Já! Ísland – toppar vitleysuna

Félagsskapur sem heitir "Já! Ísland" er orðinn enn furðulegri en Evrópusamtökin. Nú keppast þeir við að toppa sjálfa sig í vitleysunni. Maður hlýtur að spyrja sig: Ef þeim finnst ESB svona æðislegt, hvers vegna dugir þeim ekki að segja satt? Hvers vegna alltaf að hagræða upplýsingum og sveigja sannleikann?

Það er klárt mál að þeir blekkja engan, í best falli ljúga að sjálfum sér. Til hvers?

Af nógu er að taka, en hér koma tvö nýjustu afrekin þeirra:

Á bloggsíðu sinni birtu samtökin yfirlit, sem er ætlað að gefa glansmynd af ESB, slæma mynd af Íslandi og versta þó af krónunni. Þar eru þrjár meginreglur vandaðrar upplýsingagjafar brotnar.

#1 - handvalinn samanburður
Breyting á kaupmætti frá árinu 2008 borin saman við þrjú valin Norðurlönd. Hvers vegna ekki breyting frá 2000 eða 1990 til að fá alvöru samanburð? Hvers vegna ekki við 10 Evrópuríki sem gefa þverskurð af ESB? Vegna þess að það þjónar ekki tilganginum.

#2 - óviðkomandi þáttum bætt inn
Sagt frá að 84% íslenskra ungmenna „langar til að vinna í öðru Evrópuríki í lengri eða skemmri tíma". Og hvað? Öll ungmenni dreymir um að hleypa heimdraganum og skoða veröldina. Af þeim sem láta verða af því fara langflest til Evrópulands sem heitir Noregur og er ekki í ESB (en það kemur ekki fram í yfirlitinu).

#3 - óþægilegum hlutum sleppt
Þótt fjallað sé um 10 málaflokka er þess vandlega gætt að gleyma að minnast á atvinnuleysi. Það hentar greinilega ekki málstaðnum.

... og svo kom skoðanakönnun

Eins og við mátti búast, þegar ESB sinnar eru annars vegar, gátu þeir ekki sleppt því að brjóta grunnreglur fagmennsku við skoðanakönnun. Hengdu þjóðaratkvæði á annan kostinn til að gera hann fýsilegri en hinn og beina þannig atkvæðunum þangað. (Spurninginn mun hafa verið í tveimur útgáfum, en ekki hefur verið greint frá hvort munur var á niðurstöðum.)

Með því að telja aðeins þá sem svara tókst að koma stuðningi við blindflugið til Brussel upp í 53%. Yfir því kættist formaður félagsins Sterkara Ísland „miðað við þær aðstæður sem við er að glíma í Evrópu um þessar mundir".

Formaðurinn sá hefur m.a. afrekað að skrifa furðulegustu grein sem birst hefur um fiskveiðar í ESB umræðunni. Þó ekki náð að toppa kjánaskrif formanns Evrópusamtakanna. Það hlýtur að vera næst á dagskrá hjá Já! Íslandi.

----- ----- -----

PS:  Rétt að taka fram að Fréttatíminn segir að Sterkara Ísland hafi staðið fyrir skoðanakönnuninni en Evrópusamtökin segja að Já! Ísland beri ábyrgð á henni, hver svo sem munurinn er. 


mbl.is Meirihluti vill kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru búnir að breyta tölum þarna frá því í gær. Fyrst stóð að 68% íslendinga vildu halda áfram viðræðum. Þá var staðreyndin 35% samkvæmt nýjustu skoðanakönnun.

Það er líka merkilegt að þeir tönnlast á því að útflutningur okkar til evrópulanda sé 70%. (sem er umdeilt raunar, enda tölur frá hollandi miðaðar við allt sem fer í gegnum Rotterdam t.d.)

En ég spyr: So what? Þetta erum við þó að flytja út án þess að vera í sambandinu. Hvað á inngangan að bæta? Þegar 70% útflutnings okkar var til USA, voru það rök fyrir því að við gerðumst fylki í USA?  Hvað er pointið í svona talnaleikfimi?

Hvaðan þeir fá tölur um lækkað verð á mjólk kjúklingum og eggjum, en það sem þeir segja að verðið lækki um er nákvæmlega það sem þessir vöruflokkar hafa hækkað hér frá 2008. Talnaspekin er ekki flóknari en það. Í danmörku er verðlag á þessum vörum 1% lægra en hér.

Þeir mættu að ósekju lækka kaupmáttartölur sínar og jafnvel tríta okkur með meðaltalstölum. Þeir nota meðaltöl þegar það hentar og hæstu samnefnara þegar það hentar í samanburðinum. 

Ef þeir kalla þetta opna og heiðarlega umræðu, þá eru þeir ansi ómerkilegur pappír.  Þessu frati sínu hafa þeir nú dreift um facebook eins og spammi án þess að nokkur hafi séns á að leiðrétta eða doubletékka staðreyndir.

Megnið af samanburðinum er ekki relevant, en þar sem hann er það, þá eru tölurnar í versta falli skrumskældar illilega eða hreinlega rangar.

Eru þetta einhverjir krakkabjánar á borð við Sleggjuna og Hvellinn eða eru þetta massívir trúarofstækismenn á borð við Fímanninn, Ómar Bjarka eða Magnús bjórunnanda?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 05:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru þó kannski eilítið skárri en Eiríkur Bergmann og co, sem hefur komið sér fyrir í skotgröfunum fyrir ári síðan og byggt málflutning sinn á Reductio ad Hitlerum og úthúðað andstæðingum með eigi svo óljósri tengingu við nasista og fjöldamorðingja. Guilt by association. Nokkuð sem þykir viðurkenning á uppgjöf i rökfræðileg samhengi.Hann skrifaði jafnel heila bók af því níði sem var mærð í samfylkingarpressunni. Bók sem dregur beina línu á milli heimóttalegs þjóðarstolts sem finna má í öllum löndum og Fasisma Adolfs Hitler. Geri aðrir betur.

Þetta verður nú sóðalegra með hverjum degi.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 05:16

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

HVað er að því að hengja þjóðaratkvæðisgreiðslu við spurninguna.

Samningurinn mun verða laggður í dóm þjóðarinnar þegar hann lyggur fyrir.

Vitleysa er þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2011 kl. 08:40

4 identicon

Þegar verið er að gera samanburð á vöruverði hér á Íslandi og annarra landa vantar alltaf niðrstöðu um hvað leggur þú langann tíma í að vinna fyrir vörunni sem um er að ræða. Það hefur aldrei komið fram í þeim verðkönnunun. Svo þetta með kjúklinga og mjólk skal maður nú "taka með nýpu salt"

Nei heiðarleiki í skoðana/og- verðlagskönnunum hefur aldrei verið til staðar á Íslandi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 09:02

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er aldrei að skilja sleggjuna. Við munum kjósa um sjálfstætt ísland en ekki hvort við viljum í ESB eða ekki og það eigum við að gera strax. Núna og í ruslakörfuna með þessa ólöglegu ESB umsókn og landráðapakkið fyrir dóm.

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 10:53

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ísland mun ekki missa sjálfstæðið við inngöngu.

hvað er sjálfstæði spyr ég bara.. að þínu mati valdimar

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2011 kl. 11:57

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjálfstæði er að geta gert og notað sín eigin lög. Sjálfstæði er að geta kleyft og selt vörur til allra landa sem við óskum. Sjálfstæði er að geta lokað landi sínu af eigin  geðþótta fyrir óeðlilegum ágangi erlenda aðila. Sjálfstæði er að þjóðin ráði sjálf hvort við seljum land okkar öðrum þjóðum. Ef þú skilur ekki hvað sjálfstæði er þá ættir þú að lesa um það í alfræðiorðabókum.  

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 12:54

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS og auðvita að eiga sína orku og auðlindir sjálf.

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 12:54

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sleggja lestu þetta. og svaraðu. Eru lönd sem nota lög annarra landa sjálfstæð. ???

http://southernlibrarianship.icaap.org/content/v05n01/zink_l01.htm

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 13:17

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert þá að segja að Ísland er ekki sjálfstætt land núna vegna EES.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2011 kl. 16:52

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Því við þurfum að taka við lögum í gegnum EES i hverri viku. Án þess að hafa neitt að segja um þau.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband