18.10.2011 | 00:41
Hver er Obama? En Rompuy?
Allir Evrópubúar vita að Obama er forseti Bandaríkjanna. Meirihluti Evrópubúa hefur ekki hugmynd um hver Van Rompuy er. Hann er forseti Evrópusambandsins sem enginn kaus. Aðeins fleiri þekkja Barroso, en almenningur kaus hann ekki heldur.
Þarna sitja þeir tveir. Báðir forsetar og telja sig geta haft vit fyrir 500 milljónum íbúa 27 ólíkra ríkja. Þeir tala digurbarkalega og ætla að leysa vandann sem mótmælt er í Frankfurt, Berlín, London, Róm, Barcelona og víðar.
Rumpoy segist hafa skilning á áhyggjum" þeirra sem mótmæla heiftarlegum niðurskurði, en það væri óábyrgt að breyta um stefnu núna. Barroso notar hvert tækifæri til að predika aukinn samruna og meiri völd til Brussel.
Það eru neyðarfundir aðra hverja helgi. Merkel og Sarkozy ná ekki samkomulagi. Sumir vilja niðurskurð en aðrir mótmæla. Einn vill meiri samruna, annar er á móti. Þjóðverjar vilja breyta sáttmálum en Írar vilja það alls ekki. Eitt evruríkið er komið í greiðsluþrot og a.m.k. þrjú til viðbótar á sömu leið.
Það er hver höndin upp á móti annarri. En forsetarnir tveir, sem hafa ekkert umboð frá kjósendum, telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir allri hjörðinni. Það er ekki furða að ESB sé komið í ógöngur með skaðræðisgripinn evru á herðunum.
Evran á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég er ekki að skilja svona hugsun og hvað þá að þessir menn skuli voga sér að nota þessa aðferðarfræði...
Þetta segir okkur hversu máttugir peningar geta verið og ljótt er það orðið þegar græðgin er farin að fara framyfir velferð Heimsins segi ég bara. Kv.góð
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2011 kl. 01:01
Það er hver höndin upp á móti annarri.
Var ekki tilgangurinn með ESB að hindra átök?
FAIL
Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2011 kl. 01:57
Af einhverjum ástæðum hafa þessir menn náð til æðstu valda. Eg hló og allir hlógu en enginn vissi af hverju hlegið var. Enginn kaus þessa menn. Hvaðan eru þeir komnir? Sem betur fer, eru menn islenskir til sem geta svarað þessum spurningum. Margir landar trúa því að upprísi góðæri mikið fyrir land og þjóð við að trúa Jóhönnu forsætisráðherra og sendiboða hennar Össuri. Þá mun drjúpa smjör af hverju strái. Jú , það verður þannig fyrir þá sem fengu ókeypis með drjúgu meðlagi heilt land með húð og hári fyrir ekkert. Þeir fengju uppbyggt land þúsund ára byggðar íSLANDS, með öllum þess lands gæðum.
HEFÐI NOKKUR TRÚAÐ ÞVÍ AÐ Á 67 ÁRA FULLVELDIS ISLANDS, SÉ TIL FÓLK OG FLOKKAR TILBÚNIR AÐ AFSALA SJÁLFSTÆÐI iSLANDS TIL TILKOMANDI FJÓRÐA RÍKIS ÞÝSKALANDS?
Björn Emilsson, 18.10.2011 kl. 03:49
Þessi orð þín hefði svo sem vel getað átt við Jóhönnu og Steingrím. Eina sem er öðruvísi er mannmergðin sem þessi menn þykjast hafa umboð til að ráðskast með og svo að við slysuðumst til að kjósa þau Jóhönnu og Steingrím undir fölskum forsendum og koma þeim þar með til valda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 17:05
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Það er von að Björn spyrji. Svörin við því hvernig þessir menn komust til valda má finna hér. Annars vegar um Forsetaframboð/Forseta og hins vegar um Ríkisstjórn.
Rúsínan í pylsuendanum:
Á sama tíma og ESB leggur hart að aðildarríkjum að þau skeri niður vilja þeir hækka fjárlög Evrópusambandsins. Þingmönnum á Evrópuþinginu hefur fjölgað um 4 frá árinu 2004 en starfsmönnum þingsins fjölgað um 58%.
Svona er þetta. Stjórnlaus vöxtur á bákninu í Brussel.
Haraldur Hansson, 18.10.2011 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.