Dauðarefsingar - alveg sjálfsagðar

Kínverjar fundu upp ýmsa hluti langt á undan öðrum þótt vitneskjan bærist ekki vestur um álfur. Meðal annars pappír og byssupúður. Þeir fundu líka upp pappír sem getur sprungið eins og púðurtunna í höndum óvita; peninga.

Elstu heimildir um pappírspeninga í Kína eru frá árinu 809. Snemma á 11. öld setti keisarinn peningaseðla í umferð, sem höfðu verðgildi "af því að keisarinn sagði það". Er það fyrsti fiat-gjaldmiðillinn sem vitað er um. 

Dauðarefsing lá við því að taka ekki við pappírsmiðum keisarans á dögum Kublai Kahn. Í þá daga þótti það sjálfsögð refsing. Ekkert þýddi að heimta hrísgrjón eða geit; seðill skyldi það vera.


Þ
úsund árum síðar eru fiat-gjaldmiðlar notaðir víða í henni veröld. Traustið er þó æði misjafnt og á einum þeirra er það nánast horfið, sama hvað "keisarinn" segir.

Nú er reynt að gera nothæfan gjaldmiðil úr evrunni, helst án þess að taka upp dauðarefsingu. Til að það megi takast þurfa ríkin í Evrulandi að gjalda það dýru verði; láta af hendi fullveldi sitt í efnahagsmálum og fjárlagagerð.

Almenningur mun aldrei samþykkja það.

En strákarnir í Brussel kunna öruggt ráð við því - þeir einfaldlega spyrja ekki kjósendur. Þeir hafa þegar bannað sannleikann, sem er hæfilega brusselskt fyrsta skref.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

http://en.wikipedia.org/wiki/Fiat_money

Í kaflanum early history kemur líka fram að þessi fyrsti pappírsgjaldmiðill heimsins var aflagður eftir verðbólgubál.

Þannig fer fyrir gjaldmiðlum þar sem póitíkusar ráða.  Í allri mannkynssögunni.  Meira að segja Rómaveldi gjaldfelldi sig og féll með útþynningu eðalmálma í peningum sínum.

Eru ekki ærgildi bara ágæt verðeining?  :)

..Alla vega alls ekki Evra sem engin veit í raun af hverju hún kostar það sem hún kostar.  

Fiat þýðir;  "Let it be done".  Hver stýrir Evrunni?  Hvaða pólitíkusar?

Jón Ásgeir Bjarnason, 21.10.2011 kl. 18:53

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið.

Bendi á að Financial Times hefur gefist upp á evrunni í Þýskalandi og verðmerkir nú þýsku útgáfuna með DM; þýska markinu. Sjá mynd í þessari færslu.

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta með pappírsuppfinningar Kínverja er endurtekið umhugsunar- og athugunarlaust víða, en staðreyndin er að Egyptar fundu upp og skrifuðu á pappír, (Papyrus) fyrir fimm þúsund árum og bæði Grikkir og Rómverjar skrifuðu öll sín rit á pappír. Eftir að arabar hernámu suðurhluta hins kristna Rómaveldis á sjöundu öld hvarf pappír um skeið í Evrópu, en hann hafði allur komið frá Egyptalandi og unninn úr sefjurtinni papyrus, sem þar vex. Á miðöldum fóru Evrópumenn að gera pappír úr tuskum og síðan trjátrefjum, en papyrus var og er, eins og nafnið bendir til, pappír.

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.10.2011 kl. 22:15

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka þér, Vilhjálmur

Kína var lengi lokað land. Ég lagðist ekki sagnfræði þegar ég setti saman pistilinn og enn síður samanburð á því hvað var að gerast annars staðar á sama tíma. Enda er færslan í raun um lífslíkur evrunnar.

Í þessari umfjöllun, um uppfinningar Kínverja, eru pappír, byssupúður, prentun og áttavitinn tilgreind sérstaklega. Ég lét það duga.

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 22:42

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Og svo ég haldi mig við efnið (færslunnar):

Getur evran lifað án dauðarefsingar?

Nei, það getur hún ekki. Dauðarefsing verður tekin upp. Þó blessunarlega ekki í þeirri mynd að fólk verði líflátið, heldur verður væn sneið af fullveldi ríkjanna leidd undir fallöxina. Öðru vísi skrimtir ekki evran.

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 22:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður!

Og fróður er Vilhjálmur.

Jón Valur Jensson, 21.10.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

fátt get ég sagt - en þú ert bara að bulla og færð bullukolla til að að vera mér þér

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:41

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

... segir Rafn rakalausi.

Jón Valur Jensson, 22.10.2011 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband