€ - tákn um klúður

crackedeuroÞað er ekki gott að segja nákvæmlega hvenær "Evrópuverkefnið" fór út af sporinu. Líklega fyrir löngu, þótt afleiðingar séu núna að verða öllum ljósar.

Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er búið að vera. Hvað kemur í staðinn veit enginn með vissu.

Var Maastricht fyrsta óheillasporið? Fjórfrelsið lítur vel út á pappír en aukin miðstýring og framsal á fullveldi hefur ekki reynst það snjallræði sem höfundarnir ætluðu. Lýðræðið var sett í aukahlutverk.

Evran var tilraun sem mistókst. Þeir sem vöruðu við einum gjaldmiðli fyrir mörg ólík hagkerfi voru sagðir úrtölumenn og jafnvel óvinir Evrópu! Í dag þarf engin að efast um að aðvaranir þeirra voru á rökum reistar.

Lissabon sáttmálinn var ljótasta skrefið og verra en evran þar sem lýðræðið var vísvitandi sniðgengið af ráðamönnum Evrópusambandsins. Nýtt yfirvald búið til án umboðs frá kjósendum. Ef þú svínar á lýðræðinu færðu það í bakið seinna. 

Feilsporin voru fleiri og nú eru öll hjólin dottin undan vagninum.

----- ----- -----

Sáttmálinn - með stórum staf og ákveðnum greini - kenndur við Lissabon, átti að vera hin endanlega löggjöf. Hann er ekki orðinn tveggja ára og þegar úteltur. Svona fer þegar möppudýr svína á lýðræðinu. Nú þarf að skrifa upp á nýtt til að "bjarga evrunni". Fá henni breytt hlutverk og nýtt líf.

Sambandsríkið ESB: Sú hugmynd sem á mestu fylgi að fagna er að laga klúðrið með meira klúðri. Enn meira framsal á fullveldi og aukin miðstýring. Evrópskt fjármálaráðuneyti með sjálfstætt vald til skattlagningar og stjórn á fjárlagagerð ríkjanna. Hljómar hættulega sovéskt.
    

Kaldhæðnin í þessu er að skipbrot ESB mun ýta undir hraðari og meiri samruna. Kenningar neófúnksjónalista reyndust réttar. Evrópusambandið verður meira fráhrindandi með hverri vikunni sem líður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband