sérfræðingar sem voru að reyna að benda íslendingum á þetta, að þeir þyrftu að fara í endurmenntun. Svona var nú lífið þá. En allt í einu núna er allt saman Ólafi Ragnari að kenna. Ömurlegur málflutningur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 11:25
Þakka ykkur öllum innlitið og athugasemdirnar.
Hvort Þóra hefur safnað 10, 20 eða 50 milljónum er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að hún - ein frambjóðenda - gerir grimmt út á auglýsingar og persónudýrkun. Útgjöldin eru klárlega miklu meiri en 11 milljónir.
Ef það er hægt að kaupa forsetastólinn með þessum hætti væri það efni í alvarlegar athugasemdir í skýrslu Rannsóknarnefndar.
Haraldur Hansson, 25.6.2012 kl. 11:54
Vertu ekki með þessa vitleysu Haraldur.
Ef einhver hefur gert stíft út á persónudýrkun þá er það Ólafur.
Og hvað veistu um þá peninga sem hann hefur sett í skrumið ?
Hefurðu séð bókhaldið hans ?
hilmar jónsson, 25.6.2012 kl. 12:40
Það er allavega ekki augljóst í hvað þeir peningar hafa farið Hilmar. Nú er ég farin að vorkenna þér... eða þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 12:42
Ásthildur, farðu nú að slaka á. Þetta er að verða vandræðalegt.
hilmar jónsson, 25.6.2012 kl. 12:53
Komið þið sæl; á ný !
Hilmar Jónsson !
Það vildi ég; að við báðir - ég og þú, byggjum yfir þeim vitsmunum og gáfum, sem fornri vinkonu okkar beggja, Ásthildi Cesil Þórðardóttur, eru gefnir, ágæti drengur.
Hvað er að því; þó að hún, sem hefir gengið í gegnum margfalt erfiðara lífshalup, en við báðir til samans, hygg ég vera, segi okkur til syndanna, þegar við á - en; ....... vel að merkja, ætíð á vel meintan og kurteislegan hátt, sem til annarrs fólks, Hilmar minn ?
Hvað; sem skoðunum Ásthildar líður, hefir hún alla tíð / og er, sjálfri sér samkvæm, í öllum ályktunum, ólíkt mörgum þeirra, sem við erum að karpa við, alla jafna, ágæti drengur.
Ásthildur Cesil; er nefnilega gædd þeim eiginleika, að sjá í gegnum uppskrúfað skrum, ýmissa vandræða- og oftlega, leiðinda persóna, víðs vegar - á undan okkur hinum, flestum.
Með; ekki lakari kveðjum - en hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 13:20
Þakka þér elsku Óskar minn fyrir þetta, þú færð hjarta frá mér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.